Úrslit á ÍM í net-póker 2019

Það var hinn góðkunni Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti Íslandsmeistaratitilinn í net-póker eftir rétt rúmlega fjögurra klukkustunda leik á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi.  Sævar hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af okkar bestu spilurum en hann varð m.a. í öðru sæti á ÍM 2018 og vann sigur á Smábokkanum fyrr á árinu og er nú fyrstur til að sigra tvö mót á vegum PSÍ á sama árinu.

Alls tóku 48 þátt í mótinu og var heildarverðlaunafé €3840 og skiptist það á milli þeirra 8 efstu sem komust á lokaborðið.  Í skilmálum fyrir mótið var þess getið að hin réttu nöfn þeirra sem ynnu til verðlauna yrðu opinberuð og hér má sjá lista yfir verðlaunahafa á mótinu:

1. Sævar Ingi Sævarsson – Icepoker – €1248.00
2. Guðni Ólafsson – BOBBYGKILO – €806.40
3. Daniel Axelsson – Danzel – €576.00
4. Kristján Valsson – homer333 – €384.00
5. Edison Banushi – Landafylleri – €288.00
6. Hilmar Einarsson – Hestur123 – €211.20
7. Atli Thorsteinsson – ATLI950 – €172.80
8. Örn Árnason – orninn – €153.60

Við óskum Sævari Inga til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

 

Íslandsmótið í net-póker 2019

Mótadagskráin er ekki alveg búin þetta árið, en Íslandsmótið í net-póker er eftir og verður það haldið sunnudaginn 15.desember kl. 20:00.  Mótið fer fram á Coolbet að þessu sinni og verður buy-in €88 (€80+8).  Þetta verður deepstack mót með 15k upphafsstakk og 12 mínútna level og verður skráningarfrestur út level 8.

Nokkur undanmót verða haldin á Coolbet og fer það fyrsta fram núna í kvöld kl. 20:00. Síðan verða einnig undanmót á sama tíma á þriðjudag og fimmtudag kl. 20:00.  Þessi undanmót verða €5,50 re-buy mót með add-on og verða 2 miðar tryggðir í þeim öllum.

Á sunnudeginum 15.des verður undanmót kl. 18:00 sem verður með €16.50 freezout sniði. Síðan kl. 19:30, 19:40 og 19:50 verða €11 flip undanmót þar sem ein hendi ræður úrslitum og einn miði í verðlaun í hverju þeirra.

Ath. að nöfn vinningshafa verða gefin upp að móti loknu.

Sjá nánari upplýsingar hér:  https://www.coolbet.com/is/islandsmotid-2019

Örnólfur Smári er Íslandsmeistari í póker 2019!

Örnólfur Smári Ingason er Íslandsmeistari í póker 2019!
 
Íslandsmótinu var að ljúka síðdegis á sunnudag eftir stutta og snarpa viðureign þeirra sem komust á lokaborð. Aðeins tók 3 og hálfa klukkustund að knýja fram úrslit en lokaborðið hófst kl 13:30 og síðasta hendin var gefin kl 16:59.
 
Örnólfur var með næststærsta stakkinn í upphafi á þriðja degi mótsins en þá voru 11 eftir. Hann komst svo upp fyrir Egil Þorsteinsson, sem var lengi vel með helming allra chippa í umferð, þegar hann tók út Magnús Böðvarsson sem endaði í 4.sæti og siðan Má Wardum sem lenti í 3.sæti.
 
Viðstaddir bjuggust þá við langri heads-up viðureign enda var meðalstakkur þá um 120bb. Það tók hins vegar aðeins hálftíma að klára heads-up viðureignina en þá endaði Egill all-in með AK á móti 77 hjá Örnólfi og sjöurnar héldu.
Alls tóku 119 þátt í mótinu og var þetta fjölmennasta Íslandsmót sem haldið hefur verið síðan 2015 en fjöldi þátttakenda hefur verið að vaxa jafnt og þétt síðustu 2 árin.  Verðlaunafé var samtals 6.110.000 kr. og skiptist á milli 18 efstu keppenda á eftirfarandi hátt:
  1. Örnólfur Smári Ingason, 1.500.000
  2. Egill Þorsteinsson, 950.000
  3. Már Wardum, 660.000
  4. Magnús Valur Böðvarsson, 530.000
  5. Ívar Örn Böðvarsson, 420.000
  6. Halldór Már Sverrisson, 330.000
  7. Inda Hrönn Björnsdóttir, 260.000
  8. Þorri Þorsteinsson, 200.000
  9. Gylfi Þór Jónasson, 200.000
  10. Hákon Baldvinsson, 150.000
  11. David Friðriksson, 150.000
  12. Steinn Thanh Du Karlsson, 120.000
  13. Rúnar Rúnarsson, 120.000
  14. Sævar Ingi Sævarsson, 120.000
  15. Agnar Jökull Imsland Arason, 100.000
  16. Styrmir Franz Arnarsson, 100.000
  17. Arnar Freyr Logason, 100.000
  18. Inga Guðbjartsdóttir, 100.000

