ÍM 2025 – staðan eftir dag 2
Leik á degi 2 lauk núna fimm mínútur yfir miðnætti og stóðu þá 9 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.
Eftirtaldir skipa lokaborðið á ÍM í póker 2025:
- Daníel Már Pálsson, 1.223.000
- Jónas Nordquist, 937.000
- Egill Þorsteinsson, 820.000
- Örn Árnason, 686.000
- Sigurður Þorgeirsson, 619.000
- Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 388.000
- Hjalti Már Þórisson, 371.000
- Hafþór Sigmundsson, 158.000
- Óskar Örn Eyþórsson, 134.000
Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 9.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 18 þar sem 8 mínútur voru eftir og blindar eru 6k/12k/12k. Næst level er síðan 8k/16k/16k.
Sætaskipan á lokaborðinu er eftirfarandi:

Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 43 þátt og voru endurkaup 45 talsins og endaði verðlaunafé í 1.500.000 sem skiptist á milli 9 efstu.
Það var Logi Laxdal sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Seweryn Brzozowski. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:
- Logi Laxdal, 420.000
- Seweryn Brzozowski, 315.000
- Steinar Edduson, 210.000
- Ingi Þór Einarsson, 160.000
- Jón Óskar Agnarsson, 120.000
- Grétar Már Steindórsson, 90.000
- Baldvin Borgarsson, 75.000
- Tomasz Janusz Mroz, 60.000
- Trausti Pálsson, 55.000




Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!