Beint textalýsing: Íslandsmótið í póker 2017 lokaborð

Góðann daginn kæru lesendur. Lokaborðið frá Íslandsmótinu í póker hefst kl:13:00 Því miður var ekki hægt að hafa beina útsendingu á facebook líkt og í fyrra.

11:50 Sætaskipan á lokaborðinu klár.

  1. Hafsteinn Ingmundarson 82.000
  2. Guðmundur Helgi Ragnarsson 250.800
  3. Jón Freyr Hall 72.700
  4. Sigurður Dan Heimisson 251.000
  5. Ingvar Óskar Sveinsson 447.000
  6. Einar Már Þórólfsson 318.400
  7. Ísak Finnbogason 615.000
  8. Einar Eiríksson 65.900
  9. Garðar Geir Hauksson 233.900

11;56 Blindalevel 1500/3000 ante 300

12:42 Landsbyggðin fyrst á svæðið

Dalvíkingurinn Jón Freyr og Sauðkrækingurinn/Hnífsdælingurinn Ísak voru fyrstu spilararnir á svæðið. Jón Freyr dró bróður sinn Sigga Hall með sér en þeir komu í gær. Jón tók einmitt bróðir sinn útúr mótinu í skemmtilegum potti. Ísak lagði af stað frá Króknum í morgun með kærustu sína með sér. Garðar Geir er næsti maður á svæðið með konuna sína, ekki langur akstur úr Hafnarfirðinum hjá uppalda Garðbæingnum. Gjafari dagsins er svo tvíburara mamman Rannveig.

12:58 Lokaborðið að fara hefjast, spilarar komnir við borðið

Allir mættir nema Siggi Dan sýnist mér. Flestir með andlegan stuðning með sér.

13:00 Lokaborðið hafið

Siggi Dan náði að mæta fyrir fyrstu hönd. Guðmundur Helgi hækkar á hnappnum í fyrstu hönd. Jón Freyr foldar en Siggi Dan kallaði í stóra. Báðir spilarar tékkuðu flopp sem las 897 7 á turn með þrem laufum. Gummi bettaði og Siggi kallaði. 4 í spaða á riverog Siggi Dan bettaði 8k út, Guðmundur Helgi foldar. Siggi Dan tekur fyrsta pott lokaborðsins.

13:02  Allin og kall. Jón Freyr tvöfaldar sig. 

Allir folduðu að Jón Frey sem hækkaði á hnappnum. Siggi Dan foldar litla og Ingvar kallar ís tóra.  6 Q 10 flopp með tvö rainbow. Ingvar donkbettaði 14.500 og Jón Freyr kallaði. 8 í spaða á turn. Ingvar setti 28,5k á turn og Jón Freyr fer allur inn. Ingvar kallar. Ingvar með 89 í hjarta fyrir par og double belly gutshot á meðan Jón var í góðum málum með QQ fyrir sett. River kom 9 og Jón Freyr byrjar vel og tvöfaldar sig.

13;17 Myndavél kominn í gang

að er komin útsending í gang á facebook live, engin lýsing samt, ein Camera bara vonum að það virki. Glampar smá á skallan á Einari en það veðrur að hafa það.

13:20 Jón Freyr kominn í gang. 

Guðmundur Helgi hækkar í 8k, Jón Freyr kallar. QJ7 rainbow borð. Gummi betta 10,5k og Jón kallar. Turn kemur Js sem gefur möguleika á flushdraw. Gummi tékkar og Jón Freyr setur í 16k sem er nóg til að taka pottinn niður. Á sama tíma var flautað til leiks í leik United gegn Tottenham sem United vann 1-0.

13:25 Virknis update. 

Jón Freyr búinn að vera aktívasti spilarinn hingað til, Haddi er líka búinn að taka nokkra potta. Chipleaderinn Ísak búinn að sitja þægur og tekur þátt í fáum pottum. Einar Eiríks sem er lægstur er ennþá ekki búinn að spila hönd. Gæti orðið hættulegt dottinn á rauða svæðið með undir 20 bbs

13:31 Allar dömurnar lenda í höndum tveggja aðila. Split. 

Einar Már hækkar í 7500, foldað að Hadda sem setur í 20k. Málarinn búinn að vera ansi málglaður og segist sýna ef Einar foldar en Einar endar á því að kalla. Borðið rennur 6 6 7. Málarinn setur í 35k. Einar spyr  hversu mikið hann á. Haddi svarar því og Einar segist vera allinn. Haddi snappkallar og segir ég er með drottningar, já ég líka segir Einar. Báðir með QQ og því split.

13:34 Drottningarnar duglegar að láta sjá sig

Kom að river sem las 6686J og Jón Freyr hafði veðjað 25k á river. Siggi Dan kallaði og muckaði þegar Jón Freyr sýndi dömurnar. Á meðan var Haddi eitthvað að fokkast í fréttaritara eftir skemmtiatriði seinustu helgar.

13:36 Lítið að ganga upp hjá Sigga Dan. 

Siggi Dan hækkaði í 7k, Ingvar setti uppí 18 k á hnappnum. Siggi Dan kallar. Borðið rennur, 7 10 3 tvö lauf. Siggi tékkar, Ingvar setur í 26,5k. Siggi foldar. Gengur lítið upp hjá Sigga það sem af er.

Næstu hönd á eftir hækkar Siggi aftr í 7 k og Ingvar kallar aftur. Floppið er QJJ. Siggi setur í 8,5k. Ingvar kallar strax. Turnið rennur 3 í laufi sem breytir í raun engu. Siggi tékkar og Ingvar setur í 13,5k og Siggi foldar. Eins og áður sagði gengur ekkert upp hjá Sigga.

13:45 Menn að leggja Sigga í einelti. 

Siggi Dan hækkaði í 7k foldað að Garra sem setur í 24k og Siggi kallar. Borðið kemur 8 5 5 tvö hjörtu.  Siggi tékkar og Garri setur 35k. Siggi tankar í góðan tíma áður en hann foldar.

13:55 Rólegt þessa stundina

Búið að vera rólegt seinustu stundina, pottar að vinnast preflop með single raise. Einar Eiríks vann einn pott áðan og tók niður blinda annars lítið að frétta. Ísak hefur verið þægur en unnið nokkra potta en enginn vildi leika við chipleaderinn.

14:13 En níðast menn Sigga Dan

Siggi var ekki búinn að hreyfa sig í lengri tíma áður en hann hækkar í 7k, í þetta sinn endurhækkaði Ísak hann. Siggi kallaði. C bet á floppi frá Ísaki var nóg. Farið að sjá verulega mikið á stakknum hjá Sigga. Ætli þetta sé vegna þess hann vann fyrsta pott dagsins. Menn stundum talað að það boði ógæfu.

14:18 9.sætið Einar Eiríksson. Einar út í klassísku hlutkesti.

Haddi hækkar í 7,5k Ísak kallar og Einar Eiríksson fer allur inn fyrir 39,5k. Haddi fer allur inn líka og Ísak foldar. Haddi með JJ gegn AK í klassísku hlutkesti. Einar náði ekki að tengjast borðinu sem las 64489 og er því fyrsti maður út. 8 spilarar eftir.

14:20 Blinkahækkun 2000/4000 ante 500

Ingvar hækkar og Einar Már endurhækkar í 19k. Ingvar kallar. Floppið 3 10 2 með tvö hjörtu. Einar Már setur út 20k og Ingvar kallar. Turn kemur 10 í laufi. Báðir spilarar tékka. River kemur tígul 5. Ingvar setur 35k á endastrætið og Einar kallar. Gott kall hjá þér segir Ingvar og sýnir 99, Einar sýnir JJ.

14:29 Létt update

Guðmundur Helgi og Siggi Dan vinna smá. Siggi Dan tók smá aftur þegar hann vann pott af Jóni Frey, Þá fann Gummi endurhækkunartakkann og tók smá af málglaða málaranum. Þá er Garri búinn að vera rólegur og taka einn og einn pott sem eru aðallega blindar og ante.

14:35 Ingvar flattar með hnetur

Pottur milli Ingvars og Gumma þar sem borðið las 888×8 og Gummi bettaði og Ingvar flattaði með AJ fyrir hnetur. Hann fær eina hönd í víti fyrir að kalla bara með hnetur.

14:45 Siggi endurhækkar þrjár í röð

Siggi Dan er aðeins búinn að jafna sig eftir erfiða byrjun, hann endurhækkaði tvær hendur í röð, fyrst gegn Jóni Frey svo gegn Guðmundi Helga og fékk respect í bæði skiptin. Ekkert action. Lítið action í gangi, þarf líklega 1-2 að fara detta út til þess að það komi alvöru action í þetta.

Siggi ekkert hættur og endurhækkar þriðju höndina í röð. Guðmundur Helgi hækkaði og Siggi lét í 17,5k í þetta skiptið og fékk kall frá Gumma sem hafði hækkað. Borð AK7 með 2 spöðum. Siggi setur í 14,5k og tók niður pottinn.

14:50 Gummi tekur dauðan pott.

Siggi hækkar svo fjórðu höndina í röð og fær nú tvö köll, frá blindunum Hadda og Gumma, það er tékkað niður á river sem les 5 8 4 7 Q. Gummi bettaði 15k á river og tekur niður pottinn, Haddi sagðist átt að endurhækka pre og foldaði AK.

14:58 Einar reynir að bluffa Ísak. Tekst ekki

Einar hækkaði fyrir flopp og Ísak kallaði. Borðið kom 583, Einar tékkar og Ísak setti út 12k. Einar kallaði, Turn kom 2 og aftur tékk kallar Einar veðmál Ísaks uppá 12k. River kom 7 og Einar tékkar. Ísak setur út 15k en Einar endurhækkar 27k betur og Ísak kallar með 77 sem var gott. Einar sagðist hafa verið með A high.

15:03 Er Jón Freyr að tilta???

Jón Freyr hafði tapað um 60k af stakknum sínum með bluff á móti Guðmundi Helga sem hafði kallað ansi light frá honum, reynir að veiða af Garra í næstu hönd sem kom með stórt river bet sem Jón Freyr foldaði. Farið að sjá verulega á stakknum hjá Jóni sem er dottinn niður í ca 100k ish.

15:09 Haddi fer allur inn, fær ekki kall

Einar Már hafði hækkað í 10k og Haddi málari fór allur inn fyrir 91k. Einar tankaði en foldaði, sagðist samt hafa verið með góða hönd.

 

15:14 Jón Freyr tekur smá pott. 

Einar Már hækkaði í 10k, Guðmundur Helgi kallaði, Jón Freyr í litla blind endurhækkaði í 27k Einar foldaði en Guðmundur Helgi kallaði. Borðið kemur 9 4 3. Báðir spilarar tékka 2 á turn, tékk tékk, river 9. Báðir tékka. Jón Freyr sýnir AQ sem er gott.

Sömu tveir fara í smá keppni í höndinni á eftir og aftur hefur Jón Freyr betur þar. Jón Freyr búinn að vera vel aktífur á seinustu mínútum. MEðan Ingvar, Garri og Haddi hafa verið frekar á bremsunni.

15:19 Payout structure

  1. 1.427.000
  2. 913.000
  3. 641.000
  4. 468.000
  5. 313.000
  6. 253.000
  7. 196.000
  8. 173.000
  9. Einar Eiríksson 154.000

15:23 Siggi Dan heldur áfram að endurhækka menn

Siggi Dan búinn að endurhækka 2 hendur í röð, fyrst gegn Guðmundi Helga sem setti í 10k og Siggi endurhækkaði í 32k svo var það

Jón Freyr sem hækkar í 12k, Siggi Dan endurhækkar í 35,5k  í hvorug skiptið fékk hann kall.

15;30 Smá break. Blindahækkun 2500/5000 ante 500

Garðar Geir 253k

Haddi 91k

ÍSak 704k

Guðmundur Helgi 176k

Jón freyr 241k

Siggi Dan 231,5k

Einar Már 289k

Ingvar 347,5k

 

avg stakk er 292k

15:48 Leikar hefjast að nýju eftir stutt break

Spilarar eru komnir aftur við borðið. Í seinustu hönd fyrir break hafði Jón Freyr fengið Quads á turn. Hann hafði kallað endurhækkun frá Ísaki, floppað setti og turnað Quads en fékk ekkert value frá ísaki sem checkaði flopp og check foldaði turn.

15:50 Málarinn allur inn en ekkert kall

Ingvar hafði hækkað en foldaði mjög snögglega þegar málarinn málglaði fór allur inn fyrir 91k sín.

15:53 Garðabær tekur frá Dalvík. 

Garri hækkar 12,5k, Jón kallar. A 2 8. Garri bettar 16k Jón kallar. Turn kemur K. Báðir spilarar tékka. River kemur annar K. Garri bettar 40k, Jón spyr hvað hann eigi mikið eftir, Garri segir ekkert. Jón djúpt í tankinum og endar á að folda. Garri scoopar ágætis pott til sín.

15:57 Einar húsar sig gegn Ísaki

Einar hækkar í 11k og Ísak endurhækkar í 22k. Einar kallar það. Flopp kemurK J 9 Báðir spilarar tékka. Q í spaða á turn. Tvö lauf og tveir spaðar í borði. Ísak setur 35k út. Einar kallar. River K í hjarta sem parar borðið en ekkert flush í boði. Einar tékkar, Ísak gefur sér smá tíma áður en hann Setur út lítið 20k bett. Mjög grunsamlegt. Einar setur í 65k og Ísak kallar. Einar sýnir KJ fyrir fullt hús og fær vel borgað frá Ísaki sem muckaði.

16:00 Hliðarmót að fara hefjast.  7 plús 3k bounty

16:06 Fyrsti 4 way potturinn, samt mjög óáhugaverður

Guðmundur Helgi hækkar í 12,5k. Einar, Garri og Haddi spila með. 6,2,5 flopp, allir tékka 10 kemur á turn. Allir checka að Einari sem setur 16k. Garri og Haddi folda snöggt en Gummi hugsar sig smá um og folda. Fyrsti 4 way potturinn. Einar búinn að vera á smá siglingu.

Action á river milli Jóns og Ingvars endar í choppi.

Kem að borði sem les 7 9 9 7 A  Jón hafði sett 54k á river, Ingvar endurhækkaði í 130k, Jón Freyr fór allur inn og Ingvar kallaði. Jón Freyr með 59 gegn Q9 hjá Ingvari og því chop pot.

Ég verð að viðurkenna að ég hef séð áhugaverðari lokaborð, alltof oft að enda í chop. Jón Freyr og Ingvar samt að mixa upp.

16:15 Suga á móti endursugu þegar Haddi tvöfaldar

Ingvar hafði hækkað í 12,5k fyrir flopp. Garri endurhækkaði í 40k. Haddi málari fór strax allur inn. Ingvar spurði Garra hversu miklu hann æti eftir og endaði á að folda. Garri kallaði með QQ gegn KK hjá Hadda.

J Q 5 flopp. Turnið kom 10, river A fyrir röð hjá Hadda sem tvöfaldar sig. Garri dottinn í um 120k.

 

16:35 Garri tekur smá til baka

Ísak hafði hækkað fyrir flopp, Garri og Guðmundur Helgi kölluðu. Floppið kom 9 10 í spaða 3 tígli. Tékkað að Garra sem setti 24k og hinir spilararnir folduðu. Garri átti um 115k fyrir þá hönd þannig að hverjir chipsar skipta um 30k í viðbót fyrir Garra.

16:49 Ísak setur pressu á Garra.

Ísak hækkaði fyrir flopp í cutoff, Garri endurhækkaði í 32k. Ísak spyr hvað hann eigi mikið, Garri segist eiga um 140k. Ísak segist bara vera allur inni. Garri tankar í góðann tíma og segir ég hata að kalla með þessa hönd og endar á að folda. Stuttu áður hafði Garri tekið smá af Ísak í sb bb action.

16:53 Siggi Dan sýnir styrk

Kem að borði sem las 8 2 J 7. Siggi Dan hafði hækkað pre og Ísak kallað. Siggi bettað flop og Ísak kallað. Turnið 7 hægði á Sigga sem tékk kallaði 25k bett frá Ísaki. River kom 3 og Siggi donkbettaði 35k sem var nóg til að fá ísak til að folda.

Næstu hönd á eftir eru það Jón Freyr og Siggi Dan að battla, kom að borði sem les 7 4 2 6 10 enginn litur í borði. Báðir tékkuðu, Siggi sýndi 10 7 fyrir riveruð tvö pör. Jón var ekki sáttur með riverið en fínn pottur fyrir Sigga sem er kominn með flottan stafla.

Höndina eftir hana endurhækkar Siggi Dan úr bb hnappahækkun Guðmunds Helga sem er búinn að vera ansi rólegur og virðist lítið ganga hj´honum í dag. Er einn af lægstu stökkunum.

Þess má geta þess að það er late reg í hliðarmótinu til 18:50

17:00 Blindahækkun 3000/6000 ante 1000

Gerðist fyrir ca 10 mínútum, tók ekki eftir því.

17:04 8.sæti Garðar Geir Hauksson. Barry Greenstein á endastræti endaði ævintýri Garra

Siggi Dan hafði hækkað fyrir floppið. Ísak á hnappnum endurhækkaði í 26k og Garri fór allur inn úr litla blind fyrir 117k. Ísak hugsar sig um og segist svo verða að kalla. Garri var með KJ í spaða gegn A10 í laufi hjá Ísaki. Floppið heldur betur gott fyrir Garra.  KQ7   Drottningin og 7 í spaða fyrir flushdraw hjá Garra. Turnið blank og river hjarta ás sem endaði mótið hjá Garðari.

17:13 Siggi litar sig á endastræti

Einar hafði hækkað fyrir flopp og Siggi Dan og Ingvar kallað í blindunum. 3 4 9 með tveim spöðum. Einar setti út 18k og báðir spilarar kallað. 10 í hjarta á turn og Einar veðjar 35k. Siggi Dan kallar en Ingvar foldar. Q í spaða á river sem gefur möguleika á lit. Einar chekar og Siggi Dan setur út 58k. Einar googlar höndina sína, grípur í nefið á sér og telur stakkinn sinn og kallar Siggi sýnir K10 í spaða og Einar muckar. Góður pottur fyrir Kópavogsbúann.

17:20 Ingvar mjólkar Einar

Ingvar hækkar í 14k og Einar kallar. 6c 4c Qh  27k hjá Ingvari og kall frá Einari. Turn Ad. Ingvar setur aftur 27k og aftur kallar Einar. 6s á river. Ingvar setur aftur 27k. Einar kallar, Ingvar sýnir AJ og tekur niður góðan pott. Fín mjólkun hjá Ingvari sem hefði einungis átt um 50k hefði hann tapað þessum potti. Einar á ca 150k eftir. avg er núna 335k.

17:24 “Ég kalla bara” Guðmundur Helgi tvöfaldar

Ísak hækkar í 15k og Guðmundur Helgi fer allur inn fyrir 100k slétt. Ísak spyr hvað þetta er mikið. 100 ish segir Gummi. Rannveig taldi og það er 100k slétt. Ég kalla bara segir Ísak. Ísak  með AJ gegn AQ hjá Gumma. “Þetta er ekki alveg jafn gott og áðan” segir Ísak. Lítill sviti á floppi þar sem Q lætur sjá sig. Turn gaf Gumma smá straum í liminn þegar 10 lét sjá sig en enginn K á river fyrir Ísak í þetta skiptið.

17:28 Einar tekur smá til baka af Ingvari. 

Kem að borðinu A 2 9 þrjú hjörtu. Ingvar setur út 23k og Einar kallar. Báðir cécka spaða áttu á turn en Einar bettar 35k á tígul ás á river. Tekur smá til baka frá Ingvari.

