Reglur

Þessar reglur eru lög og það verður farið eftir þeim í einu og öllu
Í öllum öðrum vafaatriðum ber að leita til Steina mótsstjóra.
Einnig munum við notast við reglur úr “The International Poker Rules” sem má sjá hér: http://www.fidpa.com/international-poker-rules/
1. Sætauppröðun verður ákveðið eftir random uppsetningu og engar breytingar verða gerðar á því. Uppstokun verður á sætauppröðun á hverjum degi og auk þess þegar 18 spilarar verða eftir.

2. Dregið verður á einu borði hver verður gjafari og það sæti sem fær hæsta spilið verður gjafari á sínu borði og sama sæti á öðrum borðum verða gjafarar. T.d. ef að sæti 7 verður dregið verður sæti 7 gjafari á öllum öðrum borðum. Dregið verður á hverjum degi um sæti gjafara.

3. Allir spilapeningar verða að vera sýnilegir á öllum stundum mótsins og stærsta “value” á chipsum má ekki vera falið á neinum tímapunkti mótsins!

4. Munnleg ákvörðun mun standa “in-turn”.
“Out of turn” ákvarðanir geta verið bindandi.
– ef spilari bettar, callar eða raisar out of turn mun það standa.
– ef spilari sem átti að gera á undan ákveður að setja út raise sem er stærra heldur en það sem “out of turn” spilarinn setti út má “out of turn” spilarinn gera eftirfarandi:
– Setja út mismuninn á veðmálinu og calla
– Taka til baka veðmálið og folda
– Spilarinn má einnig taka veðmálið til baka og setja út raise.Dæmi, ef að spilari ákveður að limpa úr middle position en hann gerði “out of turn” og það kemur raise frá þeim sem átti að gera á undan má hann taka til baka það sem hann setti út og ákveða sigÍ grundvallar atriðum ekki gera fyrr en komið er að þér. Það er mikil ókurteisi að gera áður en röðin kemur að manni. Kemur við og við fyrir alla en getur haft leiðinleg áhrif á hendina. Ef leikmaður fær þriðju áminninguna þá fer hann í sitout í einn hring.

5. Ef að spilari setur út meira en 50% verður hann krafinn að setja út “min-raise” en ekki meira eða minna en það. T.d. ef blindar eru 50/100 og spilari setur út 150 verður hann krafinn að setja út 200, hann má ekki setja meira eða minna í pottinn. Annað dæmi: Ef spilari A bettar 2500 í 500/1000 blindum og spilari B segir ekki neitt en setur út 3000 er það kall. Hann nær ekki 50% af raisi og er neyddur til þess að calla. Ef hann setur út hins vegar 3800 þá hann nær hann 50% eða meira af raisi og er neyddur til þess að min-raisa. Hann verður því að setja í 4000 sem er minraise.

6. Ekki “splassa” pottinn. Ef kallað er eða hækkað þá á leikmaður ávallt að setja spilapeningana inn á borðið beint fyrir framan sig þannig að aðrir geti séð og talið upphæðina. Þegar leikmaður splassar og hendir peningunum beint í pott sem þegar er á borðinu þá er erfitt að sjá hvort það sem fór í pottinn er það sama og viðkomandi sagði.

7. Ef að einn peningur sem er hærri en “minraise” verður settur út án þess að tilkynna um raise er það talið sem call og er ekki hægt að breyta því

8. Þegar spilari ætlar að raisa verður hann að setja að minnsta kosti þá upphæð sem upphaflega raisið er og hann verður að gera það í einni hreyfingu annars er það talið sem “minraise”. Ef að munnleg ákvörðun var tekin mun það standa, en ekki er nóg að segja bara „raise“ og fara svo aftur og aftur í stackinn eftir það heldur gera það í einni hreyfingu eða tilkynna upphæð á hvað þeir ætla að hækka um mikið!

Einnig er bannað að “string betta”. String bet er það t.d kallað þegar leikmaður segir „ég kalla…“/ég sé þetta og bætir svo við „og hækka!“ en einnig ef spilarar týna inn chipsa á borðið þá er það fyrsta sem sett er út talið þeirra ákvörðun.
Þetta er stranglega bannað og leikmaður sem þetta gerir fær bara að kalla þá umferð. Ítrekað string bet er litið alvarlegum augum.

9. Spilarar verða að vera við sætið sitt (sitjandi eða standandi) og með athygli á borðinu þegar gjafari gefur síðasta spilið annars mun gjafarinn taka höndina strax og hún verður þar af leiðandi dauð. Ef að spilari stendur upp úr sætinu á meðan hönd er í gangi verður sú hönd talin dauð. Ef að spilari er all-in eða er greinilega bara að standa upp til að losa um streitu eða slíkt er höndin ekki dæmd dauð en ef að spilarar eru t.d. í big blind og það eru nokkrir sem eru að gera og þú ákveður að standa upp frá borðinu til að skoða eða gera eitthvað annað þó ekki nema í nokkrar sekúndur mun höndin vera tekin af viðkomandi spilara.

10. Stranglega bannað verður að tala í síma á borðinu en spilarar geta farið frá borðinu ef þeir þurfa að taka við eða hringja símtöl. Hendur hjá spilurum sem tala í símann verða samstundis teknar og taldar sem dauðar. Ef síminn hringir í miðri hendi og spilari svarar í síman þá deyr hendinn hans um leið.

11. Mótið mun notast við svokallaðan “drauga dealer”. Ef að spilari dettur út þegar hann er í small blind mun sætið hans samt sem áður verða dealer.

12. Spilarar mega ekki biðja um nýjan stokk nema um “merktan” eða “ónýtan” stokk sé að ræða. Það sama gildir um gjafara, spilarar mega ekki biðja um nýjan gjafara.

13. Einn spilari á hönd verður framfylgt í mótinu, það þýðir að ekki megi sýna neinum þína hönd né hafa einhver á borðinu eða frá borðinu segja þér hvað skal gera. Ef spilarar sýna spilin sín til annara spilara munu þeir þurfa að snúa höndinni „face-up“ þegar höndinni lýkur svo að allir spilarar á borðinu sjá.

14. Þegar talað er um sína eigin hönd á meðan höndin á sér stað er ekki bindandi og mun ekki hafa áhrif á útkomu handarinnar. Innlegg um hendur mótherjans er einnig leyfilegt en aðeins þegar þú ert spilandi í höndinni og það mun ekki heldur hafa nein áhrif á útkomu handarinnar. Spilarar sem ekki eru þáttakendur í hendinni mega ekki undir neinum kringumstæðum tala um hendur sem eru í gangi.

Við viljum samt sem áður benda spilurum á að vera ekki að tala um hendur andstæðinga nema þegar aðeins þeir tveir eru eftir í höndinni, slíkar umræður þegar aðrir eiga eftir að gera á eftir þér geta haft áhrif á viðkomandi spilara. Eins að tala um sýna hendi er ekki vel séð en ekki bannað.

15. Ekki má gefa frá sér nein merki ef að þú hittir á borð eftir að hafa foldað fyrr en eftir að hendinni líkur. Ekki er heldur leyfilegt að segja einhverjum spilurum á borðinu hvað þú varst með á meðan höndin á sér stað

16. Enginn spilari má sýna neitt spil í sinni hönd á meðan hendinni stendur.

17. Það er á ábyrgð spilara að passa upp á sínar eigin hendur og ef að gjafari drepur þína hönd átt þú engan rétt á peningnum eða spilunum til baka. Gjafarar gera mistök og þau munu gera einhver mistök í þessu móti. Allir spilarar bera ábyrð á hendinni sínnni.  PASSIÐ UPP Á HENDINA YKKAR

18. Ef að hönd sem spiluð er snýst óvart við á meðan höndinni stendur verður höndin ekki dæmd dauð heldur er aðeins gróðvænlegra fyrir spilarana ennþá í höndinni. Þeir sem verða ítrekað teknir fyrir að sýna spilin sín „óvart“ í miðri hendi geta átt von á víti allt að einum hring.

