Logi Laxdal er Íslandsmeistari í póker 2020

Síðbúnu Íslandsmóti fyrir mótatímabilið 2020 lauk kl. 20:15 á sunnudagskvöld og var það Logi Laxdal sem stóð uppi sem sigurvegari og er Íslandsmeistari í póker 2020. Lokaborðið hófst kl. 13:00 og hafði því staðið í u.þ.b. 7 klst. þegar yfir lauk og mótið í heild hafði á þeim tíma tekið rúmar 25 klst. frá upphafi en mótið hófst miðvikudaginn 3.mars. Logi kom inn í mótið eins seint og hægt var eða í upphafi dags 2 og hafði ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Það borgaði sig sannarlega, enda hlýtur Logi að launum 1,4mkr í verðlaunafé. Logi er gamalreyndur póker-spilari og var það reyndar mál manna að þetta hafi verið eitthvert mesta þungavigtar lokaborð í sögu Íslandsmóta hvað varðar aldur og reynslu leikmanna. Logi hefur náð góðum árangri á ýmsum mótum í gegnum tíðina og vann m.a. fyrsta Smábokkann, sem haldinn var árið 2017.

Gunnar Árnason varð í öðru sæti en hann hafði viku áður unnið til verðlauna á Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha og varð einnig Íslandsmeistari í PLO árið 2019. Í þriðja sæti varð síðan Halldór Már Sverrisson og er þetta í þriðja sinn sem hann kemst á lokaborð, þar af annað árið í röð.

Heildarfjöldi þátttakenda á mótinu var 96 og var verðlaunafé 6.170.000 sem skiptist á milli 15 efstu manna sem hér segir:

  1. Logi Laxdal – 1.400.000
  2. Gunnar Árnason – 1.000.000
  3. Halldór Már Sverrisson – 750.000
  4. Wilhelm Nordfjord – 600.000
  5. Jónas Nordquist – 480.000
  6. Vignir Már Runólfsson – 400.000
  7. Óskar Þór Jónsson – 320.000
  8. Andrés Vilhjálmsson – 250.000
  9. Sævaldur Harðarson – 190.000
  10. Egill Þorsteinsson – 145.000
  11. Ingó Lekve – 145.000
  12. Davíð Rúnarsson – 130.000
  13. Júlíus Pálsson – 130.000
  14. Inga Guðbjartsdóttir (Poko) – 115.000
  15. Jónas Tryggvi Stefánsson – 115.000

Það var síðan Davíð Ómar Sigurbergsson sem vermdi búbblusætið og hlýtur að launum miða á næsta Íslandsmót, sem ráðgert er í byrjun nóvember 2021.

Framkvæmd mótsins tókst einkar vel og var umgjörð mótsins öll hin glæsilegasta. Mótið var haldið í samstarfi við Póker Express sem lét PSÍ í té húsnæði sitt að Nýbýlavegi 8 og eiga þeir bestu þakkir skildar fyrir. Aftur var tekinn upp sá siður að hafa textalýsingu frá mótinu en Magnús Valur Böðvarsson leysti það af sinni alkunnu snilld á degi 2. Einnig var glæsileg sjónvarpsútsending frá lokaborði mótsins í umsjá GoLine Productions og segja má að með þessari útsendingu sé brotið blað í sögu Íslandsmóta í póker enda hefur lokaborði ekki verið jafn góð skil áður. Upptakan af lokaborðinu er aðgengileg á Youtube á þessari slóð hér. Við viljum að venju þakka Hugaríþróttafélaginu og Póker Express fyrir góða röð undanmóta og Coolbet fyrir öll sín net-undanmót! Og að lokum fá Dominos Pizza bestu þakkir fyrir að fóðra starfsfólk mótsins alla helgina!

Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, að fyrsti dagur Íslandsmótsins sé leikinn í tvennu lagi, en fyrst í stað stóð til að halda hann í þrennu lagi vegna samkomutakmarkana. Þegar þær voru rýmkaðar í byrjun febrúar var unnt að fækka keppnisdögunum niður í tvo. Þetta fyrirkomulag reyndist einkar vel og þótt að það reyndi meira á skipulag og undirbúning þá var framkvæmd mótsins viðráðanlegri fyrir vikið. Árið 2019 kom upp sú óheppilega staða að ekki var nægt framboð af gjöfurum til að starfa við mótið og segja má að það sé í raun orðið óhjákvæmilegt að skipta degi 1 upp í tvennt ef það á að tryggja að gjafarar séu tiltækir á öll borð.

Samhliða lokaborðinu var einnig haldið hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og var það Þór Þormar sem stóð upp sem sigurvegari þar.

Mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson og ritari mótsins og meðdómari var Viktor Lekve.

Við óskum Loga Laxdal til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur! Við þökkum Poker Express fyrir frábært samstarf í undirbúningi og framkvæmd mótsins og Dominos fyrir að fóðra starfsfólk mótsins alla helgina!

Nú kveðjum við loks mótaárið 2020 með kurt og pí og hefjum nýtt mótatímabil að viku liðinni.

Nánari upplýsingar um Íslandsmótið í póker 2020

Nú er bara eitt mót eftir á mótadagskránni fyrir 2020 áður en við getum formlega hafið nýtt mótaár og það er stærsti viðburður ársins, Íslandsmótið í póker 2020.

Mótið verður haldið í sal Póker Express, Nýbýlavegi 8, 2. hæð, Kópavogi og hefst miðvikudaginn 3. mars kl. 17:00 og lýkur sunnudaginn 7. mars með lokaborði og 20k hliðarmóti.

Þátttökugjald er kr. 75.000 ef greitt er fyrir hádegi þriðjudaginn 2. mars og hækkar þá í kr. 80.000. Skráningarfrestur rennur út í upphafi á leveli 9. Greiðsla árgjalds PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eingöngu fram hér á vef PSÍ.

Dagskráin verður sem hér segir mótsdagana:

  • Miðvikudagur 3. mars kl. 17:00 – Dagur 1a
  • Föstudagur 5. mars kl. 17:00 – Dagur 1c
  • Laugardagur 6. mars kl. 12:00 – Dagur 2
  • Sunnudagur 7. mars kl. 13:00 – Dagur 3, lokaborð
  • Sunnudagur 7. mars kl. 14:00 – 20k re-entry hliðarmót

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr hér: https://cutt.ly/GkTXhXo

Hliðarmótið verður með 30mín levelum og sama strúktúr og Íslandsmótið, með 20k stakk og ótakmarkað re-entry.

Við hvetjum alla til að skrá sig á þetta facebook event hér: https://www.facebook.com/events/168267471726139

Eins og fram hefur komið var ákveðið að fella dag 1b niður og rýmka fjöldatakmarkanir á dögum 1a og 1c úr 40 í 64. Skráningar umfram 64 hvorn dag fara á biðlista og komast leikmenn þá að um leið og sæti losna.

Sóttvarnarreglur þær er PSÍ hefur kynnt hér verða í gildi og við viljum biðja alla um að virða sérstaklega eftirfarandi reglur:

  • Keppendur og starfsfólk skulu bera viðurkenndar andlitsgrímur inni á mótsstað.
  • Ekki er grímuskylda fyrir leikmenn og gjafara þegar setið er við keppnisborð á meðan á leik stendur.
  • Keppendur skulu sótthreinsa hendur í hvert sinn sem sest er til keppnisborðs og í hvert sinn sem staðið er upp frá borði.
  • Keppendur og starfsfólk skulu varast alla snertingu við aðra einstaklinga á mótsstað Keppendur skulu einnig varast alla snertingu við andlit á meðan á leik
    stendur.
  • Öll neysla matvæla er óheimil við keppnisborðin. Neysla áfengis er ekki heimil inni á keppnissvæðinu.

Og svo er vert að minna á farsímareglurnar:

  • Hafið ávallt slökkt á hringitónum í símum á mótsstað.
  • Notkun farsíma er heimil á meðan leikmaður er ekki með lifandi hendi fyrir framan sig.
  • Ef sími er notaður á meðan leikmaður er í hendi er gefin ein aðvörun, eftir það mun gjafari drepa hendi leikmanns.
  • Sími má ekki liggja inni á keppnisborði.
  • Ekki má tala í síma við keppnisborð. Leikmenn eru beðnir um að yfirgefa mótssalinn til þess að tala í síma.