Þess má geta að tveir komust á lokaborð annað árið í röð, þeir Ívar Örn Böðvarsson, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, og Þorri Þorsteinsson og verður það að teljast nokkuð merkilegur árangur. Og það þarf vart að geta þess að Örnólfur er yngsti Íslandsmeistari sem við höfum átt en hann á enn nær 3 mánuði eftir í tvítugt.

Segja má að mótshelgin hafi tekist frábærlega í nær alla staði og stjórn PSÍ vill þakka öllum sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins kærlega fyrir vel unnin störf. Að sjálfsögðu hefðum við viljað fá fleiri gjafara til starfa en við þökkum þeim gjöfurum sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur.
 
Viktor Lekve sá um mótsstjórn með glæsibrag og einnig Andri Geir Hinriksson sem stóð vaktina sem mótsritari og aðstoðardómari og er þetta í fyrsta sinn sem höfum mótsstjóra í móti á vegum PSÍ með TDA vottun en Viktor lauk því prófi nú í vikunni. Jón Ingi Thorvaldsson, gjaldkeri, sá um að stýra undirbúningi og skipulagningu mótsins og einnig komu Már Wardum, formaður og Einar Þór Einarsson, ritari að undirbúningnum og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir að koma þessu öllu heim og saman.
 
Hugaríþróttafélag Íslands fær bestu þakkir fyrir frábært samstarf en þar var þétt undanmótadagskrá sem skilaði 30 miðum í mótið, auk þess sem félagið útvegaði aðstöðu fyrir lokaborðið og 20k lokamót helgarinnar. Einnig hélt Spilaklúbbur Norðurlands röð undanmóta sem skiluðu 5 keppendum. Að auki áttum við mjög farsælt samstarf við Coolbet sem héldu alls 8 undanmót sem skiluðu 18 miðum. Coolbet bauð einnig upp á þá skemtilegu nýjung að leyfa veðmál á keppendur í mótinu. Vonandi verður hægt endurtaka það að ári. Og síðast en ekki síst þökkum við Dominos fyrir að fóðra starfsfólk alla helgina og keppendur á lokametrunum.  Alls komu 55 miðar út úr undanmótum í þetta sinn.
 
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á mótinu og Örnólfi sérstaklega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!!
 

 

Lokavikan fyrir ÍM 2019!

Það verður mikið um að vera í þessari viku.  Þrjú undanmót eru eftir og auk þess fer COOLBET í gang með veðmál á leikmenn í mótinu nú í vikunni.

Dagskrá vikunnar er í megindráttum þessi:

Þriðjudagur 29.okt.

19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu.  Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on!

Miðvikudagur 30.okt.

19:30 – Undanmót hjá Spilaklúbbi Norðurlands, Akureyri, Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on!

20:00 – On-line undanmót á COOLBET.  Ótakmarkað €33 re-buy í 60 mín. 10 mín level!

Fimmtudagur 31.okt.

19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu.  Ótakmarkað 3k re-buy með 3k add-on!

Föstudagur 1. nóv.

17:00 – Íslandsmótið í póker hefst á Hótel Völlum, Hafnarfirði.  Allar nánari upplýsingar hér.

 

Við minnum á að þátttökugjaldið á ÍM hækkar í kr. 65.000 kl. 12:00 á hádegi á föstudag.  Þeir sem ekki ná í miða á undanmótum vikunnar eru hvattir til þess að ganga frá skráningu fyrir þann tíma.  Við hvetjum einnig alla til þess að nota DEBET kort frekar en kredit kort ef þess er kostur.  Það eru lægri færslugjöld af þeim þannig að það er öllum félagsmönnum til góða.

