Stórbokki er næstur á dagskrá!
Stórbokki hefur verið að sækja í sig veðrið aftur síðustu tvö ár eftir að hafa þurft að fella mótið niður árin 2020 og 2021 vegna Covid, en í fyrra voru yfir 30 entry í mótið.
Mótið verður með sama sniði og fyrri ár, mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.
Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið fyrir 120.000 kr. (unlimited re-entry).
Skráning fer að venju fram hér á vef PSÍ.
Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður sem verður framreiddur á mótsstaðnum.
- Forréttur: Humarsúpa með nýbökuðu brauði
- Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu/bernaise.
- Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.
Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.
Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.
Undanmót verða alla sunnudaga kl. 20:00 á Coolbet og einnig verða undanmót hjá Hugar á eftirfarandi dögum:
- Miðvikudaginn 8.maí kl. 19:00 – 2 miðar tryggðir
- Laugardaginn 11.maí kl. 17:00 – MEGA undanmót – 4 miðar tryggðir + 1 miði ADDED
- Miðvikudaginn 15.maí kl. 19:00 – 2 miðar tryggðir
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!