Allir sem skráðir eru til leiks í gegnum undanmót munu fá tölvupóst til staðfestingar á því að morgni þriðjudags 2. mars.

Mótið er leikið skv. reglum TDA og reglugerð PSÍ um mótahald.

Stakkur fer ekki inn á borð fyrr en keppandi mætir til leiks, eða þegar skráningarfrestur rennur út.

Samningar um verðlaunafé eru ekki leyfðir á Íslandsmótum og mótið skal leikið til enda til að skera úr um sigurvegara.

Skráið ykkur tímanlega þar sem gera getur þurft eitthvað af tilfærslum á leikmönnum á milli daga.

Vinsamlegast hafið skilríki meðferðis þegar þið komið á mótsstað.

Við óskum öllum þátttakendum góðs gengis!

Egill vinnur PLO titilinn 2020

Síðbúið Íslandsmót í Pot-Limit-Omaha póker fyrir mótaárið 2020 var haldið í gær í sal Poker Express í Kópavogi. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu og voru að auki 9 re-entry í mótið og er það 38% fjölgun frá fyrra ári.

Það var Egill Þorsteinsson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa lagt Einar Eiríksson að velli heads-up. Egill skipar sér óneitanlega í flokk eins af okkar sterkustu spilurum með þessum árangri en hann varð m.a. í öðru sæti á Íslandsmótinu í póker (NLH) 2019 auk þess að hafa náð góðum árangri á fleiri mótum. Þess má til gamans geta að Einar Eiríksson ákvað að taka þátt á síðustu stundu og keypti sig inn þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af skráningarfrestinum.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og gjafarar voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir, Alexander Sveinbjörnsson og Kristján Valsson.

Verðlaunafé á mótinu var alls 1.015.000 og var kostnaðarhlutfall 12,5%. Verðlaunaféð skiptist á milli 5 efstu spilara með eftirfarandi hætti:

  1. Egill Þorsteinsson, 355.000
  2. Einar Eiríksson, 264.000
  3. Sævar Ingi Sævarsson, 183.000
  4. Gunnar Árnason, 122.000
  5. Halldór Már Sverrisson, 91.000

Við óskum Agli til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og starfsólki mótsins fyrir vel unnin störf!

Daníel Pétur Axelsson tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker!!

Íslandsmótið í net-PLO var haldið í fyrsta sinn í nokkur ár og lauk því rétt í þessu eftir tæplega fjögurra klukkustunda leik. Þátttakendur voru 21 talsins og keyptu sig samtals 37 sinnum inn í mótið en boðið var upp á tvö re-entry. Prizepool fór í €2590 og skiptist á milli þeirra 6 efstu sem komust á lokaborð.

Það var enginn annar en Daníel Pétur Axelsson sem vann sigur í mótinu og er því tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker þetta árið!

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson, €958
  2. Haukur Már Böðvarsson, €648
  3. Hafþór Sigmundsson, €389
  4. Kristján Valsson, €259
  5. Þorgeir Karlsson, €194
  6. Þórarinn Kristjánsson, €142

Við óskum Danna til hamingju með þennan magnaða árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Daníel Pétur Axelsson er Íslandsmeistari í net-póker 2020!

Íslandsmótinu í net-póker (NLH) var að ljúka kl. 23:40 og það var Daníel Pétur Axelsson sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum €2330 eftir tæplega 6 klst. leik. Í öðru sæti varð Piotr Wojciechowski með €1529 og í því þriðja Atli Þrastarson með €1092. Heildarverðlaunafé var €7280 og skiptist það á milli 8 efstu sem komust á lokaborð.

Þátttakendur voru 52 talsins og er það smá fjölgun frá fyrra ári þegar 48 tók þátt, þrátt fyrir að sú breyting hafi nú verið gerð að í fyrsta sinn var aðild að PSÍ skilyrði fyrir þátttöku og þátttökugjald hækkað verulega, úr €88 í €150. Á meðal þátttakenda voru 19 sem ekki höfðu tekið þátt í mótum á vegum PSÍ áður og við bjóðum þessa nýju félagsmenn velkomna í hópinn.

