Smábokkinn 2020

Smábokkinn verður haldinn dagana 5.-7.mars í ár og fer að þessu sinni fram í sal Hugaríþróttafélagsins.

Það verður þétt röð undanmóta næstu daga og hefjast lætin með ókeypis undanmóti fyrir PSÍ félagsmenn!

Dagskráin næstu daga verður sem hér segir:

Lau. 29. feb. kl. 17:00 – Free-roll fyrir Smábokkann!!

Sun. 1. mars kl. 18:00 – €11 undanmót á Coolbet
Sun. 1. mars kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet
Mán. 2. mars kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet
Þri. 3. mars kl. 19:00 – 2k 1R1A Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu
Mið. 4. mars. kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet

Fim. 5. mars kl. 19:00 – Smábokkinn 2020, dagur 1a
Fös. 6. mars kl. 19:00 – Smábokkinn 2020, dagur 1b
Lau. 7. mars kl. 13:00 – Smábokkinn 2020, dagur 2
Lau. 7. mars kl. 15:00 – 10k ótakm. re-entry hliðarmót

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eins og venjulega fram hér á vef PSÍ.

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Sú breyting verður nú frá fyrri árum að einnig verða gjafarar á degi 1a og 1b, en ekki bara á degi 2 eins og undanfarin ár.

Mótsstjóri á Smábokkanum verður Viktor Lekve og Andri Geir mun sjá um mótsstjórn á Free-roll undanmótinu.

Tournament Directors Association reglurnar

Undanfarin 3 ár hefur PSÍ stuðst við reglur frá Tournament Directors Association (TDA) í öllum mótum á vegum sambandsins. Jafnt og þétt hefur einnig verið stefnt að því að allir mótsstjórar í mótum á vegum PSÍ hafi tekið próf í reglunum og fengið TDA certification.

TDA eru opin félagasamtök og eru því óháð einstökum fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum. Reglurnar eru bæði skýrar og mjög ítarlegar og er haldið reglulega við en nýjar útgáfur koma frá samtökunum á tveggja ára fresti að jafnaði og samtökin og reglur þeirra eru stöðugt að ná meiri útbreiðslu. Það þótti því ákjósanlegt að styðjast við þessar reglur umfram aðra kosti.

Nú þegar hafa fjórir félagsmenn í PSÍ gengið í gegnum vottunarferlið hjá TDA. Þeir eru Einar Þór Einarsson, Jón Ingi Þorvaldsson, Viktor Lekve og Andri Geir Hinriksson. Það er tiltölulega einfalt ferli sem við hvetjum alla sem sinna dómgæslu á mótum eða störfum gjafara til að fara í gegnum. Prófið kostar aðeins $10 (fyrir tvær tilraunir) og tekur u.þ.b. klukkustund að fara í gegnum það. En að sjálfsögðu ráðleggjum við að lesa reglurnar ítarlega fyrst en þær má finna hér. (Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um prófið).

PSÍ greiðir prófgjaldið fyrir alla sem taka á einhvern hátt þátt í störfum PSÍ. Þess má geta að það að sækja fræðslu um reglurnar og að taka TDA vottun er metið til hækkunar á launum gjafara í mótum á vegum PSÍ (sjá nánar hér).

Við hvetjum einnig alla klúbba sem halda mót til þess að styðjast við sömu reglur og hafa upplýsingar um það á áberandi stað hvaða reglur gildi.

Frá ársþingi 2020

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 26.janúar 2020.  Þingið fór fram í Kornhlöðunni, veitingastaðnum Lækjarbrekku og mættu 5 félagsmenn til fundar.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið í dag megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og komu tveir nýir varamenn inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Jónas Tryggvi Stefánsson, varamaður
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson
  • Einar Þór Einarsson

Þrjár breytingar voru gerðar á lögum sambandsins og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ.

Undir liðnum “önnur mál” var meðal annars rætt um hvernig efla mætti þátttöku kvenna í póker á Íslandi, hvort ákvarðanir um gjaldskrá og rekstur sambandsins ættu að vera teknar af ársþingi eða af stjórn, samstarfið við Coolbet, hvernig hægt væri að koma betur til móts við félagsmenn sem ekki eru íslenskumælandi, kaup á tölvubúnaði til að nota á mótum, samstarf við erlend pókersambönd ofl.

166 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2019, heildarvelta sambandsins var 13,7 mkr. og afkoma af rekstri var jákvæð um 459 þús kr. á árinu.

Hér má nálgast ársskýrslu og önnur fundargögn frá þinginu.

 

 

Íslandsmótið í Póker 2019!

Íslandsmótið í póker verður haldið helgina 1.-3. nóvember í ár.  Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra og verður haldið á sama stað, enda virtist almenn ánægja með fyrirkomulagið.

Mótið verður haldið á Hótel Völlum í Hafnarfirði og hefst það kl. 17:00 á föstudeginum 1. nóvember.  Dagur 2 hefst kl. 12:00 á laugardag 2.nóv og síðan verður lokaborðið leikið kl. 13:00 á sunnudeginum.

Mótið er opið öllum 18 ára og eldri og hlýtur sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari í póker, óháð þjóðerni.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og er einungis tekið við skráningum á hér vef PSÍ.

Sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá hér.

Skráið ykkur einnig endilega inn á þetta event hér á facebook.


The 2019 Icelandic poker championship will be held 1-3 November.

The tournament will be held at Hotel Vellir in Hafnarfjördur (near Reykjavik) and will start at 17:00 on Friday the 1st.  Day 2 will start at 12:00 on Saturday the 2nd and will be played down to 9 players. The final table will be played on Sunday the 3rd.

The tournament is open to all nationalities and the winner will receive the title Icelandic Champion regardless of nationality.

Entry fee is ISK 60.000 and registration is only available through this page.

Click here for more information on structure and schedule.

Please also register on this event on facebook.

 

Ívar Örn er Íslandsmeistari 2018!

Íslandsmótinu í póker 2018 var að ljúka um kl. 19:00 í kvöld.  Það var Ívar Örn Böðvarsson sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum 1.150.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Sævar Ingi Sævarsson með 790.000 í verðlaunafé og í því þriðja varð Aðalsteinn Jóhann Friðriksson með 520.000.

Heildarlista yfir þátttakendur og verðlaunahafa má finna hér og hér má sjá nokkur myndskeið frá lokaborðinu á facebook síðu PSÍ.

Við óskum Ívari til hamingju með titilinn og öllum sem unnu til verðlauna til hamingju með góðan árangur.

Einnig var haldið 15k second chance mót og þar voru það þeir Örn Árnason, Jónas Nordquist og Kristján Valsson sem skiptu með sér verðlaunafé fyrir 3 efstu sætin.

Mótsstjórar voru Jón Ingi Þorvaldsson og Viktor Lekve.  Í störfum gjafara voru Sigurlín Gústafsdóttr (Silla), Ágústa Kristín Jónsdóttir, Haukur Einarsson, Mæja Unnardóttir, Sigurður Þór Ágústsson, Smári Helgason, Tomasz Kwiatkowski og Sunna Kristinsdóttir.  Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf um helgina og þökkum einnig öllum sem tóku þátt í mótinu og aukaviðburðum um helgina fyrir þátttökuna og drengilega keppni en mótið fór einstaklega vel fram í alla staði.  Þökkum einnig Pokerstore.is og Magma fyrir gott samstarf um framkvæmd mótsins.

Næsta mót á dagskrá er online Íslandsmót sem haldið verður í desember og verður það kynnt nánar á næstu vikum.

 

        

Íslandsmótið í póker fer fram 5.-7. október 2018

Íslandsmótið í póker 2018 verður haldið að Hótel Völlum, Hafnarfirði, dagana 5.-7.október.  Mótið hefst kl. 17 á föstudeginum, á laugardeginum verður spilað þar til 9 manna lokaborð stendur eftir og lokaborðið verður síðan leikið til enda á sunnudeginum.

Sjá strúktúr og dagskrá hér.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og skráning er hafin hér á vef PSÍ.  

Skráið ykkur endilega einnig á þetta event hér á Facebook.

Stórbokki 1. september 2018!

Stórmótið Stórbokki 2018 verður haldið laugardaginn 1.september of fer fram í hinum glæsilega sal Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Við bryddum upp á þeirri nýbreytni í þetta sinn að hefja dagskrána kl. 12:00 á hádegisverði sem er innifalinn í þátttökugjaldi fyrir alla sem skrá sig fyrir kl. 18:00 daginn áður eða föstudaginn 31.ágúst.  Mótið hefst síðan kl. 13:00.

Einnig verður kvöldverður innifalinn í þátttökugjaldi en tekið verður kvöldverðarhlé kl. 18:50.

Hér má sjá strúktúr mótsins og tímasetningar.

Matseðillinn hljóðar svo:

Hádegisverður:  Sjávarréttasúpa með krækling, þorsk,rækjum og brunois grænmeti,
Kjúklingabringa, pönnusteikt með steiktu smælki, rótargrænmeti og portvínssósu
Kvöldverður:  Hægeldað nautafillet með bakaðri kartöflu, steiktum sveppum og bernaise sósu
Volg súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum.

Í salnum verður opinn bar á meðan á mótinu stendur og verður hægt að panta þar drykki og aðrar veitingar.  Áfengir drykkir verða leyfðir við keppnisborðin en við viljum að sjálfsögðu biðja þátttakendur um að gæta hófs í þeim efnum á meðan menn eru ennþá inni í mótinu.

Smellið hér til að ganga frá skráningu og greiðslu þátttökugjalds og minnum á að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald PSÍ á árinu 2018 geta gengið frá því í leiðinni í sömu greiðslu.  Skráning fer eingöngu fram á þessari síðu á vef PSÍ.  Hægt er að greiða með bæði debet og kreditkortum en við viljum biðja þá sem hafa tök á því að greiða með debetkortum að gera það frekar þar sem greiðslan berst þá hraðar inn á reikning sambandsins.

Mótið er haldið í samstarfi við www.pokerstore.is sem sér okkur fyrir glæsilegum búnaði eins og á fyrri mótum þessa árs.

Úrslit á Smábokka 2018

Mótið Smábokki er nú orðið að árlegum viðburði hjá okkur og fór það fram núna um helgina á Casa.  Mótið var spilað á þremur dögum, boðið var upp á tvo möguleika á að spila dag eitt, 7. og 8. júní, og dagur tvö var síðan leikinn laugardaginn 9.júní.  Mótsstjóri var Ingi Þór Einarsson og gjafarar á degi 2 voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir og Alexander Sveinbjörnsson.

Alls tóku 51 þátt í mótinu, 24 á degi 1A og 27 á degi 1B, og komust 18 yfir á dag 2.  Þátttökugjöld á mótinu voru kr. 1.020.00 og var kostnaður við mótið aðeins kr. 96.500 (9,5% kostnaðarhlutfall) og fóru því kr. 923.500 í verðlaunafé.

Það var Helgi Elfarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar leik lauk um kl. 22:30 á laugardagskvöldið og hlaut að launum kr. 314.000 og verðlaunagrip til eignar.  Veitt var verðlaunafé fyrir 7 efstu sæti og voru þau skipuð eftirfarandi:

1. Helgi Elfarsson, kr. 314.000
2. Hlynur Sverrisson, kr. 212.500
3. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 129.500
4. Eysteinn Einarsson, kr. 92.500
5. Jón Ingi Þorvaldsson, kr. 74.000
6. Egill Þorsteinsson, kr. 55.500
7. Magnús Valur Böðvarsson, kr. 46.000

Við óskum Helga til hamingju með sigurinn og þökkum CASA og Pokerstore.is kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd fyrstu tveggja móta ársins en það er ekki síst fyrir tilstilli þeirra að hægt var að halda mótin með lágmarks tilkostnaði.

Við sjáumst síðan vonandi sem flest á næsta móti sem verður Stórbokki í byrjun september.

Staðan í Smábokka eftir dag 1

Degi 1B á Smábokka 2018 var að ljúka rétt í þessu.  Alls tóku 51 þátt í mótinu og komust 18 af þeim yfir á dag 2.  Það verða því tvö full borð sem hefja leik kl. 13:00 í dag.

Eftirtaldir eru ennþá inni í mótinu:

Egill Þorsteinsson 258.000
Brynjar Rafn 175.500
Ingvar Sveinsson 156.900
Einar Einarsson 155.900
Eysteinn Einarsson 152.800
Böðvar Lemacks 149.600
Ívar Guðmundsson 141.700
Arnar Sigurðsson 122.600
Magnús Böðvarsson 117.900
Ívar Böðvarsson 100.500
Júlíus Pálsson 94.300
Halldór Már Sverrisson 74.600
Hlynur Sverrisson 69.400
Helgi Elfarsson 60.400
Árni Gunnarsson 59.600
Viktor Franz Jónsson 58.500
Sindri Stefansson 51.600
Jón Ingi Þorvaldsson 50.200

Heildarupphæð þátttökugjalda er kr. 1.020.000 og fara kr. 923.500 af því í verðlaunafé.  Kostnaðarhlutfall er því aðeins 9,5% en tekist hefur að halda kostnaði við mótið í algeru lágmarki með samhentu framtaki stjórnar og mótanefndar og aðkomu samstarfsaðila okkar, CASA og Pokerstore.is.

Smábokkinn 2018 verður haldinn 7.-9. júní

Smábokkinn 2018 verður haldinn á pókerklúbbnum Casa, sem er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis (gengið inn úr “Fógetagarðinum” og niður í kjallara), dagana 7.-9. júní nk.

Í fyrra voru keppendur alls 108 talsins og var þetta fjölmennasta mót ársins.

Boðið verður upp á tvo möguleika að spila dag 1, fimmtudag og föstudag og síðan verður dagur 2 spilaður til enda á laugardeginum.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Fimmtudagur 7.júní kl. 19:00 – Dagur 1A  (level 1-9)
Föstudagur 8.júní kl. 19:00 – Dagur 1B  (level 1-9)
Laugardagur 9.júní kl. 13:00 – Dagur 2  (leikið til enda)

Leikin verða 30 mínútna level og verður strúktúr mótsins með svipuðum hætti og í fyrra og verður hann birtur hér á næstu dögum.

Dagur 1A/B verður leikinn án gjafara til að halda kostnaði við mótið í lágmarki en á degi 2 verða gjafarar.

Ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn sama dag og leikmaður fellur úr leik, en þeim sem falla úr leik á degi 1A gefst kostur á að kaupa sig inn aftur einu sinni á degi 1B.

Þátttökugjald er kr. 20.000 ef greitt er fyrir miðnætti mánudagsins 4.júní, eftir það hækkar gjaldið í 23.000.  Ath. að þeir sem kaupa sig inn aftur á degi 1B greiða því hærra gjaldið.  Allir sem greitt hafa félagsgjald PSÍ fyrir 2018 eru gjaldgengir í mótið og er gjaldið kr. 6000 fyrir árið 2018.  Hægt er að ganga frá mótsgjaldinu og félagsgjaldinu í einni greiðslu í gegnum vefinn hjá okkur.

Einungis verður tekið við greiðslum í gegnum vef PSÍ, ekki verður hægt að greiða með reiðufé á staðnum.