Úrslit í Coolbet Bikarnum 2021

Það var Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue) sem hreppti sigur í Coolbet bikarnum sem var að ljúka rétt í þessu og fær að launum glæsilegan pakka á Coolbet Open sem fram fer í nóvember í Tallinn, Eistlandi.

Daníel Pétur Axelsson (Danzel79) sem varð í öðru sæti fær sama pakka, en Daníel var með yfirburðastöðu eftir stigakeppnina og hóf því lokaborðið með stærsta stakkinn.

Pakkinn sem Coolbet gefur fyrir 1. og 2. sæti samanstendur af miða á Coolbet Open Main Event (€550), hótel gistingu og €200 í farareyri.

Fyrir 3. og 4. sæti var miði á Coolbet Open Main Event í verðlaun en í 3. sætinu varð Haukur Már Böðvarsson (zick) og í 4. sætinu varð Atli Þrastarson (WhiskyMaster).

Alls tóku 56 þátt í einhverjum mótum í undankeppninni og þar af voru 43 félagsmenn í PSÍ og voru þar með þátttakendur í stigakeppninni. COOLBET á miklar þakkir skildar fyrir að keyra þessa mótaröð fyrir okkur og bæta þessum glæsilegu verðlaunum ofan á verðlaunafé í mótunum sjálfum. Við gerum ráð fyrir að það verði góður hópur sem fer frá Íslandi til Tallinn í nóvember enda um mjög skemmtilega pókerhátíð að ræða.

Við óskum Bö-Maskínunni til hamingju með sigurinn og öllum verðlaunahöfunum góðs gengis í Eistlandi í nóvember!

Smábokki 2021 – Staðan eftir dag 1

Degi 1b var að ljúka á Smábokka 2021. Það voru samtals 57 sem skráðu sig til leiks á degi 1a og 1b og við það bættust 25 re-entry þannig að samtals voru 82 entry í mótið. Það er umtalsverð fjölgun frá því 2020 en þá var fjöldi þátttakenda 49 með 62 entry.

Tomasz Kwiatkowski fer inn á dag 2 með stærsta stakkinn og er með umtalsvert forskot á næstu menn.

Alls komust 25 yfir á dag 2 en leikur hefst að nýju kl. kl. 13:00 í dag, laugardaginn 25. september og verður leikið til þrautar en gera má ráð fyrir að leik ljúki um kl. 22:00. Fyrsta level á degi 2 er 1500/3000/3000.

Hér fyrir neðan má sjá stakkstærð þeirra 25 sem komust á dag 2 og borðaskipan í upphafi dags 2:

NafnStakkur í lok dags 1BorðSæti
Tomasz Kwiatkowski304.00037
Daníel Pétur Axelsson215.50012
Vytatutas Rubezius180.50019
Jónas Nordquist175.50015
Jón Gauti Arnason135.00028
Ívar Örn Böðvarsson132.00033
Árni Gunnarsson130.00032
Matte Bjarni Karjalainen123.50021
Þórarinn Hilmarsson118.50036
Andri Þór Ástráðsson102.00035
Mindaugas Ezerskis97.00034
Ingi Darvis Rodriguez89.00025
Guðmundur H. Helgason80.00038
Inga Poko Guðbjartsdóttir78.00026
Ramunas Kaneckas76.00014
Sævar Ingi Sævarsson69.00013
Finnur Sveinbjörnsson66.70023
Valdimar Jóhannsson50.50022
Júlíus Pálsson46.50018
Finnur Már Ragnarsson46.00016
Hlynur Sverrisson45.00011
Árni Halldór Jónsson42.00031
Jón Óskar Agnarsson35.20027
Guðjón Örn Sigtryggsson15.00024
Dominik Wojciechowski5.00017
Tomasz Kwiatkowski er chipleader í upphafi dags 2.

Daníel var hæstur eftir dag 1a og byrjar dag 2 með næststærsta stakkinn.

Eydís Íslandsmeistari í PLO 2021

Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha var að klárast rétt í þessu og það var Eydís Rebekka Boggudóttir sem stóð uppi sem sigurvegari eftir stuttan og snarpan heads-up leik við Rúnar Rúnarsson. Alls tóku 23 þátt í mótinu með samtals 31 entry og verðlaunaféð endaði í kr. 1.100.000. Áhugi á PLO hefur farið vaxandi hægt og bítandi síðustu ár og er þetta mesti fjöldi þátttakenda og hæsta verðlaunafé á PLO móti í manna minnum.

