Nú er bara eitt mót eftir á mótadagskránni fyrir 2020 áður en við getum formlega hafið nýtt mótaár og það er stærsti viðburður ársins, Íslandsmótið í póker 2020.
Mótið verður haldið í sal Póker Express, Nýbýlavegi 8, 2. hæð, Kópavogi og hefst miðvikudaginn 3. mars kl. 17:00 og lýkur sunnudaginn 7. mars með lokaborði og 20k hliðarmóti.
Þátttökugjald er kr. 75.000 ef greitt er fyrir hádegi þriðjudaginn 2. mars og hækkar þá í kr. 80.000. Skráningarfrestur rennur út í upphafi á leveli 9. Greiðsla árgjalds PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku.
Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eingöngu fram hér á vef PSÍ.
Dagskráin verður sem hér segir mótsdagana:
- Miðvikudagur 3. mars kl. 17:00 – Dagur 1a
- Föstudagur 5. mars kl. 17:00 – Dagur 1c
- Laugardagur 6. mars kl. 12:00 – Dagur 2
- Sunnudagur 7. mars kl. 13:00 – Dagur 3, lokaborð
- Sunnudagur 7. mars kl. 14:00 – 20k re-entry hliðarmót
Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr hér: https://cutt.ly/GkTXhXo
Hliðarmótið verður með 30mín levelum og sama strúktúr og Íslandsmótið, með 20k stakk og ótakmarkað re-entry.
Við hvetjum alla til að skrá sig á þetta facebook event hér: https://www.facebook.com/events/168267471726139
Eins og fram hefur komið var ákveðið að fella dag 1b niður og rýmka fjöldatakmarkanir á dögum 1a og 1c úr 40 í 64. Skráningar umfram 64 hvorn dag fara á biðlista og komast leikmenn þá að um leið og sæti losna.
Sóttvarnarreglur þær er PSÍ hefur kynnt hér verða í gildi og við viljum biðja alla um að virða sérstaklega eftirfarandi reglur:
- Keppendur og starfsfólk skulu bera viðurkenndar andlitsgrímur inni á mótsstað.
- Ekki er grímuskylda fyrir leikmenn og gjafara þegar setið er við keppnisborð á meðan á leik stendur.
- Keppendur skulu sótthreinsa hendur í hvert sinn sem sest er til keppnisborðs og í hvert sinn sem staðið er upp frá borði.
- Keppendur og starfsfólk skulu varast alla snertingu við aðra einstaklinga á mótsstað Keppendur skulu einnig varast alla snertingu við andlit á meðan á leik
stendur. - Öll neysla matvæla er óheimil við keppnisborðin. Neysla áfengis er ekki heimil inni á keppnissvæðinu.
Og svo er vert að minna á farsímareglurnar:
- Hafið ávallt slökkt á hringitónum í símum á mótsstað.
- Notkun farsíma er heimil á meðan leikmaður er ekki með lifandi hendi fyrir framan sig.
- Ef sími er notaður á meðan leikmaður er í hendi er gefin ein aðvörun, eftir það mun gjafari drepa hendi leikmanns.
- Sími má ekki liggja inni á keppnisborði.
- Ekki má tala í síma við keppnisborð. Leikmenn eru beðnir um að yfirgefa mótssalinn til þess að tala í síma.
Allir sem skráðir eru til leiks í gegnum undanmót munu fá tölvupóst til staðfestingar á því að morgni þriðjudags 2. mars.
Mótið er leikið skv. reglum TDA og reglugerð PSÍ um mótahald.
Stakkur fer ekki inn á borð fyrr en keppandi mætir til leiks, eða þegar skráningarfrestur rennur út.
Samningar um verðlaunafé eru ekki leyfðir á Íslandsmótum og mótið skal leikið til enda til að skera úr um sigurvegara.
Skráið ykkur tímanlega þar sem gera getur þurft eitthvað af tilfærslum á leikmönnum á milli daga.
Vinsamlegast hafið skilríki meðferðis þegar þið komið á mótsstað.
Við óskum öllum þátttakendum góðs gengis!