17;36 Siggi Dan mjög aggressífur

Siggi hækkar á hnapnum. Ingvar endurhækkar í litla blind. Siggi Dan setur Ingvar allan inn en er ekki tilbúinn að þiggja það tilboð og Siggi heldur áfram að raka til sín pottum. Er ekki frá því að Siggi sé orðinn chipleader. Þarf að fara fá chipcount bráðum.

Næst hækkar Siggi í co og Einar endurhækkar á hnappnum. Siggi biður um talningu hjá Einari sem á um 200 betur en þessi 37k sem hann endurhækkaði í. Siggi gefur Einari respect. Í þetta skiptið allavega.

17:43 Ísak tekur góðan pott gegn Sigga

Siggi hafði hækkað og Ísak kallað. Borðið las K 9 4. Báðir spilarar tékkuðu. Turn kom annar K. Siggi bettaði út í þetta sinn 12k og Ísak kallaði. River kom 7 og Siggi Dan bettaði 22k í þetta skiptið. Ísak hækkaði það uppí 50k og muldraði við sjálfan sig hvort 9 sé nóg og endaði með að kalla. Ísak sýndi KQ sem var bullandi gott.

í næstu hönd á eftir nær Ísak að mjólka smá útúr Guðmundi Helga þegar hann hitti röð á river og kom með lítið sætt value bet sem var tilboð sem Gummi gat ekki hafnað en kostaði hann smá pening.

17:47 Blindahækkun 4000 / 8000 ante 1000. Chip count

Ísak Finnbogason 845k

Einar Már Þórólfsson  240k

Guðmundur Helgi Ragnarsson 130k

Ingvar 256k

Jón Freyr Hall 120k

Siggi Dan 500k

Hafsteinn Ingimundarson 216k

17:57  Ræðst enginn á stóra blindinn hans Ísaks.

Ingvar hækkar 18k á hnappnum, Ísak endurhækkar í 42k. Ísak búinn að vera mjög duglegur að endurhækka þegar hann er í stóra blinda. Ég man allavega ekki eftir einu foldi úr stóra þegar hann hefur verið hækkaður þar.

18:07 Einar tekur smá pott.

Siggi hækkar í 18,5k, Einar kallar á hnappnum og Haddi gerir það sama í stóra blinda. Floppið kemur K 8 9 í regnboga. Allir tékka. Turnið kemur með laufa 8 sem gefur laufa flushdraw. Haddi og Siggi tékka en Einar setur út 20k. Haddi og Siggi folda og Einar tekur smá pott.

Þá er augljóst að Danni the mouth er mættur í hliðarmótið, heyrist í honum langar leiðir úr næsta herbergi.

18:10 Ingvar þorir ekki í allin frá Gumma. 

Ingvar hækkar undir byssu í 22k, Guðmundur Helgi fer allur inn fyrir 93k. og foldað að Ingvari sem hugsar sig um í góðan tíma, googlar höndina sína og foldar svo. Haddi segist hafa foldað AQ en ekki viljað kalla eða raisa svona hátt raise.

18;15 Blindar og ante farnir að bíta.

Gummi og Jón Freyr sérstaklega farnir að finna fyrir því. báðir eru í kringum 100k eða rétt undir. þá er Haddi með um 170k. Bæði Haddi og Gummi eru búnir að fara allin og taka blinda og ante með stuttu millibili. Hver hringur er hinsvegar dýr enda kostar hver hringur 19k

18:20 Dalvík er allinn en ekkert kall

Jón Freyr fór allur inn 80k en enginn vildi leika. Hann bætir um 20k við staflann sinn.

Stuttu seinna fer Haddi, Gummi og Jón Freyr allir inn en fá engin köll. Jón Freyr tvær hendur í röð. Allar hendur að vinnast preflop og tekur ca 1 mín hver ef það nær því.

18:31 Siggi Dan reynir að búa til fleiri lowstacka

Siggi hafði hækkað fyrir flopp og Einar kallað. Báðir tékkuðu flop sem leit út .

A K 3 2 Siggi Dan veðjaði 23k, kall hjá Einari. River J. Siggi bettar út 28k og Einar gefst þar upp.  Siggi vel aktífur og er að taka dauðan pening ítrekað.

Hann hækkar einnig næstu hönd undir byssu. Jón Freyr er hinsvegar ekki að láta koma svona fram við sig og fer allur inn. Siggi Dan fer að telja spilapeningana sína en endar á því að folda.

18:38 Siggi hækkaði ekki á hnappnum.

Það eru tíðindi hér, Siggi Dan hækkaði ekki þegar var foldað að honum á hnappnum, Ingvar í litla blind var örugglega svo sjokkeraður yfir þessu að hann foldaði líka litla blinda og Einar fékk walk. Hvað er í gangi hérna.

18:42 Er Ísak orðinn þreyttur á shortstökkunum?

Shorstakkarnir þrír eru allir á vinstri hönd Ísaks og voru nokkrum sinnum búnir að fara allir inn eftir hækkanir frá honum. Nú er hann farinn að koma með nýja nálgun á hnappnum og co og farinn að raisa 250k preflopp. Sem sagt setja þá allinn og setja alla ákvörðun yfir á þá. Ég verð að segja að ég er að fíla þetta.

18:45 “Ég var með verri hönd” No shit Sherlock.

Á sama tíma er Einar ekki að gera það sama, raisti í 17k og Haddi fór allur inn yfir þessa hækkun. Einar foldaði. Haddi sýndi AA. Einar sagði “ég var með verri hönd” Hann sagði svo stuttu seinna að hann hefði verið með 66

18:47 Ingvar lætur ekki vaða yfir sig

Siggi hækkar fyrir flopp og Ingvar kallar. Floppið kemur J 4 2 með tveim tíglum. Siggi setur út 31k og Ingvar setur 50k betur. Siggi foldar og fínn pottur til Ingvars.

18:51 Einar fer allur á floppi. 

Siggi hækkar og Einar endurhækkar úr stóra blind í 50k. Siggi kallar. Borðið kemur 9 10 K rainbow. Einar fer allur inn fyrir 151,5k. Siggi foldar.

 

18:55  Dinner break. Það verður 45 mínútur. Blindar 5000/10.000 ante 1000

Haddi 169k

Guðmundur Helgi 125k

Ingvar 272

Jón Freyr 111,5k

Ísak 855k

Siggi Dan 520k ish

Einar 260k ish

 

19:45 Leikar hefjast að nýju

Menn búnir að fá sér í svanginn og þá er hægt að hefja leika að nýju og nýjustu tölur úr Reykjavík suður er að það eru ennþá 7 spilarar eftir og Ísak leiðir hópinn með 855k stafla.

19:48 Málarinn en einu sinni allur inni. Gummi fer líka allur stuttu seinna. 

Siggi Dan hækkar í 23k og allir folda að Hadda sem fer allinn fyrir samtals 163k, erfið ákvörðun fyrir Sigga sem ákveður svo að folda.

Höndina eftir hækkar Ísak í 20k á hnappnum. Gummi kallar í bb. J 2 8 tvö hjörtu. Ísak setur í 15k og Gummi kallar. Turn er 3c og Ísak veðjar 25k. Gummi tankar og fer allur inn. 75k betur og Ísak foldar frekar fljótlega.

Litlu stakkarnir að bæta við sig.

19:53 Siggi tekur fínan pott. 

Siggi hækkar í 23k, Ingvar endurhækkar í 58k.  Siggi kallar. Floppið kemur Ac Kc 2c. Siggi tékkar og Ingvar setur út 30k. Siggi kallar. Turn kemur 6h. Aftur tékkar Siggi, Ingvar fylgir. River Jh. Báðir spilarar tékka. AQ hjá Sigga sem er gott. Menn vildu greinilega ekki taka of mikla áhættu. Ingvar segist hafa verið með 1010 með 10c

19:56 Jón Freyr tvöfaldar í gegnum Guðmund Helga.

Gummi hækkar í 22k og Jón Freyr fer allur inn fyrir 72k. 50 betur fyrir Gumma sem kallar. 99 hjá Gumma gegn KK hjá Jóni.  3 4 7 Q  Q og Jón Freyr tvöfaldar sig. Skil þetta ekki níur eru vanalega nuts.

20:00 Vil ekki að menn séu að kalla eins og gömul ryksuga. Haddi tvöfaldar í gegnum Ingvar.

Haddi hafði raisað í 32k. Ingvar var að tanka þegar Haddi segir: “Annað hvort ferðu allin eða foldar, þú ert ekkert að fara kalla eins og Bjáni.” Ingvar telur stakkinn sinn og kallar og segist kalla eins og Bjáni. Floppið kemur Ks 7h 5h. Floppið er varla komið þegar Haddi fer allur inn 155k. Ingvar er djúpt hugsi. Hallar sér aftur í sætið og setur hendurnar aftan á hnakka. “Ertu með mig Haddi” Ertu með kónginn?” Ég vona það segir Haddi. “Fíla ekki það þegar menn eru að kalla eins og einhver gömul ryksuga” Kall segir Ingvar. AA hjá Hadda en KcQc turn 2h 8h.

20:02 7.sæti Ingvar Óskar Sveinsson 0,6 bb allin er frekar auðvelt kall. Fékk samt bara kall frá BB

Ingvar fer allur inn fyrir síðust 6k sín. Með Q8. Enginn kallar Gummi er í bb með A3 sem heldur og Ingvar er dottinn út. Slæm ákvörðun með KQ áðan gerði þetta að verkum, hann átti 1 bb eftir að hafa tapað þessu.

20:11 Einar tekur af Sigga Dan. 

Siggi hækkar í 22k, Einar kallar í co og Gummi kallar í stóra. Floppið kemur Kd Kh 5h. Sigg veðjar 31k. Einar kallar. Guðmundur Helgi er djúpt hugsi en foldar. Turn kemur 4h. siggi tékkar. Einar setur út 40k. Siggi endar á að folda.

20:13 Ísak litar málarann

Siggi hækkar undir byssu í 22k, Guðmundur Helgi í litla blind kallar, Jón Freyr foldar í stóra. Borðið kemur 10s Ah 2c. Siggi setur út 33k sem er nóg til að taka pottinn niður.

Ísak hækkar í 20k undir byssu, Haddi í næsta sæti endurhækkar í 60k. Ísak er tilbúinn að leika og kallar. Borðið kemur 7s7d3d báðir tékka. Turn Ks ÍSak tékkar og Haddi setur í 55k. Ísak snapp kallar. River 5s báðir tékka. Haddi með AK gegn AQ í spaða hjá Ísaki sem hitti litinn á river. Smá deilumál um hvort Ísak hafi verið að mucka en spilin snéru allavega rétt þannig að það stendur.

20:18 Ísak sópar fleiri og fleiri chipsum til sín

Ísak virðist vera grinda chipsana alla til sín, það virðist sífellt vera minnka hinir stakkarnir og Ísak að stækka. 6 eftir og avg er 390k það eru 2 spilarar yfir þeirri upphæð. Ísak og Siggi. Ísak örugglega kominn með um milljón og Siggi með svona 500k. Aðrir miklu minna.

Í einum pottinnum hækkar Ísak uppí 20k og foldað að Jóni Frey í bb sem spyr “Hvað áttu mikið eftir?” Jón Freyr með verulega lítinn stakk.

20:22 6.sæti Jón Freyr Hall. Enginn íslandsmeistaratitill til Dalvíkur. 

Haddi hækkaði í 25k, Jón Freyr fer allur inn fyrir 83k total. Haddi kallar. 99 hjá Jóni gegn K10 hjá Hadda. Floppið kemur K 10 x tvö lauf, turn lauf fyrir þrjú lauf í borði river blank og Dalvíkingurinn endar sína veru á þessu íslandsmóti.

20:26 Ekkert fæst frítt í Hnífsdal. 

Einar haltrar í litla og Ísak setur 20k betur. Einar kallar. Borðið kemur Jc 3d 7c. Ísak setur óvart bara 10k.  stringbettaði. Einar kallar það. 7h á turn. Báðir tékka. Ah á river og Ísak veðjar 50k. Það er of mikið fyrir Einar.

20:33 Allin og kall. Gummi tvöfaldar

Foldað að Hadda í Sb sem hækkar uppí 25k. Gummi fer allur fyrir 75k og Haddi kallar. A5 hjá Hadda gegn 55 hjá Gumma og það heldur. Tvöföldun hjá Gumma.

20:37 Hús vs hús = split

Haddi raisar og Ísak kallar.  Borðið kemur 9s 4c 10s Haddi setur 35k og ÍSak kallar. Turn kemur 4s. Báðir tékka.  4h á river og haddi bettar 35k á river og Ísak kallar. Báðir spilarar með A10 og choppa.

Höndina eftir raisar Ísak í 20k úr sb og Haddi kallar í bb. As 8h 7h. Ísak betta og tekur niður pottinn.

20:40 Ish chip count. Blindahækkun 6000/12.000 ante 2000

Einar 411k. Gummi 132k. Haddi 281k. Siggi Dan 533k, Ísak 988k

avg 468k

20:55 Gummi að shippa sig í fleiri chipsa

Hann er búinn að fara allur inn 2 hendur í röð, það munar um þessa blinda 27k fyrir hvora hönd 54k fyrir tvær hendur er góð bæting á 120k stakk.

21:02 Ísak hleypur í röð

Guðmundur helgi hækkar í 25k. Einar og Ísak kalla báðir í blindunum. Flopp kemur Ad 8s 4h allir tékka 10h turn og allir tékka 7s á river. Einar setur út 35k. Ísak hækkar uppí 75k. Gummi foldar og Einar kallar. 69 fyrir röð hjá Ísaki. Einar muckar. Sagðist hafa hitt sett á river.

21:07 5.sætið Guðmundur Helgi Ragnarsson. Dömurnar sviku Gumma. 

ÍSak hækkar í 25k, Haddi foldar sb og Guðmundur Helgi fer allur inn fyrir 93k. Ísak kallar. Gummi snýr við QQ, ÍSak segist ekkert vera í góðum málum með A7 í laufi. Flopp A í glugganum, A í kjöfarið og 8. Turn 8 til að drepa höndina. Gummi út í 5.sætið.

Hlutirnir að gerast frekar hratt núna. Erfitt að reyna skrifa allt, Mætti halda að dílerinn fái borgað fyrir hverja hönd sem hún gefur. Fínt að hraða þessu aðeins upp eftir aðeins 2 út á fyrstu 7 tímunum.

21:14 Húsavík fær meiri lit en Hnífsdalur

Einar hækkar á hnappnum í 25k. Ísak kallar í litla. 3d 7d Qd. Einar setur út 30k. Ísak hækkar í 100k. Húsvíkingurinn gefur sér góðan tíma í að hugsa málið og fer allur inn og fær kall. 10d 6d hjá Ísaki gegn Qs Jd hjá Einari. FLush hjá Ísaki, topp par og hærra flushdraw hjá Einari. Turn kom Ah river 2d fyrir hærri lit hjá Einari rosaleg tvöföldun.

Ísak hækkar í 25k og Siggi Dan kallar í litla blind. Js 9c 8d 3c eftir að báðir tékkuðu flopp. River 4c Báðir tékka. Siggi með Kc Jc fyrir lit. Liturinn að fara ansi illa með Ísak núna.

21:25 Siggi kroppar meira í staflann hjá Ísak. 

Ísak hækkar undir byssu og Siggi Dan kallar í litla blind. 10cKcJh. Báðir tékka. Jd báðir tékka. 4d Siggi veðjar 31k. Ísak foldar.  Siggi búinn að vinna 6 hendur í röð. Ætli það sé komið smá stress í Ísak.

21:26 Siggi með 10 hendur í röð,

Einar hækkar í 25k, Ísak kallar á hnappnum. Borðið rennur 2h 7d Jd. Einar bettar og ÍSak foldar, fyrir þessa hönd var Siggi búinn að vinna 10 hendur í röð. Eigum við að ræða það eitthvað? Einar tekur svo tvær í röð.

21;29 Áttu áttu?

Ísak hækkar úr litla í 25k. Haddi málari kallar í stóra. Borðið kemur 7s 10c Jc báðir tékka. 9h á turn. Ísak setur í 25k. Málarinn spyr “áttu áttu” og sýnir 9 og foldar.

21;34 4.sætið Hafsteinn Ingimundarson. Þrengslin fóru illa með málarann að lokum. 

Einar hækkar á hnappnum í 25k og Haddi kallar í stóra. 10d 8c 6s kemur á floppi og Einar setur í 35k. Haddi fer allur inn. 124k Total. Einar kallar. K10 hjá Einar gegn K6 hjá Hadda. 5c 9s á turn og river og málarinn er allur.

3 spilarar eftir Sigurður Dan Heimisson Kópavogsbúi, Einar Már Þórólfsson Húsvíkingur og Ísak Finnbogason búsettur á Sauðárkróki en frá Hnífsdal.

21:38. ÍSak tekur smá af Einari, allir með fína stakka.

Allir spilarar haltra inn. 7h Kd 10c. Ísak setur út 20k. Einar kallar. Turn 10s. Báðir tékka, River 8d. Ísak setur í 60k. Einar foldar. Allir þrír með healthy stakka. Gæti tekið sinn tíma að fá endalokin þegar einungis 3 eru eftir allir með fínan stakk.

21:41 Ísak fær Sigga til að bluffa

Ísak hækkar í 25k úr litla, Siggi kallar í stóra. 2c 5c7d. báðir tékka 9s á turn ísak hendir út 50k. Siggi kallar. River kemur Kd. Ísak tékkar, Siggi hleður í stórt bett. 87k. Snapp kall frá Ísaki. Þú átt það segir Siggi. KQ hjá Ísaki.

Ísak hækkar í 25k á hnappnum. Einar kallar í stóra blind. Borðið kemur 2h 5s 8c. Báðir tékka. Turn Qc. Ísak setur út 25k. Einar kallar. River 5d. Einar tékkar, Ísak hendir í 75k Einar kallar. Einar með QJ, Ísak ekki neitt. Vel bluff cathcað hjá Einari.

Einar hækkar í 25k á hnappnum, Ísak setur í 75k úr litla. Einar kallar. Js 5s Ks. Ísak setur í 130k. Einar foldar.

21:45 Stutt break. Blindar 8000/16.000 ante 2000

Sigurður Dan Heimisson 463k

Einar Már Þórólfsson 810k

Ísak Finnbogason 1.067 k

Avg 780k.

22:03 Leikar hefjast að nýju. 

Ekki hægt að afskrifa neinn á þessari stundu.

22:07 Hversu góður varst þú? Ég lagði pari. “Hversu lélegur varst þú”

Siggi hækkar í 35k á hnappnum, Einar undirbýr byssuna og hendir þessu í 85k. Ísak vill ekki leika sér, Siggi dregur fram fallbyssuna og fer allur inn. 451k allt í allt. Einar fer djúpt inní hugsanir sýnar, mér sýnist hann fara með bænir líka. En að lokum leggur hann niður höndinni. Einar spyr hversu góður hann hafi verið og fær svarið, Hversu lélegur varst þú. Góður pottur fyrir “shortstakkinn” Sigga.

Stærsti pottur kvöldsins. Siggi Dan kominn með stærsta stakkinn. 