 

Allir sem hafa unnið miða í undanmótum eða hafa skráð sig á netinu áður en mótið hefst eru sjálfkrafa skráðir í mótið.  Það eina sem þið þurfið að gera er að ganga úr skugga um að búið sé að ganga frá árgjaldi til PSÍ þetta árið.  Síðan er bara að mæta á staðinn með skilríki með mynd (ökuskírteini/vegabréf) til að fá afhent mótsgögn.

Smellið hér til að ganga frá skráningu!

Gangi ykkur vel!

 

 

Undanmót fyrir ÍM 2019

Fyrstu online undanmótin hefjast á morgun sunnudaginn 6.október kl. 20:00. Það er Coolbet sem sér um það fyrir okkur í ár, rétt eins og í fyrra. Mótin verða með €33 buy-in og hægt verður að kaupa sig inn aftur ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Undanmót verða á Coolbet hvern sunnudag og miðvikudag kl. 20:00 fram að Íslandsmóti og verður einn miði tryggður í hverju móti.

Í fyrsta mótinu er sérstakur kaupauki fyrir þá sem skrá sig en með skráningu fylgir frímiði á mót sem fram fer á miðvikudag kl. 18:00 að íslenskum tíma. Í því móti verða m.a. í verðlaun pakkar á Premier League leik að eigin vali á tímabilinu Okt-Feb. Sjá nánar hér.

Hugaríþróttafélagið lætur ekki deigan síga og verður með undanmót alla fimmtudaga fram að ÍM og svo bætast einnig við mót á þriðjudögum síðustu vikurnar.  Mótin hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast kl. 19:00.

Við hvetjum alla félagsmenn til að freista gæfunnar bæði á Coolbet og hjá Hugaríþróttafélaginu næstu 4 vikurnar. Það stefnir í frábært Íslandsmót en nú þegar eru mun fleiri komnir með miða á mótið en á sama tíma í fyrra!

Hótel tilboð vegna ÍM 2019

Hótel tilboð vegna ÍM 2019 (English below)

Hótel Vellir býður félagsmönnum PSÍ eftirfarandi sérkjör á hótelherbergjum helgina 1.-3. nóvember:

Eins manns herbergi: 12.000 kr./nótt
Tveggja manna herb.: 14.500 kr./nótt

Til að bóka sendið tölvupóst á info@hotelvellir.com með eftirfarandi upplýsingum:
– Nafn
– Dagsetningar
– Hvort þið viljið eins eða tveggja manna herbergi.
– Takið fram að þið séuð að taka þátt í ÍM í póker!

Hótelið sendir ykkur síðan upplýsingar um hvernig gengið er frá greiðslu.

————————————–

Hotel offer for the 2019 Icelandic Poker Championship:

Hótel Vellir (the tournament venue) offers our members the following deal on hotel rooms:

Single room: 12.000 ISK/night
Double/Twin room: 14.500 ISK/night.

To make a reservation send an email to info@hotelvellir.com with the following information:
– Name
– Dates
– Type of room (single/double/twin)
– Mention that you are participating in the the Icelandic Poker Championship!

The hotel will then send you further information on how to complete the booking with a payment.

Íslandsmótið í Póker 2019!

Íslandsmótið í póker verður haldið helgina 1.-3. nóvember í ár.  Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra og verður haldið á sama stað, enda virtist almenn ánægja með fyrirkomulagið.

Mótið verður haldið á Hótel Völlum í Hafnarfirði og hefst það kl. 17:00 á föstudeginum 1. nóvember.  Dagur 2 hefst kl. 12:00 á laugardag 2.nóv og síðan verður lokaborðið leikið kl. 13:00 á sunnudeginum.

Mótið er opið öllum 18 ára og eldri og hlýtur sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari í póker, óháð þjóðerni.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og er einungis tekið við skráningum á hér vef PSÍ.

Sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá hér.

Skráið ykkur einnig endilega inn á þetta event hér á facebook.


The 2019 Icelandic poker championship will be held 1-3 November.

The tournament will be held at Hotel Vellir in Hafnarfjördur (near Reykjavik) and will start at 17:00 on Friday the 1st.  Day 2 will start at 12:00 on Saturday the 2nd and will be played down to 9 players. The final table will be played on Sunday the 3rd.

The tournament is open to all nationalities and the winner will receive the title Icelandic Champion regardless of nationality.

Entry fee is ISK 60.000 and registration is only available through this page.

