ÍM 2024 – dagur 2

Leik á degi 2 lauk núna rétt fyrir miðnættið og stóðu þá 10 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.

Hér er listi yfir þá sem eftir standa auk stakkstærðar:

  1. Jesper Sand Poulsen, 1.583.000
  2. Mario Galic, 966.000
  3. Andrés Vilhjálmsson, 728.000
  4. Óli Björn Karlsson, 630.000
  5. Óskar Aðils Kemp, 586.000
  6. Árni Gunnarsson, 476.000
  7. Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 406.000
  8. Sigurður Þengilsson, 353.000
  9. Sigurjón Þórðarson, 312.000
  10. Hafþór Sigmundsson, 220.000

Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 17.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 19 sem var nýhafið en blindar eru 8k/16k/16k.

Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 44 þátt og voru endurkaup 41 talsins og endaði verðlaunafé í 1.445.000 sem skiptist á milli 8 efstu, sem síðan ákváðu að setja 30K í búbblusætið fyrir miða í sunnudags hliðarmótið.

Það var Edvinas Cesaitis sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Benjamín Þórðarson. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:

  1. Edvinas Cesaitis, 440.000
  2. Benjamín Þórðarson, 300.000
  3. Bjarni Þór Lúðvíksson, 195.000
  4. Björn Þór Jakobsson, 150.000
  5. Trausti Pálsson, 120.000
  6. Atli Þrastarson, 90.000
  7. Kristján Bragi Valsson, 70.000
  8. Jónas Nordquist, 50.000
  9. Hafsteinn Ingimundarson, 30.000

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply