Frá ársþingi PSÍ 2023
Það var fámennt en einstaklega góðmennt á ársþingi PSÍ sem fram fór 5.febrúar 2023. Fundurinn var haldinn í netheimum að þessu sinni og mættu fjórir til fundar.
Það bar helst til tíðinda að nánast ekkert bar til tíðinda. Stjórn var endurkjörin og fastanefndir að mestu óbreyttar. Og þrátt fyrir að verðbólga sé í hæstu hæðum var ákveðið að halda árgjaldi óbreyttu, eða kr. 6000.
Stjórn PSÍ skipa:
- Már Wardum, formaður
- Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
- Einar Þór Einarsson, ritari
- Jónas Tryggvi Stefánsson, varamaður
- Guðmundur Helgi Helgason, varamaður
Laga og leikreglnanefnd skipa:
- Einar Þór Einarsson
- Jónas Tryggvi Stefánsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson veitir mótanefnd PSÍ forstöðu og verða aðrir skipaðir í nefndina við fyrsta tækifæri.
Skoðunarmaður reikninga er Ottó Marwin Gunnarsson.
Ársskýrslu PSÍ fyrir 2022 má nálgast hér.
Og þeir sem eru sérlega áhugasamir geta nálgast upptöku af fundinum hér.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!