ÍM 2024 – dagur 2
Leik á degi 2 lauk núna rétt fyrir miðnættið og stóðu þá 10 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.
Hér er listi yfir þá sem eftir standa auk stakkstærðar:
- Jesper Sand Poulsen, 1.583.000
- Mario Galic, 966.000
- Andrés Vilhjálmsson, 728.000
- Óli Björn Karlsson, 630.000
- Óskar Aðils Kemp, 586.000
- Árni Gunnarsson, 476.000
- Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 406.000
- Sigurður Þengilsson, 353.000
- Sigurjón Þórðarson, 312.000
- Hafþór Sigmundsson, 220.000
Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 17.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 19 sem var nýhafið en blindar eru 8k/16k/16k.
Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 44 þátt og voru endurkaup 41 talsins og endaði verðlaunafé í 1.445.000 sem skiptist á milli 8 efstu, sem síðan ákváðu að setja 30K í búbblusætið fyrir miða í sunnudags hliðarmótið.
Það var Edvinas Cesaitis sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Benjamín Þórðarson. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:
- Edvinas Cesaitis, 440.000
- Benjamín Þórðarson, 300.000
- Bjarni Þór Lúðvíksson, 195.000
- Björn Þór Jakobsson, 150.000
- Trausti Pálsson, 120.000
- Atli Þrastarson, 90.000
- Kristján Bragi Valsson, 70.000
- Jónas Nordquist, 50.000
- Hafsteinn Ingimundarson, 30.000
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!