Landsliðið hefur tryggt sér sæti á HM 2021!
Landslið Íslands í póker sem valið var í fyrsta sinn í maí sl. tók þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, laugardaginn 19.júní. Um var að ræða undankeppni fyrir IFMP Nations Cup sem er heimsmeistaramót match-poker, eða “keppnis póker” en ráðgert er að það muni fara fram í lok nóvember 2021. Match poker er sérstakt afbrigði af póker sem þróað hefur verið af International Federation of Match Poker (IFMP) og byggir á svipaðri hugmyndafræði og keppni í bridge þar sem öll lið spila sömu hendur úr sömu stöðu og árangur liða byggir því ekki á heppni heldur eingöngu frammistöðu liðsins.
Í undankeppninni fyrir HM keppa 6 manna lið í 6 liða riðlum og eru spilaðar fjórar u.þ.b. klukkutíma umferðir og fer sigurliðið í hverjum riðli beint í úrslitakeppnina sem fram fer í nóvember. Hin 5 liðin eru síðan dregin í umspilsriðla þar sem þau fá annan möguleika á að spila sig inn í úrslitakeppnina.
Íslenska liðið átti í höggi við lið frá Noregi, Makedóníu, Ítalíu, Króatíu og Eistlandi í þessari fyrstu viðureign sinni og liðið okkar gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur í riðlinum!
Hér má sjá samantekt á vef IFMP um íslenska liðið, en liðið sem keppti í gær var skipað eftirfarandi:
- Daníel Pétur Axelsson
- Gunnar Árnason
- Egill Þorsteinsson
- Inga Guðbjartsdóttir
- Magnús Valur Böðvarsson
- Sævar Ingi Sævarsson.
Í landsliðshópnum sem valinn var af landsliðsnefnd Pókersambands Íslands fyrir þetta verkefni eru einnig:
- Einar Þór Einarsson
- Garðar Geir Hauksson
- Halldór Már Sverrisson
- Kristjana Guðjónsdóttir
Liðsstjóri liðsins og verkefnisstjóri er formaður PSÍ, Már Wardum.
Fjölmiðlar hafa gert árangri liðsins góð skil, en hér má finna nokkrar greinar og viðtöl:
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!