Eydís Íslandsmeistari í PLO 2021
Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha var að klárast rétt í þessu og það var Eydís Rebekka Boggudóttir sem stóð uppi sem sigurvegari eftir stuttan og snarpan heads-up leik við Rúnar Rúnarsson. Alls tóku 23 þátt í mótinu með samtals 31 entry og verðlaunaféð endaði í kr. 1.100.000. Áhugi á PLO hefur farið vaxandi hægt og bítandi síðustu ár og er þetta mesti fjöldi þátttakenda og hæsta verðlaunafé á PLO móti í manna minnum.
Það er gaman að segja frá því að þær þrjár konur sem tóku þátt í mótinu komust allar á lokaborðið en það voru 7 sem komust á lokaborð og skiptu 5 efstu með sér verðlaunafénu á eftirfarandi hátt:
- Eydís Rebekka Boggudóttir, 400.000
- Rúnar Rúnarsson, 280.000
- Þorgeir Karlsson, 190.000
- Inga (Poko) Guðbjartsdóttir, 130.000
- Hafsteinn Ingimundarson, 100.000
- Sunna Kristinsdóttir
- Tomasz Janusz Mroz
Við óskum Eydísi innilega til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir komuna og starfsfólki mótsins, þeim Einar Þór mótsstjóra og gjöfurunum Alexander, Sillu og Þórunni kærlega fyrir vel unnin störf. Fyrir mót sem þessi eru undanmót lykilatriði til að tryggja góða þátttöku og einnig til að fá inn nýja leikmenn. Hugaríþróttafélagið fær bestu þakkir fyrir að styðja dyggilega við starfsemi PSÍ með undanmótahaldi og fyrir að leggja til húsnæði fyrir mótið og Póker Express fyrir sinn þátt í að halda undanmót!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!