Ný stjórn PSÍ
Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 3.febrúar 2019, og fór það fram í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.
Ný stjórn sambandsins var kjörin á þinginu og skiptir hún þannig með sér verkum:
Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Ingi Þór Einarsson, varamaður
Ívar Örn Böðvarsson, varamaður
Í mótanefnd voru kjörnir:
Ingi Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Viktor Lekve
Í laga- og leikreglnanefnd voru kjörnir:
Ottó Marwin Gunnarsson
Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum, m.a. þess efnis að stjórnarmönnum var fækkað í 3 og 2 til vara, í stað 5 og enginn varamaður eins og það var áður.
Fundurinn var sendur beint út á facebook síðu PSÍ og má nálgast upptöku af fundinum hér.
Hér má nálgast ársskýrslu PSÍ fyrir 2018 ásamt ársreikningi, og hér eru þær lagabreytingatillögur sem samþykktar voru á þinginu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!