ÍM 2025 – staðan eftir dag 2

Leik á degi 2 lauk núna fimm mínútur yfir miðnætti og stóðu þá 9 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.

Eftirtaldir skipa lokaborðið á ÍM í póker 2025:

  1. Daníel Már Pálsson, 1.223.000
  2. Jónas Nordquist, 937.000
  3. Egill Þorsteinsson, 820.000
  4. Örn Árnason, 686.000
  5. Sigurður Þorgeirsson, 619.000
  6. Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 388.000
  7. Hjalti Már Þórisson, 371.000
  8. Hafþór Sigmundsson, 158.000
  9. Óskar Örn Eyþórsson, 134.000

Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 9.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 18 þar sem 8 mínútur voru eftir og blindar eru 6k/12k/12k. Næst level er síðan 8k/16k/16k.

Sætaskipan á lokaborðinu er eftirfarandi:

Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 43 þátt og voru endurkaup 45 talsins og endaði verðlaunafé í 1.500.000 sem skiptist á milli 9 efstu.

Það var Logi Laxdal sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Seweryn Brzozowski. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:

  1. Logi Laxdal, 420.000
  2. Seweryn Brzozowski, 315.000
  3. Steinar Edduson, 210.000
  4. Ingi Þór Einarsson, 160.000
  5. Jón Óskar Agnarsson, 120.000
  6. Grétar Már Steindórsson, 90.000
  7. Baldvin Borgarsson, 75.000
  8. Tomasz Janusz Mroz, 60.000
  9. Trausti Pálsson, 55.000

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply