Jón Ingi vinnur Bikarmótið
Úrslitin réðust í Bikarmóti PSÍ nú í kvöld en þá fór fram 6. og síðasta umferð mótaraðarinnar. Alls tóku 29 þátt í einhverjum umferðum mótaraðarinnar en í lokin voru aðeins nokkrir sem áttu möguleika á verðlaunasæti og voru aðeins 5 keppendur í síðasta mótinu. Allir 5 áttu möguleika á sigri í mótaröðinni með því að vinna sigur í lokamótinu og það var á endanum Jón Ingi Þorvaldsson sem stóð uppi sem sigurvegari í lokamótinu og þar með mótaröðinni með alls 60 stig.
Í hverju móti voru teknar til hliðar 3500 kr. af hverju þátttökugjaldi í hliðarpott sem skyldi skiptast á milli þriggja stigahæstu keppenda. Það voru alls 283.500 sem söfnuðust í þann pott og skiptist sá pottur 46%/32%/22% á milli þriggja efstu.
Fyrir ótrúlega tilviljun þá urðu þeir fjórir sem voru í 2.-5.sæti jafnir að stigum með 53 stig og réði þá úrslitum hverjir höfðu náð betri árangri í einstökum mótum og varð röð efstu 5 í mótaröðinni eftirfarandi:
- Jón Ingi Þorvaldsson – 60 stig – 130.000 kr.
- Júlíus Pálsson – 53 stig – 91.000 kr.
- Trausti Pálsson – 53 stig – 62.000 kr.
- Daníel Pétur Axelsson – 53 stig
- Guðmundur Helgi Helgason – 53 stig
Allar upplýsingar um úrslit einstakra móta og heildarniðurstöður mótaraðarinnar má finna í þessu skjali hér.
Við óskum Jóni Inga til hamingju með sigurinn og öllum vinningshöfum til hamingju með frábæran árangur!
Við viljum einnig þakka Hugaríþróttafélaginu fyrir að útvega aðstöðu fyrir mótahaldið og styðja með því dyggilega við starfsemi Pókersambandsins.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!