Quarantine Cup 2021 hefst 31. mars!

(Scroll down for an English version below….)

Í ljósi aðstæðna frestast allt mótahald í raunheimum næstu vikurnar. Smábokki, sem átti að fara fram 8.-10. apríl frestast um óákveðinn tíma og verður haldinn við fyrsta tækifæri. Bikarmót PSÍ sem var inni í drögum að mótadagskrá 2021 verður felld niður þetta árið og við gerum aðra tilraun með slíka mótaröð á næsta ári.

En í millitíðinni blásum við til net-póker veislu í samstarfi við Coolbet! Quarantine Cup 2021 hefst miðvikudaginn 31. mars og er búið að stilla upp rúmlega 3ja vikna þéttri dagskrá og glæsilegum aukavinningum í boði Coolbet!

Öll mótin verða opin fyrir alla með búsetu á Íslandi að einu móti undanskildu en lokamótið, Quarantine Cup Main Event, verður að þessu sinni exclusive fyrir meðlimi PSÍ. Meðlimir PSÍ munu einnig safna stigum í öllum aðalmótunum á dagskránni og Coolbet gefur sérstaka aukavinninga fyrir efstu sætin í stigatöflunni að mótaröðinni lokinni en það verða miðar á Coolbet Open Online sem fram fer í maí 2021.

Við minnum á sérstakt tilboð til félagsmanna PSÍ í ár en Coolbet gefur öllum sem ganga frá árgjaldi PSÍ fyrir lok apríl 2021 upp á €40 pakka sem jafngildir árgjaldinu, og rúmlega það. Smellið hér til að ganga frá árgjaldinu fyrir 2021!

Smellið hér til að sjá dagskrá mótanna á Quarantine Cup 2021! Verið með frá upphafi og safnið stigum til að krækja í aukaverðlaunin… já og líka bara til að geta montað ykkur af því að vera efst á stigatöflunni! 😉


Due to the current circumstances all live poker tournaments have to be postponed. Smábokki, which was scheduled 8-10 April will be held as early as possible but the tournament series Bikarmót PSÍ 2021 will be suspended this year.

In the meantime we announce an exciting online poker festival in collaboration with Coolbet, Quarantine Cup 2021, which will commence on Wendesday 31 March! 3 weeks of online poker extravaganza with fabulous extra prizes offered by Coolbet!

All tournaments on the schedule will be open to all Icelandic residents, but the final tournament, Quarantine Cup Main Event, will be exclusive to PSÍ members. The leaderboard will also be exclusive to PSÍ members where you can collect points from each of the main tournaments with a chance to win one of the extra prizes offered by Coolbet, tickets to Coolbet Open Online, which will take place in May 2021.

We would like to remind you of the special offer for PSÍ members this year. All those who settle the membership fee before the end of April will receive a special €40 package which practically equates the price of the annual membership. Click here to get the 2021 membership out of the way!

Click here for the Quarantine Cup 2021 tournament schedule! Take part from the start and collect points to win one of the extra prizes… and of course the priceless bragging rights that come with being on the top of the leaderboard! 😉

Smábokki 2021

Uppfært 29.03.2021: Smábokka 2021 verður frestað um óákveðinn tíma vegna samkomutakmarkana. Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri!

Öll undanmót falla jafnframt niður þar til ný dagsetning hefur verið ákveðin.

————————————————————————————————————

Fyrsta mótið á 2021 dagskránni verður Smábokki! Mótið verður haldið dagana 8.-10. apríl nk. og verður dagur 1 að venju leikinn í tvennu lagi, dagur 1a á fimmtudegi og dagur 1b á föstudegi.

Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á degi 1a og 1b).

Mótið hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi, skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 og verður boðið upp á 10k re-entry hliðarmót kl. 14:00.

Undanfarin ár hefur verið boðið upp á eitt re-entry á milli daga og verður nú gerð sú breyting að hægt verði að nýta re-entry hvort heldur sem er innan dags eða yfir á næsta dag. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.

Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet en það verður þétt dagskrá undanmóta hjá Coolbet fram að mótinu:

  • Sunnudag 21. mars kl. 20:00
  • Sunnudag 28. mars kl. 20:00
  • Fimmtudag 1. apríl kl. 20:00 (Skírdag)
  • Föstudag 2. apríl kl. 20:00 (Föstudaginn langa)
  • Laugardag 3. apríl kl. 20:00
  • Sunnudag 4. apríl kl. 20:00 (Páskadag)
  • Mánudag 5. apríl kl. 20:00 (Annan í páskum)

Einnig verða undanmót í raunheimum sem tilkynnt verður um síðar.

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2021!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Tilboð frá Coolbet til félagsmanna PSÍ 2021

Coolbet býður félagsmönnum PSÍ einstakt tilboð þetta árið! Þeir sem ganga frá árgjaldi PSÍ fyrir lok apríl 2021 fá í raun andvirði þess, og rúmlega það, til baka inn á Coolbet reikning sinn en pakkinn sem félagsmenn fá samanstendur af eftirfarandi:

  • €10 Poker miði
  • €10 Sports bet
  • €10 Free spins (100 spins)
  • €10 Cash bonus

Semsagt samtals €40 eða andvirði rúmlega 6000 krónanna sem árgjaldið er beint til baka.

Ef þú ert ekki með Coolbet reikning þá er einfalt að stofna einn slíkan á www.coolbet.com.

Þeir sem eru með Coolbet reikning og vilja njóta þessara fríðinda þurfa að muna að fylla út reitinn “Coolbet poker ID” þegar félagsgjaldið er greitt.

Ath. að tilboðið gildir aðeins til 30. apríl 2021. Þeir sem hafa gengið frá árgjaldinu fyrir þann tíma fá fyrrnefndan pakka lagðan inn á Coolbet reikning sinn 1.maí 2021.

Viðbót 20.nóv 2021: Tilboðið hefur verið framlengt til 10. desember 2021! Allir sem greiða árgjald 2021 fá sama pakkann lagðan inn þann dag.

Smellið hér til að ganga frá árgjaldinu fyrir 2021


Coolbet has a very special offer for PSÍ members this year! If you pay the membership fee before the end of April 2021 you will get a package deposited to your Coolbet account that is actually of higher value than the membership fee! The package consists of:

  • €10 Poker ticket
  • €10 Sports bet
  • €10 Free spins (100 spins)
  • €10 Cash bonus

A total worth of €40, slightly more than the actual membership costs, straight back to your account.

If you don’t have a Coolbet account it’s easy to start one at www.coolbet.com.

Those who have a Coolbet account and want to take advantage of this offer need to remember to fill in the “Coolbet poker ID” field in the “Member details” when the membership is paid.

Note that the offer is only valid until April 30th 2021. If you pay the membership before that time you will get the package deposited to your Coolbet account on May 1st 2021.

20 Nov 2021: This offer has been extended throughout this season so everyone who pays for 2021 membership will get the same package on 10th of December 2021.

Click here to settle the membership payment for 2021

Logi Laxdal er Íslandsmeistari í póker 2020

Síðbúnu Íslandsmóti fyrir mótatímabilið 2020 lauk kl. 20:15 á sunnudagskvöld og var það Logi Laxdal sem stóð uppi sem sigurvegari og er Íslandsmeistari í póker 2020. Lokaborðið hófst kl. 13:00 og hafði því staðið í u.þ.b. 7 klst. þegar yfir lauk og mótið í heild hafði á þeim tíma tekið rúmar 25 klst. frá upphafi en mótið hófst miðvikudaginn 3.mars. Logi kom inn í mótið eins seint og hægt var eða í upphafi dags 2 og hafði ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Það borgaði sig sannarlega, enda hlýtur Logi að launum 1,4mkr í verðlaunafé. Logi er gamalreyndur póker-spilari og var það reyndar mál manna að þetta hafi verið eitthvert mesta þungavigtar lokaborð í sögu Íslandsmóta hvað varðar aldur og reynslu leikmanna. Logi hefur náð góðum árangri á ýmsum mótum í gegnum tíðina og vann m.a. fyrsta Smábokkann, sem haldinn var árið 2017.

Gunnar Árnason varð í öðru sæti en hann hafði viku áður unnið til verðlauna á Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha og varð einnig Íslandsmeistari í PLO árið 2019. Í þriðja sæti varð síðan Halldór Már Sverrisson og er þetta í þriðja sinn sem hann kemst á lokaborð, þar af annað árið í röð.

Heildarfjöldi þátttakenda á mótinu var 96 og var verðlaunafé 6.170.000 sem skiptist á milli 15 efstu manna sem hér segir:

  1. Logi Laxdal – 1.400.000
  2. Gunnar Árnason – 1.000.000
  3. Halldór Már Sverrisson – 750.000
  4. Wilhelm Nordfjord – 600.000
  5. Jónas Nordquist – 480.000
  6. Vignir Már Runólfsson – 400.000
  7. Óskar Þór Jónsson – 320.000
  8. Andrés Vilhjálmsson – 250.000
  9. Sævaldur Harðarson – 190.000
  10. Egill Þorsteinsson – 145.000
  11. Ingó Lekve – 145.000
  12. Davíð Rúnarsson – 130.000
  13. Júlíus Pálsson – 130.000
  14. Inga Guðbjartsdóttir (Poko) – 115.000
  15. Jónas Tryggvi Stefánsson – 115.000

Það var síðan Davíð Ómar Sigurbergsson sem vermdi búbblusætið og hlýtur að launum miða á næsta Íslandsmót, sem ráðgert er í byrjun nóvember 2021.

Framkvæmd mótsins tókst einkar vel og var umgjörð mótsins öll hin glæsilegasta. Mótið var haldið í samstarfi við Póker Express sem lét PSÍ í té húsnæði sitt að Nýbýlavegi 8 og eiga þeir bestu þakkir skildar fyrir. Aftur var tekinn upp sá siður að hafa textalýsingu frá mótinu en Magnús Valur Böðvarsson leysti það af sinni alkunnu snilld á degi 2. Einnig var glæsileg sjónvarpsútsending frá lokaborði mótsins í umsjá GoLine Productions og segja má að með þessari útsendingu sé brotið blað í sögu Íslandsmóta í póker enda hefur lokaborði ekki verið jafn góð skil áður. Upptakan af lokaborðinu er aðgengileg á Youtube á þessari slóð hér. Við viljum að venju þakka Hugaríþróttafélaginu og Póker Express fyrir góða röð undanmóta og Coolbet fyrir öll sín net-undanmót! Og að lokum fá Dominos Pizza bestu þakkir fyrir að fóðra starfsfólk mótsins alla helgina!

Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, að fyrsti dagur Íslandsmótsins sé leikinn í tvennu lagi, en fyrst í stað stóð til að halda hann í þrennu lagi vegna samkomutakmarkana. Þegar þær voru rýmkaðar í byrjun febrúar var unnt að fækka keppnisdögunum niður í tvo. Þetta fyrirkomulag reyndist einkar vel og þótt að það reyndi meira á skipulag og undirbúning þá var framkvæmd mótsins viðráðanlegri fyrir vikið. Árið 2019 kom upp sú óheppilega staða að ekki var nægt framboð af gjöfurum til að starfa við mótið og segja má að það sé í raun orðið óhjákvæmilegt að skipta degi 1 upp í tvennt ef það á að tryggja að gjafarar séu tiltækir á öll borð.

Samhliða lokaborðinu var einnig haldið hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og var það Þór Þormar sem stóð upp sem sigurvegari þar.

Mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson og ritari mótsins og meðdómari var Viktor Lekve.

Við óskum Loga Laxdal til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur! Við þökkum Poker Express fyrir frábært samstarf í undirbúningi og framkvæmd mótsins og Dominos fyrir að fóðra starfsfólk mótsins alla helgina!

Nú kveðjum við loks mótaárið 2020 með kurt og pí og hefjum nýtt mótatímabil að viku liðinni.

Bein útsending frá lokaborði ÍM 2020

Það verður glæsileg mynd-útsending frá lokaborðinu í póker í dag og Magnús Valur Böðvarsson verður með beina lýsingu úr myndveri.

> Bein útsending frá lokaborði ÍM í póker 2020 <

Lokaborð á ÍM 2020

Það voru alls 96 sem skráðu sig til leiks á Íslandsmótinu í póker sem hófst á miðvikudag og lýkur á morgun, sunnudag. 15 efstu munu skipta á milli sín tæpum 6,2 milljónum króna og fær Íslandsmeistarinn 1,4 milljónir í sinn hlut. Í kvöld var leikið þar til einungis 9 stóðu eftir og lokaborðsbúbblan sprakk um hálftólfleytið í kvöld og nú standa aðeins eftir þeir sem munu leika til þrautar þegar lokaborðið á ÍM 2020 hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 7.mars.

