SindriKriss vinnur ÍM í net-póker 2022
Það var Sindri Þór Kristjánsson (SindriKriss) sem stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór í kvöld á Coolbet. Í öðru sæti var Finnur Sveinbjörsson og Sævar Ingi Sævarsson í því þriðja. Alls tóku 34 þátt í mótinu en það er aðeins færra en í fyrra og líklega hefur HM í knattspyrnu haft eitthvað með það að gera. Þátttökugjald var €150 og endaði verðlaunapotturinn í €4760 sem skiptist á milli 6 efstu á eftirfarandi hátt:
- SindriKriss – €1761
- Gautipoker – €1190
- SINGIS – €714
- Kiddi333 – €476
- PhilMcIvey – €357
- OtherFkr – 262
Sindri hefur verið að gera það gott í net-mótum á Coolbet að undanförnu en hefur lítið spilað live síðustu ár. Við óskum Sindra til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!