Arnór er Íslandsmeistari í PLO 2024
Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk rétt eftir miðnætti í gær með sigri Arnórs Más Mássonar. Í öðru sæti varð Vignir Már Runólfsson og í því þriðja varð Freysteinn G Jóhannsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í salarkynnum Poker Express. Þátttakendur voru 23 talsins og keyptu 9 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 32 entry í mótið sem er mesti fjöldi frá upphafi. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 1.090.000 og skiptist það á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:
- Arnór Már Másson 400.000
- Vignir Már Runólfsson 285.000
- Freysteinn G Jóhannsson 195.000
- Þórarinn Kristjánsson Ólafsson 130.000
- Daníel Pétur Axelsson 80.000
Mótssjórn, undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ, og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Rannveig og Þorbjörg.
Við óskum Arnóri til hamingju með sigurinn, hans fyrsta sigur í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Poker Express fyrir að útvega okkur þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og Coolbet og Hugaríþróttafélaginu fyrir vel heppnuð undanmót og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!