Einar hækkar úr stóra í 39k. Siggi kallar úr litla. 3c 4s Ah. Einar hendir í 40k. Siggi leitar að endurhækkunartakkanum og smellir þessu í 95k. Einar fer einungis í tankinn núna ekki bænahugleiðingar og kallar. Turnið kemur Qh. Siggi  fer í tankinn í góðan tíma og hendir svo út 112k. Ísak fylgist spenntur með höndinni á meðan Einar tankar. Hann er byrjaður að naga neglurnar og hendir ´svo í kall. Endastrætið Qs. Siggi þefar af lófanum á sér og telur stakkinn sinn. Einar andar mjög djúpt. Siggi spyr hvað hann eigi mikið eftir. Meira en ég. Júbb segir einar. Rosa pottur í gangi hérna. Siggi hendir í 115k. Einar bítur í vörina á sér, er með krosslagðar hendur, andar mjög ört telur svo stakkinn sinn. Crucial pottur á þessu stigi. Klárlega stærsti pottur kvöldsins. Hann tekur til calling ships. og kallar. 33 hjá Sigga fyrir fullt hús. Einar orðinn frekar short eftir þetta. Einar sagðist hafa verið með AK.

Næstu hönd á eftir fer Einar allinn fyrir um 300k. Fær engan leikfélaga.

22:20 Næstu hendur

Siggi hækkar í 32k. Einar foldar, Ísak ver blindan sinn. 5d 9c 5h Báðir tékka. 10d turn. Ísak setur 60k. Siggi foldar.

Ísak haltrar inní litla. Siggi hækkar uppí 32k og Ísak foldar.

Einar fær walk í bb. Sýnir AK

Siggi hækkar á hnappnum í 32k. Einar foldar, Ísak foldar. Siggi sýndi spaða ás

Ísak hækkar úr litla blind í 32k. Siggi kallar úr stóra blind. Ad 8h 10s Ísak veðjar og Siggi foldar.

Ísak hækkar á hnappnum í 32k. Siggi foldar. Einar kallar. 10c Ac 4h. Ísak setur 50k. Einar foldar

Siggi hækkar á hnappnum í 32k. Einar foldar, Ísak hækkar uppí 80k. Siggi kallar. As 5d 4s. Báðir tékka. 5h. Ísak tékkar, Siggi Dan bettar 80k og tekur niður pottinn.

Einar foldar hnappnum. Ísak kallar úr litla. Siggi checkar. 10c Jd 4s. Ísak bettar 16k og tekur niður pottinn.

Ísak foldar hnappnum. Siggi kallar úr litla. Einar checkar. 3c 8h Ah báðir tékka 3s báðir tékka Ks. Báðir með veikan Kóng og choppa.

22:30 Bettaru alltaf út svona stórt þegar þú ert að bluffa?

Siggi hækkar á hnappnum í 32k. Einar foldar, Ísak kallar. 10s 7d Jh. Siggi setur 28k. ísak hækkarí 80k. Siggi kallar. 10h. Ísak Bombar út 165k.  Siggi er hissa og spyr hann hvort hann betti alltaf út svona stórt þegar hann er að bluffa. Ísak svarar engu. Siggi foldar að lokum.

“Varstu með þetta” spurði Siggi. Mér fannst það líklegt svarar Ísak.

Einar foldar á hnappnum. Ísak kallar og Siggi tékkar.  2s As 7h. Ísak setur 16 og tekur pottinn.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi foldar Einar fer allur inn. Ísak biður ekki einu sinni um talningu og foldar.

Siggi hækkar í 32k á hnappnum. Einar foldar en Ísak kallar. 9s 7c 7d. Siggi setur út 38k. Ísak kallar. Jh. Báðir tékka. 2d. Ísak setur út 80k. Siggi stundar fingraleikfimi á borðinu eins og grunnskólabarn að reikna áður en hann foldar.

Einar foldar á hnappnum og það gerir Ísak í litla líka. Göngutúr á Sigga.

Ísak hækkar á hnappnum í 32k. Siggi og Einar folda báðir.

22:39 A10 vs AJ og 10 í glugga. Ekki fallegt en reddaðist. Einar tvöfaldar. 

Siggi hækkar í 32k á hnappnum.  Einar telur stakkinn sinn,  og fer allur inn. Ísak foldar og Siggi biður um talningu. 271k samkvæmt nýjustu talningu. Siggi borar höndum sínum í hausinn og kallar. AJ hjá Einari gegn A10 hjá Sigga. 10 í glugganum J  7  7 5. Ekki fallegt að sjá þessa 10 í glugganum segir Einar sem tvöfaldar sig sanngjarnt upp.

Ísak hækkar í 33k úr litla og Siggi kallar í stóra. 2h Jc 8s. Báðir tékka. 3c  Ísak tékkar, Siggi setur 36k og tekur pottinn

Siggi haltrar inn. Einar bankar í borðið. Báðir tékka AA4 borð. Turn 5 18k frá Sigga sem Einar kallar. 9d river ekkert flush í boði. Siggi hendir út 42k. “Þú hefur ekki verið í bullinu hingað til” Einar að reyna sannfæra sig um að kalla ekki. “En ég ætla að vona að þú sért í bullinu núna. “Jájá eitt par er gott. sagði siggi. Gott kall hjá Einari.

Siggi haltrar á hnappnum. Ísak tékkar. 6c 10s 9d. Siggi setur 20k og tekur pottinn.

Ísak haltrar úr litla, Siggi checkar. Qd 9h Qh. Báðir tékka, 5d báðir tékka. 3s. Ísak setur 25k. Siggi foldar.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi foldar, Einar kallar. Jh 5d Qs. báðir tékka. Ks Einar tékkar, ÍSak setur 35k og tekur pottinn.

Siggi setur í 32k á hnappnum. Einar kallar í litla. Ísak kallar. Vúhú family pot. 3s Ad 5s. Allir tékka. 4s. Siggi setur 36k. Einar foldar, Ísak kallar. Qh. Ísak tékkar, Siggi setir 47k. Ísak foldar.

Einar hækkar í 35k á hnappnum. Ísak foldar litla, Siggi foldar líka.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi dregur endurhækkun og hækkar í 91k. Einar fer í símann og foldar, Ísak foldar.

22:51 Menn að berjast grimmt.

Einar haltrar úr litla. Ísak hækkarí 40k og Einar kallar. Kc 3h 9h. Ísak setur í 55k. Einar kallar. miðstrætið kemur með Kh. Báðir tékka. endastræti Kd. Einar blikkar augunm 17 sinnum að ég taldi og setur svo 60k og tekur niður pottinn.

Einar foldar hnappnum, Ísak haltrar úr litla, Siggi hækkar um 20k betur. ísak foldar.

22:56 Ísak riverar fernu gegn litnum hjá Einari. 

Ísak hækkar á hnappnum í 32k. Siggi kallar úr litla og Einar úr stóra. Fjölskylda aftur. Qh 10s 2s. Checkað að Ísaki sem hendir í 55k. Siggi foldar strax, Einar hugsar málið aðeins lengur og kallar svo. 9s á miðstræti. Báðir tékka. 10d á endastræti. Ísak setur 60k á river og sýnir 10 10 Quads. Einar kallaði ss með lit, K6 á spaða. Rosaleg hönd hefði getað orðið stærri.

Siggi hækkar á hnappnum , Einar foldar og Ísak kallar. Qh 6h 5d. Siggi bettar 40k. Ísak kallar. 9d.  Báðir tékka. 2c. Ísak veðjar 76k á river. Siggi foldar. Ísak sýnir Q.

Einar hækkar í 35k á hnappnum. Ísak foldar. Siggi foldar líka. Styttist í blindahækkun.

Ísak hækkar í 32k á hnappnum. Siggi kallar í litla, Einar foldar. 3d Ad 8s. Báðir tékka. Kc. Ísak setur 35k. Siggi foldar.

23;07 Ísak eykur forystuna. 10.000 /20.000 Ante 2000

Siggi Dan 583k

Einar Már 488 k

Ísak. 1,27 milljón

Siggi haltrar inn af hnappnum. Ísakk lætur 50k betur úr BB. Siggi kallar. 6h Kc 5h. Ísak setur 75k á floppi.  Siggi kallar. 2c Ísak tékkar. Siggi tékkar. 3d báðir tékka. Ísak með AQ gegn 85. 5 góð hjá Sigga.

Einar kallar á hnappnum, ísak í litla og Siggi chekcar. 5s Ks 4h. Siggi bettar út 28k. Einar foldar en Ísak kallar. 5d. Báðir tékka. 9s báðir tékka. 5 hjá Ísaki fyrir trips. Gat ekki fundið bluff frá Sigga.

Siggi haltrar úr litla. Einar hækkar 55k betur úr stóra. Siggi foldar.

23:17 Magnþrungin spenna í hönd milli Sigga og Ísaks. 

Siggi hækkar af hnappnum í 48k. Einar foldar, Ísak tilkynnir hækkun og hækkar uppí 120k. Það er í raun allin eða fold hjá Sigga, sé í raun ekkert annað, hann er allavega að hollywooda á meðan hann tankar til að undirbúa væntanlegt fold. Hann telur stakkinn sinn, ekta hollywood hjá honum. En hann kallar, jahérna. 2c Js 4d. Ísak dregur fram seðlaveskið og hendir 150k í pottinn. Það er allavega allinn eða folda núna, ekki nema Siggi sé monster sterkur og vilji mjólka meira. Aftur telur Siggi chipsana. Magnþrungin spenna hérna. Ísak er farinn að anda Örar og skelfur alveg, Siggi virkar sallarólegur og kallar. Hvað gerir Ísak núna. 6c. Hann snögg tékkar. Ég gjörsamlega sé æðarnar á Ísaki titra, hann andar mjög ört. Siggi setur út 150k. Ísak foldar strax. Þvílík hönd.

ÍSak tók næsta pott var of upptekinn að ýta á update til þess að geta skrifað hana niður.

Þessi pottur áðan var alveg högg á Ísak.. Siggi haltrar úr litla og Einar tékkar. Q 2 5 7 J þegar loksins gerist eitthvað að siggi tekur pottinn með betti. Eins óáhugaverður pottur og gat gerst.

Ísak fær göngutúr.

Einar foldar á hnappnum. Ísak haltrar úr litla. Siggi tékkar. 3d 9c 3c báðir tékka. 7s Ísak hendir í 20k Siggi foldar.

Ísak hækkar í 40k á hnappnum. Siggi kallar snögglega úr litla. Einar foldar. Kc 6c 8d. ÍSak setur aftur 40k. Siggi kallar. 9d. Báðir tékka. Qh. Báðir tékka.  Ísak með 8 10 gegn ás high hjá Sigga. Ísak orðinn smá smeykur við sigga held ég.

23:26 Ísak með 2 pör gegn 2 pörum

Siggi hækkarí 41 k á hnappnum. Einar foldar, Ísak kallar í stóra. Einar spyr hvort þeir geti ekki slegið hvorn annan út. Borðið kemur 3h 6s 7c. Siggi hendur út 38k. Ísak kallar snögglega. Kc. Ísak tékkar Siggi líka. As Ísak tékkar, Siggi hleður byssuna og hendur út 101k Ísak googlar höndina sína aftur. Ísak titrar rosalega. Hann er allavega farinn að finna fyrir stressinu og kallar. Siggi með A3 fyrir tvö pör. Ísak með A6 fyrir hærri tvö pör. Siggi hefur pottþétt haldið allan tíman að hann væri bullandi góður.

23;29 Einar tekur líka slatta af Sigga. 

Einar hækkar í 50k á hnappnum. Siggi kallar. Ac Kh 5d. Einar setur 55k. Siggi kallar snögglega. 9c á turn. Siggi spyr hvað Einari eigi mikið, hann telur 289k. Siggi tékkar. Einar fer allur inn. Ég sé óánægjusvipinn hjá Sigga við þetta. Hann fer að telja stakkinn sinn. etta er ekki auðveld ákvörðun fyrir sigga en hann endar á að folda. Siggi lang aktífasti spilarinn á borðinu.

Siggi hækkar úr litla og Einar foldar stóra.

Siggi foldar hnappnum, Einar litla. Göngutúr hjá Ísaki. Hversu oft er ég búinn að gefa þér walk í kvöld, svona 15 sinnum segir Einar við Ísak.

Ísak haltrar úr litla. Siggi endurhækkar 45k betur. Ísak foldar.

Ísak hækkar í 40k af hnappnum, Siggi foldar. Einar kallar. Ac Ks 9s. Ísak setur út 60k. Einar fer allur inn. 437k. Ísak foldar.

Siggi hækkar úr stóra blind í 40k. Ísak kallar. Kh 7s Jc Siggi setur út 60k. Ísak kallar. 4s á turn. Siggi setur út 80k. Ísak kallar. 3d. Er siggi búinn að tæma vopnabúrið eða hvað gerir hann. Tékka behind. J 9 gegn KQ. Siggi tekur fínan pott með K.

Þetta tekur endalausan tíma. Næsta blindahækkun er eftir hálftíma.

Einar hækkar á hnappnum í 50k, fær ekkert kall.

Ísak foldar hnappnum. Siggi kallar úr litla og Einar tékkar. 5h 10s 8c báðir tékka Jh báðir tékka 7c báðir tékka. Einar með ás high vinnur K high hjá Sigga.

23:37 Áfram heldur þetta. 

Siggi hækkar uppí 40k á hnappnum. Einar foldar Ísak kallar í stóra. 4d 9s Ah. Báðir tékka. 3s Ísak tékkar, Siggi setur út 40k. Ísak kallar sn0gglega. 9c  Ísak setur í 100k. Einar biður um vodka í red bull á meðan Siggi tankar á þessu river betti hjá Ísaki. Siggi foldar.

Einar foldar hnappnum. Ísak haltrar. Siggi hækkar 45k betur. Meðan er Einar rukkaður um 500 kr fyrir vodka í red bull sem var steinhissa, ekki meira en það. Þá hefði ég verið löngu farinn í þetta.

ÍSak foldar hnappnum. Siggi haltrar. Einar tékkar. 2d 9c 8c Einar setur 25k. Siggi foldar.

Siggi kallar á hnappnum. Einar foldar, Ísak hækkar 55k betur. Siggi foldar.

Einar foldar hnappnum. Ísak haltrar úr litla. Siggi tékkar. 9s Jh Jd  Ísak tékkar, Siggi setur 27k. Ísak kallar. As Ísak tékkar, Siggi tékkar. 10c Ísak tékkar, Siggi setur 43k. Ísak foldar.

Ísak hækkar á hnappnum í 40k. Small ball poker hér. Tekur blinda og ante.

Siggi foldar á hnappnum. Einar hækkar úr litla í 42k. Ísak kallar. 3c 6c Ah. Einar hendir í 35k. Ísak kallar. Ks. Einar setur 50k ísak foldar.

Nálgumst 11 klst spilun hérna.

Einar haltrar á hnappnum. Ísak fylgir. fjölskyldupottur vííí. 2h 3d As. Þetta geta verið hættulegustu pottarnir, allir tékka. 9s. checkað að Einari sem setur 35k. Báðir folda.

Menn ekki mikið að gambla. Ísak foldar hnappnum. Siggi Haltrar og Einar tékkar. Ísak fær sér próteinsúkkulaði á meðan. Qc Qs 7h. Siggi setur út 20k. Einar kallar. 4s bbáðir tékka. 4d Siggi setur 30k. Einar kallar. Báðir með 7. J í kicker hjá Sigga sem er gott.

Siggi hækkar í 40k á hnappnum, Ísak kallar í stóra. 9d 5d 2d. báðir tékka. Qh. Ísak setur 55k. Siggi foldar.

23:55 Ísak eykur pressuna á Sigga. 

Einar foldar hnappi, Ísak haltrar og Siggi hækkar 30k betur. Ísak lætur slíkt tilboð ekki framhjá sér fara og setur í 140k. Jahérna sjaldséð sjón raise og reraise. Mix it up. Er ísak í rugilnu eða trapp eða hvað. Siggi kallar allavega. 9h 4h 6d. Ísak spyr hvað Siggi eigi eftir. 540k ca. Ísak setur Sigga allan inn. Ég ætla að giska að ísak sé annað hvort með AK eða hærra par en borðið sýnir. Ísak tekur allavega annan bita af próteinsúkklaðinu sínu. Hann andar ört en virkar samt confident. Ég giska hátt par. Siggi maður eða mús. pung eða vagínu, hann er allavega djúpt hugsi þetta er fyrir tournament lífið. Hann foldar. 540k ennþá spilanlegur stakkur.

Ísak foldar hnappnum. Siggi foldar litla, göngutúr á Einar, afar sjaldséð.

Einar foldar hnappnum, ekki í fyrsta sinn líklega ekki það síðasta. Ísak kallar úr litla, Siggi hækkar 45k betur. Ísak foldar.

Með þessu áframhaldi verðum við komin með lokatölur úr kosningunum.

Ísak hækkar í 40k á hnappnum. Siggi foldar en Einar kallar. Qc 10h 5s. Báðir tékka. Ac. Einar tékkar, Ísak setur út 40k. Einar foldar.

Hugsandi um það ég gæti verið búinn að horfa á 5 bíómyndir á þessum tíma sem þetta lokaborð hefur tekið. Rosalegt.

Siggi hækkar á hnappnum í 40k. Einar endurhækkar í 110k úr litla. Siggi gefur respect á það. Ég hefði kallað ship sagði Einar. Finnst það ekki skrítið enda hann búinn að endurhækka ca 2x í seinustu 3804 höndum.

Einar foldar hnapp. Ísak hækkar í 40k og Siggi kallar. 4c Jh 10d. Báðir tékka. 2d Ísak setur út 40k. Siggi kallar. 3d. Ísak setur 50k. Siggi kallar. Báðir spilarar með 2. Siggi með K með því Ísak Q. Siggi vinnur á bottom pari með K kicker þvílíkt hetjukall.

Ísak hækkar ´hnappnum og tekur blinda og ante

Vá missti af hönd, var að updeita.

Einar hækkar í 45k á hnappnum. Ísak kallar í litla. 5h 7c 6c. Einar setur út 50k. Vú hyssan á loft, Ísak hækkar í 150k. Einar telur staflann sinn og fer allur inn. 450k. Ísak foldar.

00:07 Blindahækkun 12.000/24.000 ante 3000.

Ísak 929k

Einar 874k

Siggi 534k

Siggi hækkar á hnappnum og tekur niður blinda og ante.

Einar hækkar á hnappnum. Ísak kallar. Siggi kallar. Family once again. Kd Qs 9c Einar setur 55k. Ísak snappkallar, Siggi foldar. 6d Einar tékkar líka. 3c. Ísak setur 125k. Einar foldar.

Ísak hækkar í 60k. Siggi foldar. Einar kallar. Jd 2c 10h. Ísak hendir út 75k. Einar kallar. 6s Ísak setur út 125k. Einar kallar. 7c. Ísak klórar sér í auganu, er hann búinn með skotfærin sín í þessari hönd? Já 88 hjá Ísaki 8 10 hjá Einari sem tekur pottinn.

Siggi hækkar í 48k á hnappnum. Ísak kallar í stóra. 5s 6c 3h. Siggi setur 80k. Ísak foldar.

Einar leggur hnappnum. Ísak setur í 62k úr litla. Siggi kallar í stóra. 9s 3s Ad Ísak setur 75k. Siggi kallar það. As Báðir tékka. 6s báðir tékka. KQ hjá ísaki. Q9 hjá Sigga sem tekur pottinn.

Siggi og Einar farnir að kroppa vel í stakkinn hjá ísaki. Held þetta sér orðið hrikalega jafnt núna.

Ísak foldar hnappnum, siggi setur í 65k. Einar kallar það úr stóra. 8h Ah 3d. Siggi setur út 49k. Einar foldar.

Ísak fékk göngutúr.

Einar hækkar í 55k af hnappnum. Siggi kallar. Qh Jd 9d báðir tékka 4d. Báðir tékka. Jc. Siggi setur 80k. Einar nagar á sér neglurnar meðan hann hugsar. Fyrsta sinn sem ég sé hann anda svona djúpt.  Hann lítur á höndina og kallar. Einar kallar með A high sem var gott.

Ísak foldar hnappnum. Siggi haltrar inn og Einar tékkar. Ad 3d 9h Qd 9s tékka niður K high vinnur hjá Sigga.

Siggi hækkar uppí 50k á hnappnum. Einar foldar. Ísak setur headfone í símann og kallar. 7h3h 3d. Siggi setur 38k og Ísak foldar.

Einar setur í 50k á hnappnum. báðir spilarar kalla. 5s 6s Qc allir tékka. 6h Siggi bettar út 67k. Einar foldar sem og Ísak.

Ísak setur í 50k á hnappnum og Einar kallar í stóra. Ks8d 5s Ísak setur 80k og Einar foldar.

00:32 Leikar hrikalega jafnir.

Held að allir séu í kringum 800k stakk núna þetta er rosalegt.

Siggi setur í 50k á hnappnum. Einar er greinlega með fína hönd því hann tankar í góðan tíma og endurhækkar í 130k, Ísak foldar. Siggi fer í tankinn, hef heyrt að greindir menn taki sér lengri tíma í að hugsa út í erfiðar aðstæður og hann tekur þá ákvörðun að folda.

Einar foldar hnappnum. Ísak kallar. Siggi tékkar. Ac 7s Ah.Jd 4d Ísak setur 25k á river og fær kall. 7 hjá ísaki gosi hjá Sigga. Þetta var kall á ca 0,007 nanósekúndu.

Ísak setur í 50k á hnappnum. Einar kallar. Qc2sAh. báðir tékka. 9h. Einar setur út 60k. Ísak foldar. ÍSaki búinn að blæða chipsum held hann sé orðinn lægstur í fyrsta sinn á lokaborðinu.

Siggi hækkar í 50k á hnappnum. Ísak kallar. 6c 4s Qd Báðir tékka. 2c. Ísak setur 50k. Siggi foldar.

00:43 Ísak fer allur inn í fyrsta sinn á lokaborðinu

Einar foldar hnappnum. Ísak hækkar í 62k úr litla. Siggi kíkir á eistun á sér, sér augljóslega að þau hafa stækkað. hann endurhækkar í 167k. Ísak spyr hvað þetta sé mikið. Ísak ætlar að fara allur inn en segir það ekki og setti stringbet þannig að það var í raun og veru bara kall. Kd 5d Qd Núna fer Ísak all inn. 427k.  Það er stór hluti af stakknum hans Sigga ætli hann að kalla. Stór ákvörðun.. Þessir tíglar eru örugglega lítið að hjálpa þeirri ákvörðun og hann foldar að lokum.

Ísak hækkar í 50k Báðir spilarar folda.

Einar hækkar úr litla blind og tekur blinda og ante

Einar haltrar inn, Ísak fylgir Siggi tékkar. 10d 4h 3h. Einar setur 25k og tekur pottinn.

Ísak setur í 50k á hnappinum. Siggi kallar, Einar leggur. 8s Qd 9d 3h Js tékkað niður. Ísak með A8 sem er gott.

Siggi foldar hnapp. og Ísak fær göngutúr frá Einari.

Einar foldar hnapp. Ísak kallar, Siggi hækkar, Ísak foldar.

Það verður að fara gerast eitthvað stórt bráðum annars missi ég geðheilsuna.

Ísak foldar hnapp. Siggi limpar einar tékkar. Qc 9s 5h K s 9h tékkað niður. Siggi með 5x og tekur niður pottinn.

Siggi raisar 50k á hnapp. Ísak kallar. As 2s Kc báðir tékka. Jc báðir tékka. 9c. Siggi skýtur 60k og tekur pottinn.

Einar foldar hnapp. Ísak hækkar í 50k. Siggi foldar.

Ísak foldar hnapp Siggi foldar sb. Einar fær göngutúr. Respect á chipleaderinn.

Siggi foldar hnapp. Einar foldar. 2 göngutúrar í röð.

Einar hækkar hnapp í 55k. Ísak endurhækkar í 150k. Siggi foldar. Einar foldar.

Ísak foldar hnapp og Siggi litla, 2 göngutúrar í röð hjá Einari.

Siggi foldar hnapp, Einar hækkar úr litla í 55k. Ísak kallar. Kh 6c 8d. Einar hleður í 60k. ísak snappkallar. 10c. Einar stígur á bremsu, ísak checkar líka 4c á river. Báðir tékka. 2 10 hjá Einari sem var gott.

Einar hækkar í 55k. Ísak foldar, Siggi kallar. Ad 5s 6h. Einar veðjar55k. Siggi foldar.

Ísak hækkar á hnapp í 55k. Siggi foldar. Einar kallar. 8c 5d 4c Kc Ísak skýtur út 100k og Einar foldar strax.

Siggi setur í 50k á hnapp. Einar foldar. Ísak spyr hvað Siggi eigi mikið eftir. 460 var fljótt svar. Allinn hjá Ísak. Siggi foldar.

Einar hækkar á hnapp 55k. Allir folda. Siggi dottinn inná rauðasvæðið þeas undir 20bb.

Ísak foldar hnapp. Siggi kallar, Einar tékkar. 4c6h5s10h Einar setur 30k. Siggi foldar.

Siggi foldar hnapp. Einar hækkar í 55k. Ísak kallar. 9h 2h 9c báðir tékka. 3d Ísak hendir í 55k. Einar kallar. 6c Einar tékkar, ÍSak tékkar. K high hjá einari er gott gegn 87 high hjá Ísaki.  Einar með góða forystu í mótinu núna.

Einar hækkar í 55k á hnapp. Ísak kallar. Siggi foldar. Kh2h3c. Einar setur 55k. Ísak kallar. 8s. Ísak skýtur út 130k Einar foldar.

Ísak hækkar í 55k á hnapp. Siggi foldar. Hendurnar á Einari skjálfa smá, Hann hendir í endurhækkun, 135k. Ísak snapp foldar.

Siggi foldar blinda, Einar haltrar og Ísak tékkar. 6h 3c Ks. Einar setur 25k og ÍSak kallar. 4d Einar setur 50k Ísak kallar. Ad. Einar tékkar. Ísak setur 75k snapp kall. Ísak sýnir 64 á móti K6 hjá Einari fyrir tvö hærri pör.

Einar foldar hnapp. Ísak gefur Sigga göngutúr.

Ísak hækkar hnapp og báðir folda

01:09 Einar kominn með yfirburðar forystu

Siggi foldar hnapp, Einar hækkar litla blind í 55k. Ísak kallar. 6s Ad 8c Jc tékkað floppið. Einar hendir svo 60k á turn. Ísak kallar það. Qc Báðir tékka. Einar með J9 fyrir tvö pör sem er gott. Einar kominn með yfirburðarforystu.

Næstum 4klst síðan seinasti maður datt út.

01:11 3.sætið Sigurður Dan Heimisson. Cooler hönd. 

Einar hækkar í 55k . Ísak kallar. Siggi Dan fer allur, Éinar líka og Ísak foldar. AQ hjá Sigga. AA hjá Einari. Borðið hjálpaði Sigga ekkert og því komið að heads up.  Fyrst örstutt break.

01;14 Íslandsmeistaratitillinn fer útá land. Húsavík (aftur) eða Sauðárkrókur/Hnísdalur

Einar Már Þórólfsson 1886K

Ísak Finnbogason 551k

01:20 Heads up hafið

Einar hækkar á hnappnum í 55k. Ísak foldar

Ísak kallar á hnappnum. Einar tékkar. 10d Jc 5s. Ísak bettar og tekur pottinn

Einar hækkar í 55k á hnapp. Ísak fer allur, Einar foldar

Ísak hækkar í 55k. Einar kallar. Fyrsta floppið. 10d 2s As. ÍSak setur 60k Einar foldar.

Einar kallar. Ísak tékkar. JhQc5s. Einar setur 25k. Ísak kallar. Ks Báðir tékka. 6d. Ísak setur 100k. Einar foldar.

ÍSak hækkar í 55k og tekur blinda.

01:25 Blindahækkun 15.000 / 30.000 3000 ante

Einar foldar, walk fyrir Ísak.

Ísak drekkur nocco eins og enginn sé morgun dagurinn og flattar. Einar tékkar. Qc4s2 tékk tékk. 10c Ísak setur 30k. Einar kallar. 4h. Báðir tékka. Einar með 2 sem er gott.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 3c 2c 6h. Báðir tékka. Ks. Einar setur út 60k. Ísak kallar. 9c. Einar setur 85k, Ísak setur heyrnartólinn í eyrun og endurhækkar í 250k. Einar googlar spilin sín og foldar svo. Ísak að byrja þetta hu rosalega

Ísak hækkar í 65k. Einar kallar. 4d Ks 6s báðir tékka Qc ÍSak setur 75k og Einar foldar.

Ísak hækkar í 60k, Einar endurhækkar í 130k. Ísak foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 2h 9h Qd. Einar setur 75k. Ísak foldar.

Ísak hækkar í 60k. Einar foldar

Einar gefur ísaki walk.

Ísak hækkar í 60k Einar kallar. 7c 4d 6c. Ísak setur 60k. Einar kallar. 3c Báðir tékka. Qd. Einar setur 75k og Ísak kallar. Ísak með Q9 hitti Q á river Einar var með 6.

ÍSak fær walk. Isak búinn að éta upp forystuna, þeir eru svipaði núna.

Ísak raisar í 65k og Einar foldar.

Einar raisar í 65k Ísak foldar.

Ísak raisar í 60k. Einar kallar. 10c Jh 9d 6d Qc tékkað niður. Einar með J og tekur þetta niður

Einar virkar smá hræddur, ísak að spila eins og höfðingi þessa stundina.

Ísak fær walk.

Ísak raisar í 60k. Einar endurhækkar í 155k. Ísak foldar.

Weird. Ísak foldar stóra blindanum sínum án þess að Einar gerði. Easy money.

Ísak kallar, Einar tékkar. 5c Qc Ah 5h Einar setur 40k Ísak foldar.

Ísak fær walk.

Ísak flattar. AhJh4h. Ísak bettar Einar foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 6d 6s 2s 9s Ísak setur í 75k. Einar kallar. Jd Ísak tékkar. Einar tékkar. 9 hjá Ísaki J hjá Einari.

Ísak setur í 65k. Einar  setur í 160k. Ísak kallar. Vú fyrsta rr og kall. 10h As Kd Einar setur út 175k. Ísak foldar.

Einar setur í 65k. Ísak kallar. 2h 10c 9h. Einar setur í 75k. Ísak foldar.

Ísak setur í 60k. Einar kallar. 5h10cQd. ÍSak setur 60k út. Einar kallar. 3h. Ísak setur 100k. Einar kallar. Jd Ísak finnur skotfæri og það er sprengja, hann fer allur. Einar er ekki sprengju bardaga. Góður pottur til Ísaks.

Einar hækkaði, Ísak foldaði.

Ísak setur í 60k. Einar kallar. 5s 2s 6d. Ísak setur 60, Einar foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak foldar

Ísak kallar. Einar tékkar. 4s 9s 9h. Ísak setur 60k. Einar foldar.

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 5c 3d 4h. Einar setur 65k. Ísak kallar. 8d Einar setur í 75k. Ísak hækkar og setur í 150k. Einar kallar. 3h. Báðir tékka. Ísak með A8. Einar sýnir 8 og muckar.

Ísak setur í 60k. Einar endurhækkar. Setur í 155k. Ísak foldar.

ÍSak fær walk.

Ísak  kallar. Einar tékkar. Js2hQd Ísak bettar og Einar foldar.

Einar kallar. Ísak hækkar í 80k. Einar kallar. JcKs5h. Ísak setur 80k. Einar kallar. Qd. Ísak 160k Einar foldar.

Samkvæmt chipsa auganu mínu mundi ég segja ð þeir væru alveg jafnir. Ísak orðinn aðeins hærri líklega 1,3 vs 1,1

ÍSak raisti og tók blinda

Einar raisar 65k. Ísak kallar. 5s As 4h. Einar setur 65k. Ísak kallar. Ah. Einar setur 100k. Ísak foldar. Hnífjafnt hérna.

Ísak raisar í 60k. Einar kallar. 3h 6h 10s. Ísak setur 60k. Einar endurhækkar í 150k. Ísak foldar.

Einar gefur Ísaki walk.

Ísak limpar. Qc 8c 9s Einar endurhækkar. í 150k. Ísak foldar.

Ísak fær walk

Ísak kallar. Einar tékkar. JdJcQc Ísak setur í 60k Einar foldar.

Ísak kallar. Einar setur í 120k. Ísak foldar.

02:11 Stál í stál

Ísak fær walk.

Ísak hækkar í 60k. Einar kallar. 4s 2s 10s Ísak setur 75k. Einar fer allur inn, jahérna. Dáltið stórt allinn. Allur sagði hann það. Ísak lítur á höndina sína, þeir eru mjög even. ÍSak foldar.

Ísak fær walk

Ísak kallar. Einar hækkar uppí 155k Ísak foldar.

Sé að Einar er orðinn þreyttur og vill fara klára þetta af.  Vodkinn og red bullið farið að kicka inn?

Einar hækkar í 90k. Ísak foldar.

Ísak gefur Einari walk. Kannski að hann skynji þetta og vilji ekki spila drasl.

Einar raisar í 65k. Ísak foldar.

Ísak raisar í 65k. Einar foldar

Einar hækkar í 65k. Ísak kallar. 9h 10s 8s. Báðir tékka. Ad Ísak veðjar 100k. Einar kallar, 2d báðir tékka. 89 hjá Ísaki bullandi gott gegn ásnum hans Einars.

Ísak hækkar, einar foldar.

Einar setur í 65k. Ísak kallar. 8c KhQh Einar setur 65k. ÍSak foldar.

Ísak hækkar í 60k. Einar kallar. 9sKd8c. Einar setur út 75k. Ísak foldar.

02:28 Æ fokkit ég kalla bara. Ísak tvöfaldar. 

Einar setur í 65k. Ísak endurhækkar í 160k. Einar fer allur inn. Ísak spyr hvað þetta sé mikið. Einar er með Ísak coveraðan, líklega með 1,5milljón. Er þetta tíminn???? Ísak fer að telja stakkinn sinn. Ísak er djúpt djúpt djúpt hugsi. “Ég á bara ekkert það mikið af chipsum” Fokkit  KALL. Fokki t kall. AK vs AQ  Borðið rennur 9 a 2 7 5

Ísak með 895k. Núna um 1,6 milljón.

02:30 Blindahækkun 20.000 / 40.000 ante 5000

Ísak raisar í 80k. Einar kallar. 3d 10h 3s. Ísak setur80k. Einar foldar.

Ísak fær walk.

Ísak hækkar, Einar fer allur ísak foldar.

02:34 Aftur allin og kall. Núna tvöfaldar Einar. 

Einar fer allur inn.  KALLL. A9 hjá Einar KQ hjá Ísaki. A 9 3 8 3. Einar tvöfaldar. 570.k Fer í 1,14 milljón gerir even stakk aftur. Avg 1,170 ég held þeir séu nákvæmlega jafnir.

Ísak limpar. Einar tékkar. Jd 10h 9d  Ísak bettar Einar foldar.

Einar hækkar í 85k. ísak kallar. 6c 6 d 3d. Einar setur í 100k. Ísak foldar.

Einar fær walk

Ísak fær walk.

Ísak limpar. Einar tékkar. 5d Ah Jc. Ísak bettar Einar foldar.

Einar hækkar í 85k. Ísak foldar.

Ísak hækkar í 80k. Einar kallar. 9s 10d Qc Ac. Ísak bettar 100k. Einar foldar.

Einar raisar í 85k. Ísak foldar

Ísak kallar. Einar tékkar. 8s 4s Qs. Ísak bettar 40k. Einar kallar. Kc. Ísak bettar 150k. Einar foldar

Einar raisar í 85k. Ísak kallar. 8s Jc 10h. Einar bettar 80k. ÍSak kallar. Ah. Einar bettar 125k. Ísak foldar.

Ísak kallar. Einar tékkar. 8h 7c 7s Qc. Ísak bettar 80k. Einar kallar. 5d. Ísak bettar150k. Einar tékkar á klukkna, telur stakkinn sinn, Telur til 150k og kallar. 72 fyrir Ísak fyrir trips.

Einar limpar. 9c 4c Qs. Einar veðjar 55k. Ísak kallar. Qc. Ísak donkbettar. 55k. Einar kallar. 2s.  Ísak setur 175k. Einar telur chipsin sinn og kallar. Einar með Q5 sem er bullandi gott get K2 hjá Ísaki. Stór pottur.

Ísak raisar í 80k. Einar foldar

Einar raisar í 85k. Ísak foldar.

Ísak kallar. Einar tékkar. 7h 5c Qh 7d. Ísak setur 50 sem er nóg.

Einar hækkar í 85k. Ísak raisar í 180k. Einar foldar

Ísak raisar í 80k. Einar kallar. Qs 2s 8c. Ísak betta 80k. Einar kallar. Js Báðir tékka. 4c Einar setur 100k. Ísak foldar.

Ísak limpar, Einar checkar. Q c3d 4 srainbow. Ísak setur 60k . Einar  setur í 160k. Ísak foldar.

Búið að spila í 14 klst.

Einar hækkar í 85k. Ísak kallar. 5d 7h Qh. Báðir tékka. 5h.  Báðir tékka. 2s. Ætti ekki að breyta neinu. Einar setur 85k. Ísak kallar. Ísak með 7 sem er gott gegn K high.

Ísak kallar. Einar tékkar. 8c9s7d Ísak setur 40k. Einar kallar. Qc Báðir tékka. 5d. Ísak setur 60k. Einar kallar. Ísak með 6 fyrir röð.

03:07 Ísak floppar húsi. Einar heppinn að sleppa “ódýrt”

Einar hækkar í 85k. Ísak kallar. Qc Qs 10d. Einar setur 75k. Ísak kallar. Kc. Ísak donkbettar 150k. Einar kallar. 10c. Báðir tékka. Ísak með Q10 gegn AK hjá Einari. Ísak floppaði húsi. Einar heppinn að hitta ekki röð.

Ísak  hækkar og tekur blindana

Ísak fær walk.

Ísak setur í 80k Einar kallar. 2c 7d 9s 4s. Ísak setur 60k. Einar kallar. 3d. Ísak setur 200k. Einar foldar.

Einar fer allur inn um 600k. ÍSak foldar

Ísak hækkar uppí 80k. Einar kallar. Ac5h4h. Ísak setur 60k. Einar fer allur inn. Ísak foldar.

03:19 ÍSLANDSMEISTARI Í PÓKER 2017 Ísak Finnbogason

03:19 2.sætið. Einar Már Þórólfsson

 

Ísak kallar. Einar tékkar. Ah 8c 7d Ísak bettar 65k. Einar kallar. 5h. 8h Einar bettar 125k Ísak fer allur inn. Einar þarf að hugsa sig vel um. Búinn að setja  um 200k í pottinn. Hann telur stakkinn sinn. Hann á alveg 600-700k eftir. Hvað gerir hann. Hjartslátturinn hjá ÍSaki er rosalegur. Andar rosalega ört. Einar ennþá í tankinum. Einar byggir indjánakofa með höndunum. Held einhvern vegin að Ísak sé með lágt flush eða algjört bluff, Dauðaþögn í salnum. KALL.  Q2 í hjarta gegn 96 í hjarta. Flush gegn flush en Einar var með röð á turn líka.

Þvílíkur endir á þessu. Svakalegt einvígi. ÞEssu er því lokið að sinni takk fyrir mig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1 reply

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply