Ársþing PSÍ 2026

Við óskum félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir frábæra þátttöku í mótum á vegum PSÍ á liðnu ári. Nýliðið ár var það áttunda sem núverandi stjórn hefur leitt sambandið og þátttaka í mótum ársins var með besta móti.

Við hefjum nýja árið með föstum liðum eins og venulega en það er ársþing Pókersambands Íslands 2026 sem haldið verður laugardaginn 24.janúar kl. 13:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.

Fyrir fundinum liggja eftirfarandi tillögur um breytingar á lögum PSÍ:

  • Lagt er til að 3.grein laga verði breytt í eftirfarandi:
    • “Á milli ársþinga er æðsta vald í málefnum sambandsins í höndum stjórnar, sem skipuð skal 3 einstaklingum, formanni, gjaldkera og ritara, auk tveggja varamanna, sem kosnir eru á ársþingi.

      Formann og gjaldkera skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn og aðra stjórnarmenn til eins árs. Kjósa skal formann á árum sem enda á sléttri tölu og gjaldkera á árum sem enda á oddatölu. Ef formaður eða gjaldkeri ákveða að hætta á miðju kjörtímabili sínu skal kosið í það hlutverk til eins árs.

      Stjórninni er heimilt að mynda framkvæmdaráð, sem annast daglega stjórn sambandsins í umboði stjórnar og eftir framkvæmdaáætlun stjórnarinnar.

      Stjórninni skal heimilt að ráða framkvæmdastjóra sem annist daglegan rekstur eða framkvæmd ákveðinna viðburða eða móta í umboði stjórnar.

      Stjórnin skal framfylgja ályktunum og ákvörðunum ársþings og vera félögum til aðstoðar um málefni er varða starfsemi sambandsins. Fjárhagslegar skuldbindingar skulu vera háðar samþykki stjórnar.”
  • Lagt er til að 5.grein verði breytt í eftirfarandi:
    • “Ársþing fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og skal haldið árlega í janúar eða febrúar ár hvert. Stjórnin boðar til þess með tveggja vikna fyrirvara með tölvupósti til skráðra félagsmanna og/eða á samfélagsmiðlum eða öðrum sambærilegum hætti. Dagskrá skal vera samkvæmt 6. grein nema annað sé ákveðið af stjórn og skal þá breytt dagskrá send út með einnar viku fyrirvara. Óski félagsmenn eða fulltrúar aðildarfélaga eftir því að bera fram tillögur um lagabreytingar á þinginu, skulu þær tillögur berast til stjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir ársþing og skal þeirra getið í tilkynningu um ársþing á vef PSÍ eigi síðar en viku fyrir ársþing. Rétt til setu á þinginu eiga allir fullgildir félagsmenn PSÍ skv 9. grein. Hver félagsmaður hefur eitt atkvæði, en getur þó farið með umboð fyrir einn annan félaga. Stjórninni er heimilt að bjóða gestum til þingsins sem áheyrnarfulltrúum.”
  • Lagt er til að síðustu setningu í 8.grein verði breytt í:
    • “Endurskoðun skal lokið 7 dögum fyrir ársþing.” (stytting á fresti úr 10 dögum í 7 daga).
  • Lagt er til að 7.kafli breytist í 6.kafla og 8.kafla í 7.kafla. (leiðrétting á númeraröð kafla sem einhvern tíma hefur riðlast).
  • Lagt er til að síðustu setningu í 7.grein verði breytt í “Til aukaþings skal boða með tveggja vikna fyrirvara.”
  • Lagt er til að liður f) í 2.grein laganna verði felldur út.
    • “Að stuðla að því að áhugamannapóker verði ótvírætt löglegur á Íslandi. Ekki er um að ræða atvinnupóker eða rekstur pókerspilavíta.”

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply