Online Íslandsmótið 2018 verður 16.des!

Því miður var ekki hægt að koma því við að halda online ÍM 2.des eins og til stóð skv. mótadagskrá.  En það verður þess í stað haldið sunnudaginn 16. desember kl. 19:00.

Mótið fer fram á PartyPoker og verður þátttökugjald €88 (€80+8).

Leikin verða 12 mín. level og ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn (freeze-out).

 

Ísak Atli Finnbogason er Íslandsmeistari 2017

Íslandsmótið í póker fór fram dagana 20.-22. október sl. í Hótel Borgarnesi og var lokaborðið leikið viku síðar hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur í Síðumúla.   Leik lauk um kl. 3:20 aðfararnótt sunnudags og var það Ísak Atli Finnbogason sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum kr. 1.427.000 auk glæsilegra verðlaunagripa, bæði armband og bikar til eignar auk farandbikars.

Þeir sem komust á lokaborð og skipuðu 9 efstu sætin voru eftirfarandi:

1. Ísak Atli Finnbogason, kr. 1.427.000
2. Einar Már Þórólfsson, kr. 913.000
3. Sigurður Dan Heimisson, kr. 641.000
4. Hafsteinn Ingimundarson, kr. 468.000
5. Guðmundur Helgi Ragnarsson, kr. 313.000
6. Jón Freyr Hall, kr. 253.000
7. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 196.000
8. Garðar Geir Hauksson, kr. 173.000
9. Einar Eiríksson, kr. 154.000

Hér má finna ítarlega lýsingu á gang leiksins frá upphafi til enda lokaborðsins sem Magnús Valur Böðvarsson ritaði af sinni alkunnu snilld. Hér má einnig finna upptökur af lokaborðinu í fjórum hlutum: hluti 1, hluti 2, hluti 3, hluti 4.

Við óskum Atla til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir þeirra framlag!

Umfjöllun um Íslandsmótið 2017 í Brennslunni FM957

Íslandsmótið í póker 2017 – Umfjöllun

Sunna formaður, Maggi BÖ fréttaritari og Snapchat/Póker goðsögnin Djaniel Már skelltu sér í heimsókn í Brennsluna á FM957.

Smellið á hnappinn hér fyrir neðan og njótið.

[sc_embed_player fileurl=”https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2017/10/Brennslan-12-10-17.mp3″]