Bræðingur 2021
Bræðingur mun fara fram í annað sinn fimmtudaginn 3. júní en þetta mót var haldið í fyrsta sinn í fyrra í tilraunaskyni og gekk vonum framar. Í þessu móti bræðum við saman net-póker og live póker með tveggja daga móti sem hefst á Coolbet og lýkur svo með 9 manna live lokaborði með gjafara laugardaginn 5. júní kl. 14:00 hjá Hugaríþróttafélaginu, Síðumúla 37.
Þeir sem komast á lokaborðið taka með sér stakkinn sem þeir enduðu dag 1 með á netinu (eða hlutfallslega jafn stóra stakka ef aðlaga þarf stærðir) og leika þar til þrautar augliti til auglitis.
Þátttökugjald er €50 og boðið verður upp á ótakmarkað re-entry fyrstu 10 levelin.
Ekki er tryggt verðlaunafé í mótinu en PSÍ mun láta þátttökugjöld sem greidd eru til Coolbet renna óskipt í verðlaunafé, þ.e.a.s. ekkert er tekið af verðlaunafé fyrir kostnaði við að halda mótið, en aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í mótinu. Ganga verður frá aðild að PSÍ í síðasta lagi kl. 16:00 fimmtudaginn 3. júní. Hægt er að ganga frá aðild að PSÍ fyrir 2021 með nokkrum músarsmellum á þessari síðu hér.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!