Frá fundi með gjöfurum

Eitt helsta átaksverkefni ársins verður að virkja fleiri til að taka þátt í störfum gjafara. Og til að hrinda því átaki af stað byrjuðum við árið á að halda fund með þeim gjöfurum sem voru tilbúnir til að taka þá í smá hugarflugi með okkur um málið.

Ýmsar góðar hugmyndir komu upp á fundinum, meðal annars:

  • Virkja fleiri spilara til að taka þátt í að díla á stóru mótunum. T.d. vana spilara sem ekki taka þátt og eins þá sem detta út úr mótinu.
  • Halda mót þar sem spilarar taka við að gefa þegar þeir falla úr leik og þar til næsti fellur úr leik til þess að fleiri æfist í því.
  • Halda gjafaramót, keppa um titilinn “Gjafarameistari PSÍ”, jafnvel spurning um að gera það í staðinn fyrir fyrirhugað kvennamót í lok ágúst. Stjórnarmeðlimir sjá um gjafarastarfið
  • Sjá til þess að það séu góðir stólar. Reyna að semja við einhverja húsgagnaverslun um að fá lánaða stóla á næsta ÍM gegn auglýsingu.
  • Sjá til þess að það sé gott aðgengi að vatni og kaffi á meðan á móti stendur og matur með reglulegu millibili
  • Hafa gjafara fund hálftíma til klukkutíma fyrir næsta ÍM, til að stilla saman strengi, fara yfir skipulag mótsins og smá fræðslu og hrista hópinn saman. – Þeir sem mæti á fundinn og díla amk. heilan dag á ÍM fara í pott sem dregið er úr eftir mótið, t.d. gjafakort á veitingastað, í Laugar, eða eitthvað slíkt.
  • Kynna mótin með góðum fyrirvara – minna reglulega á næstu mót inni í gjafaragrúppunni.
  • Vantar fleiri tækifæri til að gefa PLO – Már ræðir við Hugar um að halda PLO mót einu sinni í mánuði.
  • Rætt var um að gefa þyrfti fleirum kost á að díla á lokaborði ÍM
  • Halda þarf betur utan um tíma gjafara á stóru mótunum. Mætti t.d. prófa að nota eitthvert app til þess.

Einnig voru kynntar hugmyndir að nýjum strúktúr fyrir greiðslur fyrir störf gjafara á mótum á vegum PSÍ.  Þessar hugmyndir mæltust vel fyrir og var ákveðið í framhaldi að þær tækju gildi þegar í stað en þessar hugmyndir ganga einkum út á að ná fram þremur markmiðum:

  • Að umbuna þeim sérstaklega sem hafa meiri starfsreynslu.
  • Hvetja fleiri til þess að taka meiri þátt í starfi PSÍ.
  • Hvetja gjafara til að sækja fræðslu um reglur sem gilda á mótum og um hlutverk gjafara.
Greiðslur til gjafara hafa á síðustu þremur árum hækkað úr 1.500 kr./klst upp í 2.500 kr./klst og með breytingunum núna gefum við reyndari gjöfurum kost á að hífa það upp í 3000-3500 kr./klst.
Fyrirkomulagið verður sem hér segir:
Grunngjald á tímann verður kr. 2.000.
Síðan verður gefinn kostur á að hækka það í eftirfarandi 6 þrepum (2 þrep fyrir hvert af meginmarkmiðunum hér að ofan):
  • +250 kr. fyrir 1 árs starfsreynslu á pókerklúbbum
  • +250 kr. fyrir 2 ára starfsreynslu á pókerklúbbum
  • +250 kr. fyrir +50 klst. starf fyrir PSÍ (miðað við gögn aftur til 2018)
  • +250 kr. fyrir +100 klst. starf fyrir PSÍ
  • +250 kr. fyrir að hafa sótt fræðslufund á vegum PSÍ á síðustu 2 árum
  • +250 kr. fyrir að afla sér TDA vottunar (gildir í 2 ár).
Dæmi:
  • Gjafari með 3ja ára starfsreynslu sem kæmi til starfa í fyrsta sinn á móti fyrir PSÍ fengi kr. 2.500 á tímann.
  • Gjafari með 5 ára reynslu, 75 klst vinnu fyrir PSÍ og hefur sótt fræðslufund síðustu tvö ár fengi kr. 3.000 á tímann.
  • Gjafari sem tikkar í öll boxin hér að ofan fengi greitt kr. 3.500 á tímann.
Í lok fundarins var síðan farið í smá fræðslu um mótareglur og hlutverk gjafara og er það metið til hækkunar á greiðslum til gjafara skv. hinu nýja fyrirkomulagi.
Við vonumst að þetta mælist vel fyrir og muni virkja hvetjandi fyrir alla sem taka þátt í þessum verkefnum með okkur!
Einnig hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum næstu missera með okkur að skrá sig í þessa grúppu hér á Facebook.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply