Örninn sigursæll á Mystery Bounty mótinu

Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum í gærkvöldi en þeirri nýbreytni var vel tekið að taka eitt hliðarmót til upphitunar. Upphitunarmótið var Mystery Bounty mót með 40k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Alls tóku 54 þátt í mótinu og voru re-entry alls 35 talsins. Verðlaunapotturinn endaði í 1.510.000 og skiptist á milli 11 efstu. Að sama skapi fór Bounty verðlaunapotturinn í 1.510.000 og skiptist hann í 9 umslög með misháum upphæðum á bilinu 50.000 til 300.000 og að auki voru tveir aukavinningar, annars vegar €1600 pakki á The Festival í boði Coolbet, og hins vegar aukamiði á ÍM í póker. Það voru því 11 vinningar í Bounty pottinum og var fyrsta umslagið dregið af þeim sem sló út búbblusætið.

Það var enginn annar en Örninn, Örn Árnason sem endaði í fyrsta sæti og sópaði að auki til sín þremur Bounty vinningum.

Röð ellefu efstu var eftirfarandi (Bounties innan sviga):

  1. Örn Árnason, 400.000 (+€1600 pakki + 300.000 + 200.000)
  2. Yuri Ishida, 280.000 (+Miði á ÍM + 300.000 + 75.000)
  3. Steinar Edduson, 210.000 (+75.000)
  4. Derrick Law, 150.000 (+80.000 + 150.000)
  5. Daniel Jacobsen, 110.000 (+200.000)
  6. Khoi Nguyen Thi Nguyen, 90.000 (+50.000 + 80.000)
  7. Árni Gunnarsson, 75.000
  8. Þór Þormar Pálsson, 60.000
  9. Björn Þór Jakobsson, 50.000
  10. Orri Örn Árnason, 45.000
  11. Halldór Már Sverrisson, 40.000

Við þökkum félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur og Hugaríþróttafélaginu fyrir fyrsta flokks aðstöðu fyrir Íslandsmótið í ár!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply