Val á landsliði PSÍ
Í apríl auglýsti stjórn PSÍ eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í landsliði í því sem við höfum valið að kalla “keppnispóker” (match poker). En samtökin IFMP (International Federation of Match poker) eru nú að fara af stað aftur með alþjóðleg mót í póker skv. því fyrirkomulagi sem samtökin hafa þróað og kalla “Match poker”. Þetta fyrirkomuleg er nokkuð frábrugðið hefðbundnum mótum í NL Holdem en í þessum mótum er spiluð nákvæmlega sama höndin samtímis á öllum borðum, á hverju borði situr einn úr hverju liði þannig að allir keppendur í sama liði spila öll spot í hverri hendi. Þannig er það eingöngu hæfni og ákvarðanir spilara sem ráða úrslitum en ekki heppni í því hvernig spilin falla. Og fyrir vikið þá hefur IFMP fengið þetta afbrigði af póker viðurkennt sem hugaríþrótt á alþjóðavettvangi.
25 einstaklingar sóttu um að fá að taka þátt í verkefninu og hefur stjórn PSÍ, með fulltingi mótanefndar, valið 10 úr þeim hóp til þess að skipa landsliðshóp. Valið byggir m.a. á þátttöku og árangri í mótum á vegum PSÍ auk þess sem IFMP gerir kröfu um að í hverju liði séu keppendur af báðum kynjum.
Landsliðshópinn skipa eftirfarandi:
- Daníel Pétur Axelsson
- Egill Þorsteinsson
- Einar Þór Einarsson
- Garðar Geir Hauksson
- Gunnar Árnason
- Halldór Már Sverrisson
- Inga “Poko” Guðbjartsdóttir
- Kristjana Guðjónsdóttir (Jana)
- Magnús Valur Böðvarsson
- Sævar Ingi Sævarsson
Fyrstu verkefni hópsins verða þátttaka í undanmótum fyrir heimsmeistaramót sem fyrirhugað er í lok nóvember 2021. Undanmótin fara fram núna í júní og verður keppt yfir netið þannig að hvert lið situr í sínu heimalandi en gert er ráð fyrir að HM fari fram live einhversstaðar í Evrópu. Már Wardum, formaður PSÍ, mun leiða þetta verkefni og sjá um utanumhald landsliðs, m.a. skipulagningu æfinga og samskipti við IFMP.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!