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson – €2330
  2. Piotr Wojciechowski – €1529
  3. Atli Þrastarson – €1092
  4. Alexandru Florea – €735
  5. Einar Eiríksson – €553
  6. Eysteinn Einarsson – €408
  7. Halldór Már Sverrisson – €335
  8. Einar Blandon – €298

Við óskum Danzel til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Daníel sigurreifur eftir sigur í hliðarmóti á GUKPT í London 2017
Lokaborð á ÍM í net-póker 2020

Íslandsmót í net-póker 2020

Íslandsmótið í net-póker (NLH) fer fram sunnudaginn 29.nóvember og hefst kl. 18:00. Þátttökugjald er €150 og verður mótið með freezout fyrirkomulagi. Skráningarfrestur í mótið verður til ca. 20:30.

Íslandsmótið í net-PLO fer fram sunnudaginn 6. des. og hefst einnig kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og verður boðið upp á tvö re-entry. Skráningarfrestur verður til ca. 20:40.

Bæði mótin auk undanmóta verða haldin á Coolbet.

Félagsaðild að PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku í báðum mótunum og þeir sem ekki hafa tekið þátt í neinum mótum á vegum PSÍ á árinu geta gengið frá því hér í vefverslun PSÍ.

Coolbet og PSÍ munu áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Til að hægt sé að veita félagsmönnum í PSÍ aðgang að mótunum þarf að fylla út þetta skráningareyðublað hér. Þið getið gert það hvenær sem er fram til föstudagsins 27. nóvember kl. 14:00 fyrir NLH mótið og fyrir sama tíma föstudaginn 4. desember fyrir PLO mótið. Ath að skráning í gegnum þetta form er ekki bindandi fyrir þátttöku í mótinu heldur eingöngu til að tryggja að þið verðið gjaldgeng í mótið á mótsdag.

Undanmót fyrir ÍM í net-póker verða haldin alla sunnudaga og fimmtudaga kl. 20:00 fram að mótinu og fyrir PLO mótið verða undanmót alla þriðjudaga kl. 20:00.

Hér má finna nánari upplýsingar um hvort mót fyrir sig og undanmótin.

Plan C

Nú er þegar orðið ljóst að ekki verði búnar að skapast aðstæður til þess að halda ÍM í lok nóvember og næsta skref er því að skipta yfir í plan C og stefna að því að ÍM 2020 verði haldið í lok janúar. Við gerum því hlé á undanmótum fyrir ÍM og skiptum um fókus og einbeitum okkur að Íslandsmótum í net-póker sem verða skv. áætlun í NLH 29.nóv. og PLO 6. des. (No-Limit-Holdem annars vegar og Pot-Limit-Omaha hins vegar).

Frá og með sunnudeginum 25.október verðum við því með regluleg undanmót fyrir Íslandsmótin í net-póker alla fimmtudaga og sunnudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í net-póker (NLH) og alla þriðjudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í PLO.

ÍM í póker frestað

Þá er það ljóst að nýjar reglur um samkomutakmarkanir eru of hamlandi til að hægt verði að halda ÍM í lok október, eins og til stóð, og því er næsta skref hjá okkur að grípa til varaáætlana.

Eins og er þá horfum við til þess að reyna að halda mótið í lok nóvember, ef þess verður nokkur kostur, og þá yrði mótið haldið dagana 26.-29. nóv. Gangi það ekki eftir verður mótið fært fram í seinni hluta janúar 2021.

Ef ástandið verður óbreytt í lok janúar verður mótið fellt niður og verða þá allir miðar sem unnist hafa í undanmótum greiddir til baka.

Nánari upplýsingar um næstu skref verða sendar út eftir ca. 3 vikur.

Undanmót áfram næstu vikur

Við höldum engu að síður áfram með undanmót á Coolbet, en eingöngu á sunnudögum og sleppum fyrirhuguðum mótum á miðvikudögum.  

Póker Express er einnig með fyrirhuguð undanmót á mánudögum og verður væntanlega áfram.  En tilkynningar um hafa verið sendar í fb grúppuna “Mótapóker á Íslandi”.  Notast er við appið “Poker Bros” og hægt er að hafa samband við Ísak Atla Finnbogason beint á Facebook fyrir nánari upplýsingar eða skráningu í mót.

Net-póker á vegum Hugaríþróttafélagins

Hugaríþróttafélagið, sem hefur verið ötulasti mótahaldari landsins undanfarin misseri flytur nú mótahald sitt á netið á meðan þetta ástand varir.  Settur hefur verið upp “Home game” klúbbur á Pokerstars og til að sækja um aðild þarf einfaldlega þessar upplýsingar:

Club ID number: 3683647
Invitation Code: “Sidumuli37” 
(ath. að greinarmunur er gerður á litlum og stórum stöfum)

Nú þegar er búið að auglýsa mót þar í kvöld, mánudagskvöld, og einnig á miðvikudag og föstudag og verður væntanlega fastur liður á þessum dögum næstu vikur.

Það verður að vera plan B…

Við höldum ótrauð áfram með undanmót og annan undirbúning fyrir Íslandsmót sem fyrirhugað er síðustu helgina í október. Næsta undanmót verður núna á sunnudag og verður með sama sniði og síðast.

Á sama tíma þá dylst það engum að þessar vikurnar ríkir talsverð óvissa um hvort hægt verði að halda mótið á tilsettum tíma. Ef ekki verða settar á strangari samkomutakmarkanir en nú er þá er útlit fyrir að við getum haldið mótið en ef þær verða hertar á næstu dögum eða vikum þá höfum við eftirfarandi varaáætlanir:

Plan B: Fresta móti þar til í lok nóvember, að því gefnu að slakað verði á reglum um samkomutakmarkanir fyrir þann tíma.

Plan C: Fresta móti þar til í lok janúar og lengja reiknings- og upppjörstímabil PSÍ þannig að reikningsárið 2020 nái til loka janúar 2021 og félagsgjöld sem greidd eru á árinu 2020 gildi út þann mánuð.

Plan D: Ef samkomutakmarkanir koma enn í veg fyrir mótshald í lok janúar 2021 verður mótið fellt niður og miðar sem unnist hafa í undanmótum verða greiddir út. Miðar úr live undanmótum hér á landi verða greiddur út í ísl. krónum og miðar sem unnist hafa á Coolbet verða greiddir út sem innistæða í evrum.

Við hvetjum alla til að taka áfram þátt í undanmótunum og taka frá síðustu helgina í október, en jafnframt hafa á bak við eyrað að allt er í heiminum hverfult um þessar mundir.

Sjáumst á Coolbet á sunnudag kl. 20:00!

552 commentsLikeCommentShare

Haustdagskrá PSÍ

Það er búið að vera erfitt að reyna að sjá í gegnum Covid-þokuna undanfarna mánuði og átta okkur á því hvaða starfsemi við getum haldið úti við þessar aðstæður sem uppi hafa verið. Við höfum því legið undir feldi og haldið að okkur höndum frá því í vor í þeirri von að línur myndu skýrast eitthvað þegar nær liði haustinu.

Og nú í vikunni kom stjórn PSÍ loks saman og réði ráðum sínum varðandi haustdagskrána og tók eftirfarandi ákvarðanir:

  • ÍM verður haldið skv. áður auglýstri dagskrá, síðustu helgina í október, að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að reglur um sóttvarnir og aðrar aðstæður leyfi.
  • Stórbokki verður felldur niður þetta árið.
  • ÍM í PLO verður haldið laugardaginn 14. nóvember, með sömu fyrirvörum og áður er getið.
  • Síðan endum við árið með sérstöku boðsmóti fyrir gjafara og starfsfólk móta undanfarinna missera, annað hvort laugardaginn 21.nóv eða 28.nóv, eftir því hvor dagsetningin hentar betur.
  • Dagskrá net-móta verður óbreytt í lok nóvember og byrjun desember.

Stefnt er að því að koma undanmótum fyrir ÍM af stað á Coolbet í komandi viku. Ef svo færi að ÍM yrði á endanum aflýst verða þeir miðar sem vinnast á Coolbet greiddir út í inneign þar. Einnig vonumst við til að geta komið af stað live undanmótum í samstarfi við pókerklúbba sem fyrst líka. Og það sama gildir þar að ef ÍM verður ekki haldið þá verða slíkir miðar greiddir til baka í nóvember.

Við vonum að félagsmenn sýni því raski sem orðið hefur á starfsemi PSÍ á árinu skilning og einnig ef þörf mun verða á frekari breytingum á dagskrá það sem eftir lifir ársins.

Sjá uppfærða mótadagskrá hér.