Bikarmót PSÍ 2020 hefst á sunnudag!
Bikarmót PSÍ verður haldið í fyrsta sinn núna í vetur og fer fyrsta umferð fram núna á sunnudag kl. 16:00. Um er að ræða röð 6 móta þar sem 5 bestu gilda til stiga og fara öll mótin fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Síðumúla 37. Þeir sem ná bestum árangri í mótaröðinni munu skipta með sér verðlaunapotti sem safnast í hverju móti auk þess sem sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Bikarmeistari PSÍ 2020!
Þátttökugjald í hverja umferð er kr. 15.000 og fer skráning og greiðsla þátttökugjalda að venju fram á vef PSÍ á þessari síðu hér.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!