Okkur hafa að undanförnu borist fyrirspurnir um það hvort leyft sé að hafa gæludýr meðferðis á mót á vegum PSÍ. Stjórn PSÍ hefur í kjölfar umræðu um málið og í samráði við staðarhaldara mótsins ákveðið að taka fyrir það héðan í frá að leikmenn séu með gæludýr meðferðis á mótum á vegum sambandsins.
Ástæður geta vera margvíslegar hjá þeim sem ekki hugnast að mæta á mót þar sem t.d. hundar eða kettir eru á staðnum, t.d. ofnæmi, hræðsla við hunda auk ónæðis sem skapast getur og truflun á gangi mótsins.
Við vonum að þetta mæti skilningi hjá gæludýraeigendum og að það verði ekki hundur í neinum á skemmtilegasta móti ársins sem hefst stundvíslega kl. 19:00 á morgun!!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/04/dogs-poker-table-1.jpg10801920Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-04-04 21:48:422024-04-04 21:48:44Skiljum hundana eftir heima
Þá er komið að fyrsta live mótinu okkar í ár. Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu, tveggja daga stórmót á verði við flestra hæfi.
Þátttökugjald er kr. 30.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 33.000 kl. 12:00 á hádegi á föstudeginum).
ATH. að fyrirkomulag mótsins verður aðeins breytt í ár, dagur 1 verður nú leikinn á einum degi, föstudegi og dagur 2 síðan leikinn á laugardegi eins og venjulega. Semsagt engin skipting í dag 1a og 1b heldur fyllum við salinn með frábærri stemmingu á föstudeginum.
Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Mörkinni 4 og hefst kl. 19:00 á föstudeginum 5.apríl. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1 og er leikið til miðnættis. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum 6.apríl.
Boðið er upp á eitt re-entry. Í lok skráningarfrests er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) ef re-entry hefur ekki verið nýtt og hefja leik á síðasta leveli dags 1 með nýjan stakk.
Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:
Alls tóku 45 þátt í Smábokka í ár og er það smá fjölgun frá fyrra ári. Samtals voru re-entry 20 talsins þannig að heildarfjöldi keyptra miða í mótið var 65. Verðlaunafé er 1.650.000 kr. (kostnaðarhlutfall cappað í 15%) og mun skiptast á milli 8 efstu leikmanna.
Það er Andrea Gini sem byrjar dag 2 með stærsta stakkinn og Árni Gunnarsson fylgir fast á hæla hans en það eru alls 19 leikmenn sem komast yfir á dag 2 sem hefst kl. 13:00 laugardaginn 4.mars.
Hér má sjá stöðu þeirra 19 efstu sem eftir standa í mótinu og sætaskipan í upphafs dags 2:
Nafn
Chips eftir dag 1
Borð
Sæti
Andrea Gini
225.40.00
2
4
Árni Gunnarsson
228.00.00
1
6
Sasa Drca
182.00.00
3
7
Júlíus Símon Pálsson
162.00.00
2
5
Halldór Már Sverrisson
148.00.00
1
7
Branimir Jovanovic
133.40.00
1
3
Logi Laxdal
139.00.00
3
4
Trausti Pálsson
106.20.00
3
5
Brynjar Bjarkason
93.40.00
2
2
Sævar Ingi Sævarsson
88.00.00
2
6
Seweryn Brzozowski
81.20.00
1
3
Friðrik Guðmundsson
84.20.00
1
8
Jesper Sand Poulsen
74.20.00
1
5
Markús Máni Skúlason
75.20.00
1
2
Júlíus Freyr Guðmundsson
72.40.00
2
5
Steingrímur Þorsteinsson
70.00.00
1
3
Ágúst Þorsteinsson
51.20.00
1
4
Gizur Gottskálksson
47.00.00
3
2
Trausti Atlason
46.00.00
2
7
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2023/02/Smabokki-2023-product-banner.jpg262450Jon Thorvaldssonhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngJon Thorvaldsson2023-03-04 03:27:452023-03-04 03:45:37Staðan eftir dag 1 á Smábokka
Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.
Þátttökugjald er kr. 30.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 33.000 kl. 12:00 á hádegi á fimmtudag).
Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Mörkinni 4 og hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum.
Boðið er upp á eitt re-entry sem hægt er að nota hvorn daginn sem er. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.
Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:
Þá er degi 1 lokið á Smábokka. Leikar hefjast aftur á morgun, laugardag kl. 13:00 og verður þá leikið til þrautar.
Talsvert færri tóku þátt nú í ár en undanfarin tvö ár og voru entry í mótið samtals 53, en voru 82 síðast þegar Smábokki var haldinn í september sl.
Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og komust 18 þeirra á dag 2. Verðlaunafé er 1.125.000 og mun skiptast á milli 7 efstu leikmanna. Stjórn PSÍ ákvað að nýta ákvæði í reglugerð PSÍ um mótahald til að takmarka kostnaðarhlutfall við 15% en vegna smæðar mótsins í þetta sinn hefði hlutfallið annars endað í rúmlega 21%.
Matte Bjarne Karjalainen og Agnar Jökull Imsland Arason eru með stærstu stakkana í upphafi dags tvö og hafa umtalsvert forskot á næstu leikmenn.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2022/03/Smabokki-2022-product-banner.jpg262450Jon Thorvaldssonhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngJon Thorvaldsson2022-04-09 01:47:072022-04-09 02:53:21Staðan eftir dag 1 á Smábokka 2022
Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.
Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á fimmtudag).
Mótið fer fram í sal Póker Express, Nýbýlavegi 6-8 og hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum.
Boðið er upp á eitt re-entry sem hægt er að nota hvorn daginn sem er. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.
Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:
Ívar Örn Böðvarsson gerði sér lítið fyrir og vann sigur á Smábokka 2021 sem var að ljúka rétt í þessu. Það var Daníel Pétur Axelsson sem endaði heads-up á móti Ívar og tók innan við 10 mínútur að útkljá það einvígi og í þriðja sæti varð Jónas Nordquist. Þetta er annar PSÍ titillinn sem Ívar Örn bætir í safnið en hann varð Íslandsmeistari árið 2018.
Þátttakendur á mótinu voru alls 57 talsins og er það talsverð fjölgun frá því árið 2020 þegar 49 tóku þátt. Fjöldi skráninga (entries) í mótið voru alls 82 en leyft var eitt re-entry í mótið.
Verðlaunafé var kr. 1.750.000 og skiptist á milli 11 efstu á eftirfarandi hátt:
Ívar Örn Böðvarsson 400.000
Daníel Pétur Axelsson 320.000
Jónas Nordquist 250.000
Vytatutas Rubezius 190.000
Þórarinn Hilmarsson 150.000
Matte Bjarni Karjalainen 110.000
Jón Gauti Árnason 90.000
Tomasz Kwiatkowski 70.000
Ingi Darvis Rodriguez 70.000
Sævar Ingi Sævarsson 50.000
Ramunas Kaneckas 50.000
Jón Ingi Þorvaldsson sá um mótsstjórn og í hlutverki gjafara voru þau Dísa Lea, Berglaug, Sigurlín (Silla), Kristján Bragi, Mæja, Sale, Inga, Guðmundur H og Berglind Anna . Undirbúningur, skipulag og kynningarmál fyrir mótið voru í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ. Kostnaðarhlutfall við mótið var 14,6%.
Við óskum Ívari Erni til hamingju með titilinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf. Við þökkum einnig COOLBET, Hugaríþróttafélaginu og Poker Express kærlega fyrir frábært samstarf, bæði í kringum undanmót fyrir Smábokkann og aðstöðu fyrir mótið sjálft!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2021/09/IMG_3626-scaled.jpg12922560Jon Thorvaldssonhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngJon Thorvaldsson2021-09-25 21:09:112021-09-27 22:18:20Ívar Örn er sigurvegari Smábokka 2021
Loksins, loksins, loksins er Smábokki kominn á dagskrá eftir tvær faraldurs frestanir og smá vandræði við mönnun á mótsstjórn! Mótið verður haldið dagana 23.-25. september nk. í sal Poker Express, Nýbýlavegi 6 og verður dagur 1 að venju leikinn í tvennu lagi, dagur 1a á fimmtudegi og dagur 1b á föstudegi.
Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.
Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á degi 1a og 1b).
Mótið hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi, skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 og verður boðið upp á 10k re-entry hliðarmót kl. 14:00.
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á eitt re-entry á milli daga og verður nú gerð sú breyting að hægt verði að nýta re-entry hvort heldur sem er innan dags eða yfir á næsta dag. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.
Landslið Íslands í póker sem valið var í fyrsta sinn í maí sl. tók þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, laugardaginn 19.júní. Um var að ræða undankeppni fyrir IFMP Nations Cup sem er heimsmeistaramót match-poker, eða “keppnis póker” en ráðgert er að það muni fara fram í lok nóvember 2021. Match poker er sérstakt afbrigði af póker sem þróað hefur verið af International Federation of Match Poker (IFMP) og byggir á svipaðri hugmyndafræði og keppni í bridge þar sem öll lið spila sömu hendur úr sömu stöðu og árangur liða byggir því ekki á heppni heldur eingöngu frammistöðu liðsins.
Í undankeppninni fyrir HM keppa 6 manna lið í 6 liða riðlum og eru spilaðar fjórar u.þ.b. klukkutíma umferðir og fer sigurliðið í hverjum riðli beint í úrslitakeppnina sem fram fer í nóvember. Hin 5 liðin eru síðan dregin í umspilsriðla þar sem þau fá annan möguleika á að spila sig inn í úrslitakeppnina.
Íslenska liðið átti í höggi við lið frá Noregi, Makedóníu, Ítalíu, Króatíu og Eistlandi í þessari fyrstu viðureign sinni og liðið okkar gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur í riðlinum!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2021/06/Landslidid-i-keppnispoker-2021.jpg5091242Jon Thorvaldssonhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngJon Thorvaldsson2021-06-20 23:24:282021-09-27 01:33:46Landsliðið hefur tryggt sér sæti á HM 2021!
Þá gerum við lokatilraun til þess að halda Smábokka þetta árið! Mótið verður haldið dagana 10.-12. júní nk. og verður dagur 1 að venju leikinn í tvennu lagi, dagur 1a á fimmtudegi og dagur 1b á föstudegi.
Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.
Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á degi 1a og 1b).
Mótið hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi, skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 og verður boðið upp á 10k re-entry hliðarmót kl. 14:00.
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á eitt re-entry á milli daga og verður nú gerð sú breyting að hægt verði að nýta re-entry hvort heldur sem er innan dags eða yfir á næsta dag. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.