Frá ársþingi 2021

Ársþing PSÍ var haldið í gær, sunnudaginn 28.febrúar 2021.  Þingið fór fram á veitingastaðnum Hereford og mættu 4 félagsmenn til fundar en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á Zoom.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og kom einn nýr varamaður inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa nú:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður
  • Sunna Kristinsdóttir, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Sunna Kristinsdóttir
  • Einar Þór Einarsson

Skoðunarmenn reikninga eru:

  • Ottó Marwin Gunnarsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson

Tvær breytingar voru gerðar á reglugerð sambandsins um mótahald og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ. Annars vegar var bætt inn grein 5 sem lýtur að hreinlæti og neyslu matar og drykkjar við keppnisborð. Hins vegar var grein 7. breytt til samræmis við reglur TDA um fjölda á lokaborði.

106 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2020, heildarvelta sambandsins var 3,9 mkr. og afkoma af rekstri var neikvæð um 492 þús kr. á árinu.

Ársþing PSÍ 2021

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið á veitingastaðnum Hereford, Laugavegi 53b. sunnudaginn 28. febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Áður en þingið hefst mun fara fram verðlaunaafhending fyrir nokkur mót sem haldin voru 2020 og ekki var búið að ná að halda afhenda verðlaun fyrir, það eru Coolbet bikarinn, Bikarmótið, Quarantine Cup, ÍM í net-póker og ÍM í net-PLO.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Zoom með þessum tengli hér.

Ársþing PSÍ 2020

Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 26.janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei.

Lagðar verða fyrir þingið eftirfarandi lagabreytingar (viðbætur eru feitletraðar):

  1. Lagt er til að heiti 8.kafla laga PSÍ verði breytt í “8. kafli. Lagabreytingar og slit sambandsins.
  2. Lagt er til að nýrri grein verði bætt við lög PSÍ sem hljóðar svo:
    13. grein. – Tillaga um að leggja sambandið niður þarf að berast stjórn a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund og skal tillögunnar getið í fundarboði. Tillaga um að leggja sambandið niður telst aðeins samþykkt ef 3/4 atkvæðabærra fundarmana samþykkja tillöguna. Verði slík tillaga samþykkt skal boða til aukaaðalfundar innan 4 vikna til að staðfesta tillöguna og þarf jafnframt 3/4 atkvæðabærra fundarmanna þar til þess að staðfesta samþykki hennar. Verði sambandið lagt niður skulu eignir þess renna til verkefnisins “Frú Ragnheiður – Skaðaminnkun” á vegum Rauða Krossins í Reykjavík.
  3. Lagt er til að 9. grein laga PSÍ verði breytt í:  (viðbótarákvæði um að heimild til að hafna aðild og hins vegar lágmarksaldur).
    Til að teljast fullgildur meðlimur skal félagi hafa greitt árgjald til PSÍ á yfirstandandi ári. Þeir sem hafa greitt árgjald á undangengnu ári hafa atkvæðisrétt á ársþingi.
    Stjórn PSÍ áskilur sér rétt til þess að hafna aðild félaga sem á einhvern hátt hafa orðið uppvísir að agabrotum eða ósæmilegri hegðun á mótum á vegum PSÍ eða hjá aðildarfélögum/félögum sem PSÍ á í samstarfi við.
    Miða skal árgjöld við reikningsár sambandsins. Það er skilyrði fyrir þátttöku í mótum á vegum PSÍ, að viðkomandi félagi hafi greitt árgjald sitt til Pókersambandsins og hafi náð 18 ára aldri….…[restin er síðan eins] “.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin.

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 3.febrúar 2019, og fór það fram í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Ný stjórn sambandsins var kjörin á þinginu og skiptir hún þannig með sér verkum:

Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Ingi Þór Einarsson, varamaður
Ívar Örn Böðvarsson, varamaður

Í mótanefnd voru kjörnir:

Ingi Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Viktor Lekve

Í laga- og leikreglnanefnd voru kjörnir:

Ottó Marwin Gunnarsson
Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum, m.a. þess efnis að stjórnarmönnum var fækkað í 3 og 2 til vara, í stað 5 og enginn varamaður eins og það var áður.

Fundurinn var sendur beint út á facebook síðu PSÍ og má nálgast upptöku af fundinum hér.

Hér má nálgast ársskýrslu PSÍ fyrir 2018 ásamt ársreikningi, og hér eru þær lagabreytingatillögur sem samþykktar voru á þinginu.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Pókersambands Íslands 2019 verður haldinn í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 3.febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta á fundinn og gefa kost á sér í stjórn og nefndir eða í önnur verkefni á árinu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin.

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing Pókersambands Íslands var haldið laugardaginn 24.mars sl. að CenterHotel í Þingholtsstræti og var metmæting á þingið að sögn þeirra sem til þekktu en alls mættu 6 félagsmenn á þingið 😉 (auk nokkurra sem fylgdust með beinni útsendingu). Það er vonandi til marks um aukinn áhuga á að taka þátt í störfum sambandsins og óvenju vel tókst einnig að manna stjórn og nefndir.

Stjórn sambandsins skipa nú eftirfarandi:
Sunna Kristinsdóttir, formaður
Jon Ingi Thorvaldsson, gjaldkeri
Bjarni Bequette, varaformaður
Már Wardum, ritari
Valdis Ósk Valsdóttir Meyer, meðstjórnandi

Í mótanefnd eru eftirfarandi:
Bjarni Bequette
Ingi Þór Einarsson
Einar Þór Einarsson
Jón Þröstur Jónsson
Anika Maí Jóhannsdóttir

Laga- og leikreglnanefnd skipa:
Ottó Marwin Gunnarsson
Jon Ingi Thorvaldsson

Athugið að enn er hægt að bæta við fólki í nefndir sem hefur áhuga á að starfa í þeim. Þeir sem eru í mótanefnd þurfa ekki að taka þátt í öllum verkefnum ársins og þeim mun fleiri sem taka þátt í skipulagningu og framkvæmd móta þeim mun minna mæðir á hverjum og einum.

Allar lagabreytingatillögur sem lagðar voru fram á þinginu voru samþykktar en nokkrar þeirra voru þó samþykktar með breytingum sem lagðar voru til á þinginu. Einnig var samþykkt ný reglugerð um mótahald með nokkrum minniháttar breytingum einnig. Hin breyttu lög og hin nýja reglugerð eru komin hér inn á vefinn.

Upptöku af ársþinginu má finna hér á fb síðu PSÍ. Glærur með lagabreytingatillögum (í endanlegri mynd, að teknu tilliti til breytingatillagna sem lagðar voru fram á þinginu) auk nýrrar reglugerðar um mótahald má finna hér: https://bit.ly/2G6tutQ. Aftast í skjalinu má síðan finna punkta um fjármál sambandsins sem fjallað var um undir liðnum önnur mál.

Við þökkum fyrir þann aukna áhuga sem sýndur hefur verið á að taka þátt í störfum sambandsins og hlökkum til að hlökkum til að starfa með ykkur á árinu!

Stjórnin.