Þeir 9 sem komust á lokaborðið voru eftirfarandi (ásamt stakkstærð og sætisnúmeri á lokaborðinu):

  1. Logi Laxdal, 862.000, sæti 2
  2. Gunnar Árnason, 616.000, sæti 4
  3. Óskar Þór Jónsson, 582.000, sæti 3
  4. Wilhelm Nordfjord, 463.000, sæti 5
  5. Halldór Már Sverrisson, 446.000, sæti 6
  6. Vignir Már Runólfsson, 433.000, sæti 7
  7. Jónas Nordquist, 287.000, sæti 9
  8. Andrés Vilhjálmsson, 76.000, sæti 1
  9. Sævaldur Harðarson, 53.000, sæti 8

Meðalstakkur er 430k / 53bb.

Magnús Valur Böðvarsson var með skemmtilega textalýsingu, eins og honum einum er lagið frá því síðdegis í dag og allt til loka dags 2. Hér má finna tímasetta lýsingu hans. Og hér er síðan að finna allar upplýsingar um stöðu og sæti hvers þátttakanda í mótinu.

Sýnt verður beint frá lokaborðinu í fyrsta sinn í mörg ár og verður Magnús Valur nú í hljóðverinu og mun gefa okkur innsýn í það sem fyrir augu ber. Við munum senda nánari upplýsingar hér og á facebook um það hvar hægt verður að nálgast útsendinguna.

Samhliða lokaborðinu verður glæsilegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Mótið verður með gjöfurum á öllum borðum, 20k stakk og 30 mín. levelum og að öðru leyti sama strúktúr og notaður er á Íslandsmótinu. Langt, hægt og djúsí mót sem enginn má missa af! Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram hér á vef PSÍ.

Við óskum lokaborðs hópnum til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskum þeim góðs gengis á morgun!

Bein lýsing frá degi 2 á ÍM 2020

Magnús Valur Böðvarsson er mættur í hús og mun halda úti beinni lýsingu frá degi 2 á ÍM 2020.

> Bein lýsing frá degi 2 á ÍM í póker 2020 <

Staðan eftir dag 1 á ÍM 2020

Degi 1C var að ljúka núna um miðnættið og af þeim 95 sem hófu leik þá standa nú 67 eftir í upphafi dags 2 sem hefst kl. 12:00 á morgun, laugardaginn 6. mars.

Björn Sigmarsson hefur talsverða forystu í upphafi dags 2 með 205.000 en upphafsstakkur var 40.000. Óskar Þór Jónsson er annar í röðinni með 144.200, Gunnar Gunnarsson er þriðji með 127.200 og nýbakaður PLO meistari, Egill Þorsteinsson fylgir fast á hæla hans með 125.400.

Bein lýsing hefst hér á vef PSÍ kl. 16:30 á degi 2 og er það hinn góðkunni Magnús Valur Böðvarsson sem mun sjá um lýsinguna. Á sunnudag verður síðan bein myndsending frá lokaborðinu og verður Magnús þá í myndverinu og gefur áhorfendum innsýn í það sem er að gerast við borðið.

Hér að neðan má sjá borðaskipan í upphafi dags 2 og stöðu allra keppenda má finna í þessu skjali hér undir flipanum “Entries”: https://cutt.ly/GkTXhXo

Frá ársþingi 2021

Ársþing PSÍ var haldið í gær, sunnudaginn 28.febrúar 2021.  Þingið fór fram á veitingastaðnum Hereford og mættu 4 félagsmenn til fundar en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á Zoom.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og kom einn nýr varamaður inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa nú:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður
  • Sunna Kristinsdóttir, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Sunna Kristinsdóttir
  • Einar Þór Einarsson

Skoðunarmenn reikninga eru:

  • Ottó Marwin Gunnarsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson

Tvær breytingar voru gerðar á reglugerð sambandsins um mótahald og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ. Annars vegar var bætt inn grein 5 sem lýtur að hreinlæti og neyslu matar og drykkjar við keppnisborð. Hins vegar var grein 7. breytt til samræmis við reglur TDA um fjölda á lokaborði.

106 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2020, heildarvelta sambandsins var 3,9 mkr. og afkoma af rekstri var neikvæð um 492 þús kr. á árinu.

Nánari upplýsingar um Íslandsmótið í póker 2020

Nú er bara eitt mót eftir á mótadagskránni fyrir 2020 áður en við getum formlega hafið nýtt mótaár og það er stærsti viðburður ársins, Íslandsmótið í póker 2020.

Mótið verður haldið í sal Póker Express, Nýbýlavegi 8, 2. hæð, Kópavogi og hefst miðvikudaginn 3. mars kl. 17:00 og lýkur sunnudaginn 7. mars með lokaborði og 20k hliðarmóti.

Þátttökugjald er kr. 75.000 ef greitt er fyrir hádegi þriðjudaginn 2. mars og hækkar þá í kr. 80.000. Skráningarfrestur rennur út í upphafi á leveli 9. Greiðsla árgjalds PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eingöngu fram hér á vef PSÍ.

Dagskráin verður sem hér segir mótsdagana:

  • Miðvikudagur 3. mars kl. 17:00 – Dagur 1a
  • Föstudagur 5. mars kl. 17:00 – Dagur 1c
  • Laugardagur 6. mars kl. 12:00 – Dagur 2
  • Sunnudagur 7. mars kl. 13:00 – Dagur 3, lokaborð
  • Sunnudagur 7. mars kl. 14:00 – 20k re-entry hliðarmót

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr hér: https://cutt.ly/GkTXhXo

Hliðarmótið verður með 30mín levelum og sama strúktúr og Íslandsmótið, með 20k stakk og ótakmarkað re-entry.

Við hvetjum alla til að skrá sig á þetta facebook event hér: https://www.facebook.com/events/168267471726139

Eins og fram hefur komið var ákveðið að fella dag 1b niður og rýmka fjöldatakmarkanir á dögum 1a og 1c úr 40 í 64. Skráningar umfram 64 hvorn dag fara á biðlista og komast leikmenn þá að um leið og sæti losna.

Sóttvarnarreglur þær er PSÍ hefur kynnt hér verða í gildi og við viljum biðja alla um að virða sérstaklega eftirfarandi reglur:

  • Keppendur og starfsfólk skulu bera viðurkenndar andlitsgrímur inni á mótsstað.
  • Ekki er grímuskylda fyrir leikmenn og gjafara þegar setið er við keppnisborð á meðan á leik stendur.
  • Keppendur skulu sótthreinsa hendur í hvert sinn sem sest er til keppnisborðs og í hvert sinn sem staðið er upp frá borði.
  • Keppendur og starfsfólk skulu varast alla snertingu við aðra einstaklinga á mótsstað Keppendur skulu einnig varast alla snertingu við andlit á meðan á leik
    stendur.
  • Öll neysla matvæla er óheimil við keppnisborðin. Neysla áfengis er ekki heimil inni á keppnissvæðinu.

Og svo er vert að minna á farsímareglurnar:

  • Hafið ávallt slökkt á hringitónum í símum á mótsstað.
  • Notkun farsíma er heimil á meðan leikmaður er ekki með lifandi hendi fyrir framan sig.
  • Ef sími er notaður á meðan leikmaður er í hendi er gefin ein aðvörun, eftir það mun gjafari drepa hendi leikmanns.
  • Sími má ekki liggja inni á keppnisborði.
  • Ekki má tala í síma við keppnisborð. Leikmenn eru beðnir um að yfirgefa mótssalinn til þess að tala í síma.

Allir sem skráðir eru til leiks í gegnum undanmót munu fá tölvupóst til staðfestingar á því að morgni þriðjudags 2. mars.

Mótið er leikið skv. reglum TDA og reglugerð PSÍ um mótahald.

Stakkur fer ekki inn á borð fyrr en keppandi mætir til leiks, eða þegar skráningarfrestur rennur út.

Samningar um verðlaunafé eru ekki leyfðir á Íslandsmótum og mótið skal leikið til enda til að skera úr um sigurvegara.

Skráið ykkur tímanlega þar sem gera getur þurft eitthvað af tilfærslum á leikmönnum á milli daga.

Vinsamlegast hafið skilríki meðferðis þegar þið komið á mótsstað.

Við óskum öllum þátttakendum góðs gengis!