IMG_3011[1]

Óskar byrjar lokaborðið með 240.000 spilapeninga

Fullt Nafn? Óskar Aðils Kemp

Aldur? 42

Hvaðan af landinu kemur þú? Reykjavík

Ert þú í vinnu eða námi? Menn eru ekki allir á sömu skoðun þegar að kemur að þessari spurningu.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Frá fermingu, nú um leið og ég opnaði umslagið með fermingarpeningunum þá fékk ég sjokk yfir því hversu upphæðin var lág og fór og reyndi að dobbla hana.

Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)? Hef spilað þau nokkur. T.D UKIP notthingham og London, EUREKA Prag  og Bulgaria Open.

Hver er þinn besti árangur í póker? 3.sæti í Omaha mót í Notthingham og lokaborð á Íslandsmótinu í fyrra þar sem að ég endaði í 3 sæti.

Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Er ekki best að láta aðra sjá um að svara þessari spurningu.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinn besti árangur? Alltaf nema einu sinni og besti árangur er 3 sæti.

Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi? Vinstri hendin á Loga Laxdal þegar að hann barði henni í borðið þegar að ég tók hann út.

En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Rannveig Díler var mér erfið.

Hvaða spilara mundiru vilja spila heads up við og afhverju? Luffa, hann á nefninlega skilið að lenda í öðru sæti blessaður drengurinn.

Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? Ég spila til vinnings og þar af leiðandi er AA auðvitað uppáhalds en svo eru skemmtilegar hendur eins og J9 hún reyndist mér vel síðustu helgi.

Hver er besti pókerspilari landsins að  þínu mati? Binni Makk kemur fyrstur uppí hugan en það eru margir mjög góðir hér á klakanum í dag.

Einhver önnur áhugamál en póker? Já, ferðalög, hestamennska, náttúran og útivera svo þykir mér gaman að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. (kv. Fegurðardrottningin)

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik? Nei, fyrir mér er þetta grafalvarlegt mál frá upphafi til enda.

Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker (ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Meistari Luffi vonandi.

Eitthvað að lokum? Fáðu þér sæti, sæti, þú getur stólað á mig.