Íslandsmótið í PLO 2025

Síðasti viðburður ársins hjá okkur að þessu sinni er Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins laugardaginn 15. nóvember og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000 og hækkar fyrir seinar skráningar eftir kl. 14:00 á föstudeginum 14.nóv. í kr. 45.000.

Boðið er upp á eitt re-entry eins og verið hefur undanfarin ár.

Skráningarfrestur rennur síðan út í matarhléi sem er kl. 18:10-18:30.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að vanda fram hér á vef PSÍ.

Nánari upplýsingar um strúktúr mótsins má finna hér.

Skráið ykkur endilega inn á FB eventið sem finna má hér.

Eftirfarandi undanmót verða í boði á Coolbet fyrir mótið:

  • Þriðjud. 11.nóv. kl. 20:00
  • Miðvikud. 12.nóv. kl. 20:00
  • Fimmtud. 13.nóv. kl. 20:00
  • Föstud. 14.nóv. kl. 20:00

Þeir sem vinna fleiri en einn miða í undanmótum og þurfa ekki nota aukamiðann geta fengið hann endurgreiddan sem Tournament Money á Coolbet eftir helgina.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply