Entries by Jon Thorvaldsson

Staðan eftir dag 1 á Smábokka 2022

Þá er degi 1 lokið á Smábokka. Leikar hefjast aftur á morgun, laugardag kl. 13:00 og verður þá leikið til þrautar. Talsvert færri tóku þátt nú í ár en undanfarin tvö ár og voru entry í mótið samtals 53, en voru 82 síðast þegar Smábokki var haldinn í september sl. Alls tóku 40 manns þátt […]

Viskýmeistarinn fer með sigur af hólmi

Lokaborðið í Coolbet bikarnum fór fram í gær en þar öttu 9 stigahæstu keppendur kappi um stórglæsilega aukavinninga frá Coolbet upp á samtals 850.000 ISK. Það var Atli Þrastarson (WiskyMaster) sem bar sigur af hólmi og fær ásamt Sævari Inga og Gunnari Árnasyni €1300 pakka fyrir hóteli og miða á Coolbet Open Main Event, sem […]

Smábokki 2022

Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi. Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á fimmtudag). Mótið fer fram í sal […]

Stigakeppni lokið í Coolbet bikarnum

Lokaumferð í stigakeppni Coolbet bikarsins fór fram í gær og liggur nú fyrir hvaða 9 leikmenn muni etja kappi um 9 aukavinninga í boði Coolbet að verðmæti 850.000 ISK! Þeir sem komast á lokaborðið eru: Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS) Inga Kristín Jónsdóttir (pingz) Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli) Gunnar Árnason (OtherFkr) Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021) Magnús Valur […]

Coolbet bikarinn hefst 6.febrúar!

Mótaröðin Coolbet bikarinn hefst 6. febrúar kl. 20:00 og Coolbet gerir enn betur við félagsmenn PSÍ en nokkru sinni fyrr! Að þessu sinni verða 9 verðlaunasæti á lokaborðinu sem fram fer 3. apríl 2022: sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300 sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + […]

Ársþing PSÍ 2022

Ársþing Pókersambands Íslands 2022 verður haldið sunnudaginn 16. janúar kl. 16:00. Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ. Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða […]

Úrslit á ÍM í net-PLO 2021

Síðasta mót ársins, Íslandsmótið í net-PLO 2021 fór fram sunnudaginn 5. desember og hófst það kl. 18:00. Alls tóku 24 þátt í mótinu og voru að auki 12 re-entry inn í mótið en leyfð voru 2 re-entry á hvern keppanda. Heildarverðlaunafé var €2520 og skiptist á milli 6 efstu keppenda. Það var Halldór Már Sverrisson […]

Úrslit á ÍM í net-póker 2021

ÍM í net-póker lauk rétt í þessu eða klukkan 0:21. Það var Óskar Páll Davíðsson (Goggarinn) sem stóð uppi sem sigurvegari eftir lokaeinvígi við Kristján Óla Sigurðsson (Hofdinginn2021). Í þriðja sæti varð síðan Ágúst Daði Guðmundsson (Gianthead). Þess má til gamans geta að Óskar Páll vann miða í Íslandsmótið í “FREEbuy” móti á Coolbet rétt […]

Íslandsmótið í net-póker 2021

Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 28.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €150. Haldin verða undanmót á Coolbet sunnudaga og fimmtudaga fram að mótinu kl. 20:00. Einnig verður haldið í ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 5.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og boðið er upp á tvö […]

Guðmundur Auðun er Íslandsmeistar í póker 2021

Guðmundur Auðun Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í póker sem lauk um kl. 20 í kvöld en leikur á lokaborðinu hafði þá staðið í u.þ.b. 6 og hálfa klukkustund. Agnar Jökull Imsland Arason varð í öðru sæti og Hjörtur Atli Guðmundsson í því þriðja. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2017 sem Guðmundur […]