Ómar (f.m) byrjar lokaborðið sem "chipleader" með 1.265.000 spilapeninga.

Ómar (f.m) byrjar lokaborðið sem “chipleader” með 1.265.000 spilapeninga.

Fullt Nafn? Ómar Guðbrandsson

Aldur? 26 ára

Hvaðan af landinu kemur þú? Þorlákshöfn

Ert þú í vinnu eða námi? Ég spila póker og er í fjarnámi

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Ég byrjaði að spila póker á betsson 2006 eða 2007 til þess að prufa þetta en ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera. Ég byrjaði að spila póker live og af einhverri alvöru árið 2009 á P&P sem staðsett var inni á skemmtistaðnum 80’s Club á Grensásvegi. Ég var að vinna með Didda Hverfis í Vodafone á þeim tíma og hann sagði mér að þar væru lélegustu spilararnir.

 

Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)? Ég hef tvisvar sinnum spilað Estrellas í Barcelona og síðan hef ég spilað einhver lítil mót í London og Las Vegas.

Hver er þinn besti árangur í póker? Ætli ég verði ekki að segja að hafa nælt mér í Aniku. En annars er það Íslandsmeistaratitillinn í Omaha.

Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Það fer nú bara eftir aðstæðum. Í flestum tilfellum er hægt að segja að ég spili loose-aggressive en ég get alveg tekið mig til og spilað ”Dóri Már” tight.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinn besti árangur? Þetta er í sjötta skipti sem ég tek þátt í Íslandsmótinu og þetta er minn besti árangur. Endaði í 17 sæti í fyrra.

Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi? Það var A quads höndin á móti Hrannari. Ég floppaði A quads með AK á móti TT hjá Hrannari. K á turn drap þetta reyndar aðeins en ég fékk ágætlega borgað.

En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Daníel Már Pálsson.

Hvaða spilara myndirðu vilja spila heads up við og afhverju?  Óskar Kemp. Annað sætið er bara flottur árangur fyrir hann.

Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? 9-3 off. Það útskýrir sig sjálft.

Hver er besti pókerspilari landsins að  þínu mati? Það eru margir mjög góðir spilarar hér á landi og erfitt að svara þessari spurningu. En ég ætla að segja Örvar Bjartmars. Hann er með flottan árangur í mótum og er mjög erfiður andstæðingur.

Einhver önnur áhugamál en póker? Póker er lang stærsta áhugamálið mitt en annars hef ég t.d. mikinn áhuga á amerískum íþróttum, þá sérstaklega hafnabolta. Ekki skemmir fyrir að vera búinn að leggja aðeins á leikina.

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik? Ég á fullt af skemmtilegum sögum úr pókernum og það er kannski ekki við hæfi að setja sumar þeirra á internetið. Ein eftirminnileg er þegar ég fór að spila eitthvað stórt pókermót á Kojack í Ármúlanum. Ég datt út nokkuð snemma og skellti mér í cash-game. Síðan hringdi síminn minn (ég átti að vera mættur til vinnu) og ég sagðist ekki komast strax því ég væri á lokaborði. Síðan hélt ég áfram að spila og stuttu seinna hringir yfirmaður minn aftur og spyr afhverju ég sé ekki nefndur á facebook síðunni þeirra sem einn af lokaborðs spilurunum þá var ég náttúrulega fljótur að hugsa og sagði að hann hefði misskilið mig, “Ég er kominn á lokaborð í cash-game” sagði ég. Ég þurfti ekki að mæta til vinnu þá vikuna.

Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker (ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Þá myndi ég leyfa Óskari Kemp að taka fyrsta sætið.

Eitthvað að lokum? Takk fyrir skemmtilegt mót