Örninn sigursæll á Mystery Bounty mótinu
Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum í gærkvöldi en þeirri nýbreytni var vel tekið að taka eitt hliðarmót til upphitunar. Upphitunarmótið var Mystery Bounty mót með 40k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Alls tóku 54 þátt í mótinu og voru re-entry alls 35 talsins. Verðlaunapotturinn endaði í 1.510.000 og skiptist á milli 11 efstu. Að sama skapi fór Bounty verðlaunapotturinn í 1.510.000 og skiptist hann í 9 umslög með misháum upphæðum á bilinu 50.000 til 300.000 og að auki voru tveir aukavinningar, annars vegar €1600 pakki á The Festival í boði Coolbet, og hins vegar aukamiði á ÍM í póker. Það voru því 11 vinningar í Bounty pottinum og var fyrsta umslagið dregið af þeim sem sló út búbblusætið.
Það var enginn annar en Örninn, Örn Árnason sem endaði í fyrsta sæti og sópaði að auki til sín þremur Bounty vinningum.
Röð ellefu efstu var eftirfarandi (Bounties innan sviga):
- Örn Árnason, 400.000 (+€1600 pakki + 300.000 + 200.000)
- Yuri Ishida, 280.000 (+Miði á ÍM + 300.000 + 75.000)
- Steinar Edduson, 210.000 (+75.000)
- Derrick Law, 150.000 (+80.000 + 150.000)
- Daniel Jacobsen, 110.000 (+200.000)
- Khoi Nguyen Thi Nguyen, 90.000 (+50.000 + 80.000)
- Árni Gunnarsson, 75.000
- Þór Þormar Pálsson, 60.000
- Björn Þór Jakobsson, 50.000
- Orri Örn Árnason, 45.000
- Halldór Már Sverrisson, 40.000
Við þökkum félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur og Hugaríþróttafélaginu fyrir fyrsta flokks aðstöðu fyrir Íslandsmótið í ár!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!