Entries by Jon Thorvaldsson

Online Íslandsmótið 2018 verður 16.des!

Því miður var ekki hægt að koma því við að halda online ÍM 2.des eins og til stóð skv. mótadagskrá.  En það verður þess í stað haldið sunnudaginn 16. desember kl. 19:00. Mótið fer fram á PartyPoker og verður þátttökugjald €88 (€80+8). Leikin verða 12 mín. level og ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn […]

Ívar Örn er Íslandsmeistari 2018!

Íslandsmótinu í póker 2018 var að ljúka um kl. 19:00 í kvöld.  Það var Ívar Örn Böðvarsson sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum 1.150.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Sævar Ingi Sævarsson með 790.000 í verðlaunafé og í því þriðja varð Aðalsteinn Jóhann Friðriksson með 520.000. Heildarlista yfir þátttakendur og verðlaunahafa […]

Íslandsmótið í póker fer fram 5.-7. október 2018

Íslandsmótið í póker 2018 verður haldið að Hótel Völlum, Hafnarfirði, dagana 5.-7.október.  Mótið hefst kl. 17 á föstudeginum, á laugardeginum verður spilað þar til 9 manna lokaborð stendur eftir og lokaborðið verður síðan leikið til enda á sunnudeginum. Sjá strúktúr og dagskrá hér. Þátttökugjald er kr. 60.000 og skráning er hafin hér á vef PSÍ.   Skráið ykkur […]

Úrslit Stórbokka 2018

Stórbokkanum var að ljúka núna rétt fyrir klukkan eitt eftir stutta og snarpa heads-up viðureign þeirra Hafþórs Sigmundssonar og Ívars Þórðarsonar.  Það var Hafþór sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum nafnbótina Stórbokki 2018.  Fyrstu 4 sætin skipuðu: Hafþór Sigmundsson, 736.000 Ívar Þórðarson, 508.000 Alfreð Clausen, 316.000 Gunnar Árnason, 193.000 Búbblusætið vermdi síðan […]

Stórbokki 1. september 2018!

Stórmótið Stórbokki 2018 verður haldið laugardaginn 1.september of fer fram í hinum glæsilega sal Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Við bryddum upp á þeirri nýbreytni í þetta sinn að hefja dagskrána kl. 12:00 á hádegisverði sem er innifalinn í þátttökugjaldi fyrir alla sem skrá sig fyrir kl. 18:00 daginn áður eða föstudaginn 31.ágúst.  Mótið hefst síðan kl. […]

Úrslit á Smábokka 2018

Mótið Smábokki er nú orðið að árlegum viðburði hjá okkur og fór það fram núna um helgina á Casa.  Mótið var spilað á þremur dögum, boðið var upp á tvo möguleika á að spila dag eitt, 7. og 8. júní, og dagur tvö var síðan leikinn laugardaginn 9.júní.  Mótsstjóri var Ingi Þór Einarsson og gjafarar […]

Staðan í Smábokka eftir dag 1

Degi 1B á Smábokka 2018 var að ljúka rétt í þessu.  Alls tóku 51 þátt í mótinu og komust 18 af þeim yfir á dag 2.  Það verða því tvö full borð sem hefja leik kl. 13:00 í dag. Eftirtaldir eru ennþá inni í mótinu: Egill Þorsteinsson 258.000 Brynjar Rafn 175.500 Ingvar Sveinsson 156.900 Einar […]

Smábokkinn 2018 verður haldinn 7.-9. júní

Smábokkinn 2018 verður haldinn á pókerklúbbnum Casa, sem er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis (gengið inn úr “Fógetagarðinum” og niður í kjallara), dagana 7.-9. júní nk. Í fyrra voru keppendur alls 108 talsins og var þetta fjölmennasta mót ársins. Boðið verður upp á tvo möguleika að spila dag 1, fimmtudag og föstudag og síðan verður […]

Halldór Már er Omaha meistari 2018

Íslandsmótið í PLO (Pot-limit Omaha) fór fram á Casa í gær, laugardaginn 12. maí 2018.  Þátttakendur voru 14 talsins og var þátttökugjald kr. 30.000. Sigurvegari mótsins varð Halldór Már Sverrisson og hlaut að launum kr. 171þús auk verðlaunagrips og nafnbótarinnar Íslandsmeistari í PLO 2018.  Í öðru sæti varð Kári Sigurðsson með kr. 101þús og í […]

Mótadagskrá 2018

Þá er starf nýrrar stjórnar og mótanefndar loksins að komast á skrið og liggur nú fyrir mótadagskrá fyrir árið 2018. Við viljum biðjast velvirðingar á þeirri töf sem hefur orðið á að kynna dagskrána en hún er eftirfarandi (þátttökugjald innan sviga): 12.maí Íslandsmót í PLO – (kr. 30.000) 7.-9. júní Smábokki – (kr. 20.000) 1. […]