Click here for more information on structure and schedule.

Please also register on this event on facebook.

 

Gunnar Árnason er PLO meistarinn 2019

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk um miðnættið í gærkvöldi. Það var Gunnar Árnason sem bar sigur úr býtum eftir mikla baráttu við Guðjón Heiðar Valgarðsson sem endaði í öðru sæti.  Þegar þeir voru tveir eftir hafði Guðjón yfirgnæfandi forystu með 20x stærri stakk, 800k á móti 40k, en Gunnar náði að saxa á forskotið og hafði að lokum betur.  Hér að neðan má sjá röð efstu manna og verðlaunafé:

  1. Gunnar Àrnason, kr. 228.000
  2. Guðjón Heiðar Valgarðsson, kr. 185.000
  3. Hafþór Sigmundsson, kr. 96.000
  4. Kjartan Fridriksson, kr. 58.000
  5. Már Wardum
  6. Einar Eiríksson
  7. Halldór Sverrisson
  8. Óskar Kemp

Við óskum Gunnari til hamingju með sigurinn og titilinn Íslandsmeistari í PLO 2019!

Upphaflegt verðlaunafé var 260.000 fyrir 1.sæti og 153.000 fyrir annað sæti en Gunnar og Guðjón gerðu með sér samning þegar þeir voru tveir eftir um ofangreinda skiptingu.

Heildarfjöldi þátttakenda var 16 og keyptu 5 þeirra sig tvisvar inn þannig að alls voru 21 entry í mótið, en boðið var upp á eitt re-entry fyrstu 6 levelin.

Heildar verðlaunafé var 567.000 en gerð var undanþága skv. nýju ákvæði í reglugerð um mótahald á vegum PSÍ þannig að hlutfall sem fór í verðlaunafé var fest í 27.000 af hverju 30.000 þátttökugjaldi.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og gjafarar voru Rannveig Eriksen og Alexander Sveinbjörnsson.  Við þökkum þeim fyrir vel unnin störf á mótinu og einnig Hugaríþróttafélaginu fyrir samstarfið en félagið lagði til húsnæði fyrir mótið.

Íslandsmótið í PLO verður 7.september!

Íslandsmótið í PLO verður fyrsta mótið á haustdagskránni hjá PSÍ.  Mótið fer fram laugardaginn 7.september og er það viku fyrr en áður hafði verið gefið út í mótadagskrá ársins.  Mótið hefst kl. 14:00 og fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins í Síðumúla.

Þátttökugjald er kr. 30.000 (27k+3k) og verður að þessu sinni boðið upp á eitt re-entry.  Skráningarfrestur og frestur til að kaupa sig inn aftur rennur út eftir level 6.  Strúktúr mótsins má sjá hér að neðan.

Gerð hefur verið breyting á grein 7 í reglugerð um mótahald á vegum PSÍ þannig að heimilt sé að festa það hlutfall þátttökugjalds sem fer í að mæta kostnaði á smærri mótum.  Stjórn PSÍ hefur því ákveðið að festa það hlutfall á þessu móti þannig að af 30.000 kr. þátttökugjaldi og re-entry gjaldi fara 27.000 í verðlaunafé.

 

TheMakkster er Íslandsmeistari í net-póker 2018

Íslandsmótið í net-póker fór fram sunnudaginn 16. desember 2018.  Alls tóku 50 keppendur þátt í mótinu sem fram fór á PartyPoker.  Þátttökugjald var €88 (€80+8) og var því heildarverðlaunafé €4000 eða ca. 555þús ISK á gengi dagsins og unnu 7 efstu til verðlauna.  Mótið hófst kl. 19:00 að íslenskum tíma og stóð yfir í rétt rúmar 5 klst.

Sigurvegari mótsins var themakkster með €1400 í verðlaunafé, í 2. sæti var Novite311 með €940 og í 3. sæti TenJacker með €600.

Leitað var eftir því hjá þremur efstu að fá rétt nöfn þeirra uppgefinn en enginn vildi láta nafns síns getið þannig að við getum því ekki upplýst um það eða veitt nein fýsísk verðlaun að þessu sinni.

Við óskum themakkster til hamingju með sigurinn og sömuleiðis öllum sem unnu til verðlauna á mótinu og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót!

(Meðfylgjandi eru skjáskot af fyrstu hendi á lokaborði og síðan af stöðunni í lok móts.)