Það er gaman að segja frá því að þær þrjár konur sem tóku þátt í mótinu komust allar á lokaborðið en það voru 7 sem komust á lokaborð og skiptu 5 efstu með sér verðlaunafénu á eftirfarandi hátt:

  1. Eydís Rebekka Boggudóttir, 400.000
  2. Rúnar Rúnarsson, 280.000
  3. Þorgeir Karlsson, 190.000
  4. Inga (Poko) Guðbjartsdóttir, 130.000
  5. Hafsteinn Ingimundarson, 100.000
  6. Sunna Kristinsdóttir
  7. Tomasz Janusz Mroz

Við óskum Eydísi innilega til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir komuna og starfsfólki mótsins, þeim Einar Þór mótsstjóra og gjöfurunum Alexander, Sillu og Þórunni kærlega fyrir vel unnin störf. Fyrir mót sem þessi eru undanmót lykilatriði til að tryggja góða þátttöku og einnig til að fá inn nýja leikmenn. Hugaríþróttafélagið fær bestu þakkir fyrir að styðja dyggilega við starfsemi PSÍ með undanmótahaldi og fyrir að leggja til húsnæði fyrir mótið og Póker Express fyrir sinn þátt í að halda undanmót!

Lokaborðið á Íslandsmótinu í PLO 2021
Eydís og Rúnar kljást um efsta sætið
Íslandsmeistarinn í PLO 2021, Eydís Rebekka Boggudóttir

PLO Íslandsmótið 2021

Pókersamband Íslands blæs til Íslandsmóts í PLO laugardaginn 4. september 2021.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000. Gjaldið hækkar í 45.000 2 klst. áður en mótið hefst (á hádegi 4. sept).

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram hér á vef PSÍ

Strúktúr og nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Nýtt verður heimild í reglugerð PSÍ um mótahald til þess að tryggja að kostnaðarhlutfall fari ekki yfir 15%. Því er tryggt að amk. 85% af þátttökugjöldum fari í verðlaunafé.

Haldin verða fjögur undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu og Póker Express í þessari viku og næstu:

  • Fimmtudag 26.ágúst kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Þriðjudag 31. ágúst kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fimmtudag 2. sept. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Föstudagur 3. sept. kl. 19:30 – Poker Express

PSÍ tryggir 2 miða á öllum undanmótunum!!

Skráið ykkur á Facebook event mótsins hér!

Coolbet bikarinn hefst á sunnudag!!

COOLBET bikarinn 2021 hefst á sunnudag og verða 4 umferðir leiknar núna fram í miðjan júní og þá tökum við frí fram í lok ágúst og leikum seinni 4 umferðirnar þá og endum á lokaborði 26. september þar sem keppt verður um glæsilega aukavinninga (Added Value) frá Coolbet fyrir efstu 4 sætin:

  1. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550) auk hótelgistingar + €200 í farareyri
  2. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550) auk hótelgistingar + €200 í farareyri
  3. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550)
  4. sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550)

Coolbet Open er nú ráðgert 8. – 14. nóvember 2021 í Tallinn, Eistlandi. Á Coolbet Cup 2020 voru einnig veittir miðar á mótið í verðlaun og gilda þeir miðar á mótið núna í haust. Það má því gera ráð fyrir góðri hópferð til Tallinn í nóvember en Coolbet Open fer fram í vikunni eftir Íslandsmótið í póker.

Þátttökugjald í hverri umferð verður €50 og verður boðið upp á eitt re-entry. Veitt verða stig fyrir öll sæti í hverri umferð, frá 20 og niður í 1 með sama hætti og í fyrra nema hvað nú höfum við þann háttinn á að 9 efstu komast á lokaborð, en í fyrra var stigatalan ein látin ráða úrslitum.

4 efstu á lokaborðinu skipta síðan á milli sín þessum glæsilegu aukavinningum sem eru samlagt yfir €3700 (550.000 ISK) virði og er hrein viðbót við verðlaunafé í mótaröðinni.

Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni og Coolbet og PSÍ áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn sigurvegara og verðlaunahafa.

Dagskrá mótanna og aðrar nánari upplýsingar má finna hér.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!!

Val á landsliði PSÍ

Í apríl auglýsti stjórn PSÍ eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í landsliði í því sem við höfum valið að kalla “keppnispóker” (match poker). En samtökin IFMP (International Federation of Match poker) eru nú að fara af stað aftur með alþjóðleg mót í póker skv. því fyrirkomulagi sem samtökin hafa þróað og kalla “Match poker”. Þetta fyrirkomuleg er nokkuð frábrugðið hefðbundnum mótum í NL Holdem en í þessum mótum er spiluð nákvæmlega sama höndin samtímis á öllum borðum, á hverju borði situr einn úr hverju liði þannig að allir keppendur í sama liði spila öll spot í hverri hendi. Þannig er það eingöngu hæfni og ákvarðanir spilara sem ráða úrslitum en ekki heppni í því hvernig spilin falla. Og fyrir vikið þá hefur IFMP fengið þetta afbrigði af póker viðurkennt sem hugaríþrótt á alþjóðavettvangi.

25 einstaklingar sóttu um að fá að taka þátt í verkefninu og hefur stjórn PSÍ, með fulltingi mótanefndar, valið 10 úr þeim hóp til þess að skipa landsliðshóp. Valið byggir m.a. á þátttöku og árangri í mótum á vegum PSÍ auk þess sem IFMP gerir kröfu um að í hverju liði séu keppendur af báðum kynjum.

Landsliðshópinn skipa eftirfarandi:

  • Daníel Pétur Axelsson
  • Egill Þorsteinsson
  • Einar Þór Einarsson
  • Garðar Geir Hauksson
  • Gunnar Árnason
  • Halldór Már Sverrisson
  • Inga “Poko” Guðbjartsdóttir
  • Kristjana Guðjónsdóttir (Jana)
  • Magnús Valur Böðvarsson
  • Sævar Ingi Sævarsson

Fyrstu verkefni hópsins verða þátttaka í undanmótum fyrir heimsmeistaramót sem fyrirhugað er í lok nóvember 2021. Undanmótin fara fram núna í júní og verður keppt yfir netið þannig að hvert lið situr í sínu heimalandi en gert er ráð fyrir að HM fari fram live einhversstaðar í Evrópu. Már Wardum, formaður PSÍ, mun leiða þetta verkefni og sjá um utanumhald landsliðs, m.a. skipulagningu æfinga og samskipti við IFMP.

Bein útsending frá lokaborði ÍM 2020

Það verður glæsileg mynd-útsending frá lokaborðinu í póker í dag og Magnús Valur Böðvarsson verður með beina lýsingu úr myndveri.

> Bein útsending frá lokaborði ÍM í póker 2020 <

Lokaborð á ÍM 2020

Það voru alls 96 sem skráðu sig til leiks á Íslandsmótinu í póker sem hófst á miðvikudag og lýkur á morgun, sunnudag. 15 efstu munu skipta á milli sín tæpum 6,2 milljónum króna og fær Íslandsmeistarinn 1,4 milljónir í sinn hlut. Í kvöld var leikið þar til einungis 9 stóðu eftir og lokaborðsbúbblan sprakk um hálftólfleytið í kvöld og nú standa aðeins eftir þeir sem munu leika til þrautar þegar lokaborðið á ÍM 2020 hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 7.mars.

Þeir 9 sem komust á lokaborðið voru eftirfarandi (ásamt stakkstærð og sætisnúmeri á lokaborðinu):

  1. Logi Laxdal, 862.000, sæti 2
  2. Gunnar Árnason, 616.000, sæti 4
  3. Óskar Þór Jónsson, 582.000, sæti 3
  4. Wilhelm Nordfjord, 463.000, sæti 5
  5. Halldór Már Sverrisson, 446.000, sæti 6
  6. Vignir Már Runólfsson, 433.000, sæti 7
  7. Jónas Nordquist, 287.000, sæti 9
  8. Andrés Vilhjálmsson, 76.000, sæti 1
  9. Sævaldur Harðarson, 53.000, sæti 8

Meðalstakkur er 430k / 53bb.

Magnús Valur Böðvarsson var með skemmtilega textalýsingu, eins og honum einum er lagið frá því síðdegis í dag og allt til loka dags 2. Hér má finna tímasetta lýsingu hans. Og hér er síðan að finna allar upplýsingar um stöðu og sæti hvers þátttakanda í mótinu.

Sýnt verður beint frá lokaborðinu í fyrsta sinn í mörg ár og verður Magnús Valur nú í hljóðverinu og mun gefa okkur innsýn í það sem fyrir augu ber. Við munum senda nánari upplýsingar hér og á facebook um það hvar hægt verður að nálgast útsendinguna.

Samhliða lokaborðinu verður glæsilegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Mótið verður með gjöfurum á öllum borðum, 20k stakk og 30 mín. levelum og að öðru leyti sama strúktúr og notaður er á Íslandsmótinu. Langt, hægt og djúsí mót sem enginn má missa af! Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram hér á vef PSÍ.

Við óskum lokaborðs hópnum til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskum þeim góðs gengis á morgun!

Bein lýsing frá degi 2 á ÍM 2020

Magnús Valur Böðvarsson er mættur í hús og mun halda úti beinni lýsingu frá degi 2 á ÍM 2020.

> Bein lýsing frá degi 2 á ÍM í póker 2020 <

Staðan eftir dag 1 á ÍM 2020

Degi 1C var að ljúka núna um miðnættið og af þeim 95 sem hófu leik þá standa nú 67 eftir í upphafi dags 2 sem hefst kl. 12:00 á morgun, laugardaginn 6. mars.

Björn Sigmarsson hefur talsverða forystu í upphafi dags 2 með 205.000 en upphafsstakkur var 40.000. Óskar Þór Jónsson er annar í röðinni með 144.200, Gunnar Gunnarsson er þriðji með 127.200 og nýbakaður PLO meistari, Egill Þorsteinsson fylgir fast á hæla hans með 125.400.

Bein lýsing hefst hér á vef PSÍ kl. 16:30 á degi 2 og er það hinn góðkunni Magnús Valur Böðvarsson sem mun sjá um lýsinguna. Á sunnudag verður síðan bein myndsending frá lokaborðinu og verður Magnús þá í myndverinu og gefur áhorfendum innsýn í það sem er að gerast við borðið.

Hér að neðan má sjá borðaskipan í upphafi dags 2 og stöðu allra keppenda má finna í þessu skjali hér undir flipanum “Entries”: https://cutt.ly/GkTXhXo