Sigurður Brynjólfs vann Bounty mótið…aftur!

Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum á miðvikudag með Super Bounty móti með glæsilegum aukavinningum. 50 mættu til leiks og voru endurkaup 25 talsins og endaði verðlaunapotturin í 1.050.000 og einnig var 20K bounty á hverjum leikmanni þannig að bounty potturinn var í heild 1.500.000. 9 veglegir aukavinningar voru einnig í pottinum, €1600 pakki á The Festival eða Coolbet Open í boði Coolbet, miði á ÍM í póker 2025 í boði PSÍ og samtals €2400 í tournament money á Coolbet sem skiptist í 7 vinninga. Allir sem komust á lokaborðið fengu síðan að velja einn af þessum 9 aukavinningum.

Það var Sigurður Brynjólfsson sem endaði í 1.sæti og rakaði að auki til sín 15 bountyum, en hann vann einnig Mystery Bounty mótið sem við héldum í tengslum við Midnight Sun Poker í júní sl. Í öðru sæti var Halldór Bjarkarson og í því þriðja Laurynas Kiela. Þessir 9 komust á lokaborðið og skiptu með sér verðlaunapottinum:

  1. Sigurður Brynjólfsson, 300.000 + 15 bounty + €500 TM á Coolbet
  2. Halldór Bjarkarson, 225.000 + 6 bounty + €300 TM á Coolbet
  3. Laurynas Kiela, 150.000 + miði á ÍM í póker 2025 á Coolbet
  4. Örn Árnason, 15.000 + 3 bounty + €500 TM á Coolbet
  5. Júlíus Símon Pálsson, 85.000 + 4 bounty + €400 TM á Coolbet
  6. Matte Bjarni Karjalainen, 65.000 + 6 bounty + €400 TM á Coolbet
  7. Halldór Már Sverrisson, 55.000 + 3 bounty + €1600 pakki frá Coolbet
  8. Marcus Schrøder, 45.000 + 1 bounty + €200 TM á Coolbet
  9. Finnur Hrafnsson, 40.000 + 5 bounty + €100 TM á Coolbet

Mótsstjórar Már Wardum, formaður PSÍ og Sigurður Dan Heimisson. Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ sá um undirbúning og skipulag mótsins.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum félagsmönnum góða þátttöku og Hugaríþróttafélaginu fyrir frábæra aðstöðu sem endranær.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply