Frá ársþingi 2021
Ársþing PSÍ var haldið í gær, sunnudaginn 28.febrúar 2021. Þingið fór fram á veitingastaðnum Hereford og mættu 4 félagsmenn til fundar en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á Zoom. Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið megi túlka sem svo.
Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og kom einn nýr varamaður inn í stjórn.
Stjórn PSÍ skipa nú:
- Már Wardum, formaður
- Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
- Einar Þór Einarsson, ritari
- Guðmundur Helgi Helgason, varamaður
- Sunna Kristinsdóttir, varamaður
Í mótanefnd eru:
- Viktor Lekve
- Einar Þór Einarsson
- Guðmundur Helgi Helgason
Laga- og leikreglnanefnd skipa:
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Sunna Kristinsdóttir
- Einar Þór Einarsson
Skoðunarmenn reikninga eru:
- Ottó Marwin Gunnarsson
- Jónas Tryggvi Stefánsson
Tvær breytingar voru gerðar á reglugerð sambandsins um mótahald og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ. Annars vegar var bætt inn grein 5 sem lýtur að hreinlæti og neyslu matar og drykkjar við keppnisborð. Hins vegar var grein 7. breytt til samræmis við reglur TDA um fjölda á lokaborði.
106 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2020, heildarvelta sambandsins var 3,9 mkr. og afkoma af rekstri var neikvæð um 492 þús kr. á árinu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!