Gunnar Árnason er PLO meistarinn 2019
Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk um miðnættið í gærkvöldi. Það var Gunnar Árnason sem bar sigur úr býtum eftir mikla baráttu við Guðjón Heiðar Valgarðsson sem endaði í öðru sæti. Þegar þeir voru tveir eftir hafði Guðjón yfirgnæfandi forystu með 20x stærri stakk, 800k á móti 40k, en Gunnar náði að saxa á forskotið og hafði að lokum betur. Hér að neðan má sjá röð efstu manna og verðlaunafé:
- Gunnar Àrnason, kr. 228.000
- Guðjón Heiðar Valgarðsson, kr. 185.000
- Hafþór Sigmundsson, kr. 96.000
- Kjartan Fridriksson, kr. 58.000
- Már Wardum
- Einar Eiríksson
- Halldór Sverrisson
- Óskar Kemp
Við óskum Gunnari til hamingju með sigurinn og titilinn Íslandsmeistari í PLO 2019!
Upphaflegt verðlaunafé var 260.000 fyrir 1.sæti og 153.000 fyrir annað sæti en Gunnar og Guðjón gerðu með sér samning þegar þeir voru tveir eftir um ofangreinda skiptingu.
Heildarfjöldi þátttakenda var 16 og keyptu 5 þeirra sig tvisvar inn þannig að alls voru 21 entry í mótið, en boðið var upp á eitt re-entry fyrstu 6 levelin.
Heildar verðlaunafé var 567.000 en gerð var undanþága skv. nýju ákvæði í reglugerð um mótahald á vegum PSÍ þannig að hlutfall sem fór í verðlaunafé var fest í 27.000 af hverju 30.000 þátttökugjaldi.
Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og gjafarar voru Rannveig Eriksen og Alexander Sveinbjörnsson. Við þökkum þeim fyrir vel unnin störf á mótinu og einnig Hugaríþróttafélaginu fyrir samstarfið en félagið lagði til húsnæði fyrir mótið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!