Örninn vinnur sigur á ÍM í net-PLO

Örn Árnason (Orninn) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet á sunnudagskvöld og lauk kl. 22:29. Örninn er íslenskum pókeráhugamönnum að góðu kunnur og hefur verið fastagestur á flestum mótum á vegum PSÍ á undanförnum árum og hann sópaði t.a.m. til sín flestum vinningum á Coolbet Mystery Bounty upphitunarmótinu fyrir ÍM í fyrra, en þar var meðfylgjandi mynd tekin af kappanum.

Í öðru sæti var Brynjar Bjarkason (makk) sem tvisvar hefur unnið sigur á ÍM í net-póker og einu sinni unnið Coolbet bikarinn. Og í þriðja sæti var Ragnar Þór Bjarnason (RitcXX).

Alls tók 18 þátt í mótinu og eru það helmingi færri en í fyrra (36) en jafn margir og árið þar áður, Endurkaup í mótið voru 17 þannig að heildarfjöldi entry-a var 35, en boðið er upp á tvö re-entry í mótið. Verðlaunafénu var skipt á milli 6 efstu sem hér segir:

  1. Orninn – €1178
  2. makk – €796
  3. RitcXX – €478
  4. galdrakall – €319
  5. NaomiOsaka – €239
  6. Goodevening – €175

Við óskum Erni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply