Daníel Pétur Axelsson tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker!!
Íslandsmótið í net-PLO var haldið í fyrsta sinn í nokkur ár og lauk því rétt í þessu eftir tæplega fjögurra klukkustunda leik. Þátttakendur voru 21 talsins og keyptu sig samtals 37 sinnum inn í mótið en boðið var upp á tvö re-entry. Prizepool fór í €2590 og skiptist á milli þeirra 6 efstu sem komust á lokaborð.
Það var enginn annar en Daníel Pétur Axelsson sem vann sigur í mótinu og er því tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker þetta árið!
Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:
- Daníel Pétur Axelsson, €958
- Haukur Már Böðvarsson, €648
- Hafþór Sigmundsson, €389
- Kristján Valsson, €259
- Þorgeir Karlsson, €194
- Þórarinn Kristjánsson, €142
Við óskum Danna til hamingju með þennan magnaða árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!