Brynjar hlutskarpastur í Coolbet Bikarnum
Sjöttu og síðustu umferð Coolbet bikarsins lauk í gærkvöldi. Brynjar Bjarkason hafði þegar tryggt sér sigur í mótaröðinni fyrir síðustu umferðina en það var hart barist um hin þrjú verðlaunasætin sem eftir voru. Jón Ingi Þorvaldsson var í 5.sæti eftir fyrstu 5 umferðirnar og þurfti að ná einu af efstu sætunum í lokaumferðinni og hann tryggði sér 2. sætið í mótaröðinni með því að sigra lokamótið. Í þriðja sæti í mótaröðinni var Sævar Ingi Sævarsson og í því fjórða var Davíð Ómar Sigurbergsson.
Þeir fjórir efstu fá að launum miða á Coolbet Open sem fram fer í nóvember og Brynjar og Jón Ingi fá að auki gistingu á Hilton hótelinu sem er sambyggt Olympic Casinoinu þar sem mótið fer fram.
Röð 10 efstu í mótaröðinni var eftirfarandi:
Nafn | Coolbet ID | Stig | Verðlaunafé | |
1. | Brynjar Bjarkason | WantToBeLikeGarri | 67 | €921 |
2. | Jón Ingi Þorvaldsson | Thorvaldz | 57 | €511 |
3. | Sævar Ingi Sævarsson | Icepoker | 54 | €593 |
4. | Davíð Ómar Sigurbergsson | Thanh_durrrr | 53 | €608 |
5. | Inga Kristín Jónsdóttir | pingccc | 52 | €230 |
6. | Árni Halldór Jónsson | Stormur | 49 | €478 |
7. | Atli Rúnar Þorsteinsson | Atli950 | 44 | €0 |
8. | Daníel Pétur Axelsson | Danzel | 42 | €320 |
9. | Egill Senstius Steingrímsson | lligE | 40 | €261 |
10. | Atli Þrastarson | A_Beerbelly | 39 | €140 |
Við óskum Brynjari til hamingju með sigurinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með sinn árangur. Og svo þökkum við Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins og fyrir þessa veglegu aukavinninga!
Stefnt er að því að verðlaun verði afhent samhliða verlaunaafhendingu í Bikarmóti PSÍ, sem vonandi verður hægt að ljúka fljótlega eftir að samkomubanni verður aflétt.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!