19. Gjafarar mega ekki drepa vinningshönd eftir að henni hefur verið snúið við og var augljóslega betri höndin.

20. Vertu vakandi og póstaðu blindum og Ante tímanlega. Það getur verið pirrandi fyrir aðra spilara að þurfa ítrekað að bíða. Þetta á sérstaklega við um mót þar sem blindin hækka og tíminn er bókstaflega peningar. Spilarar sem ítrekað gleyma að setja út blinda eða Ante munu þurfa að sitja hjá eina hönd um leið og þeir fá þriðju áminninguna.

21. Mótsstjóri hefur lokavald á öllum vafaatriðum og mun sú ákvörðun standa án frekari eftirmála.

22. Ef að tveir eða fleiri spilarar detta út á sama tíma mun sá sem átti fleiri chips enda í hærra sæti heldur en hinn eða hinir nema:

– Þegar það er ekki möguleiki á að vita hvor datt út á undan munu þeir skipta verðlaunafénu fyrir bæði sætin á milli sín.

23. Þegar það eru aðeins 2 borð eftir í mótinu og það þarf að færa spilara á milli borða mun lægsti “stackinn” af fjölmennara borðinu færa sig yfir á hitt borðið. Spilarinn sem færður verður mun aldrei hagnast né tapa á því að verða færður, það er að segja ef að spilarinn er næstur til að vera stóri blindur á fyrra borðinu mun hann fara í sætið næst stóra blind á næsta borði. Einnig ef að hann er nýbúinn að vera í blindunum á fyrra borðinu verður hann færður sem lengst frá blindunum á næsta borði.

24. Kallað á tíma. Þegar raunsær tími hefur verið gefinn fyrir spilara að ákveða hvað hann vilji gera mega spilarar á borðinu kalla á tíma á spilarann og það verður gefinn 1 mínúta fyrir hann til að taka ákvörðun, ef að hann hefur ekki tekið ákvörðun þagar 10 sekúndur eru eftir af tímanum mun vera talið niður upphátt af gjafaranum eða mótsstjóra. Höndin verður dauð um leið og mótstjóri telur upp töluna 0!

25. Ef að einhver spilari þarf að fara úr mótinu fyrir hvaða ástæðu sem er á hann ekki rétt á peningnum til baka og mun hann verða blindaður niður. Ef að spilarinn mun komast í pening á hann rétt á peningnum sem mun verða komið til skila. Ef spilari tilkynnir að hann muni ekki koma aftur í mótið, þá verður stackurinn hans tekinn í burtu og settur úr play.

26. Spilarar eru krafðir þess að vera með skilríki meðferðis.

27. Ef að spilarar eru ekki mættir til leiks þegar mótið byrjar eða er í gangi verða blindar og ante tekið af honum.

28. Ef að spilarar eru teknir fyrir “collution” í mótinu, svo sem chip dumping, soft play o.s.frv. verða umsvifalaust vísað úr mótinu og spilapeningar beggja eða allra aðila verða blindaðir niður í ekkert. Þeir eiga ekki rétt á peningum sem þeir gætu fengið. Þeir eiga heldur ekki rétt á að spila fleiri mót á vegum Pókersambands Íslands.

– Collution – Þegar tveir eða fleiri spilarar eru að spila saman, svo sem raisa aðra spilara útúr höndunum til að lenda bara á móti hvor öðrum og svo „soft play“ þeir höndina út.

– Chip dumping – að láta félaga sinn vísvitandi fá sín chips.

– Soft Play – Að spila góða hendur veikt trekk í trekk á móti félaga sínum. T.d. vera með röð, sett eða hvað sem góð hendi getur kallast og „checka“ bara niður til þess að taka ekki mikið af vini sínum

29. Spilarar verða að sýna hendur sínar í “split” pottum til að eiga rétt á sínum part af pottinum. T.d. ef að borðið les þá verða allir þeir spilarar sem eftir eru í höndinni að sýna sína hönd til að fá eitthvað af pottinum. Þeir sem ekki átta sig á þessari reglu og „mucka“ sinni hönd munu ekki eiga rétt á höndinni sinni til baka til að sýna hana né neinn part af pottinum þótt að borðið sé augljóst „split“

30. Showdown: Þegar kemur að showdown mun sá spilari sem átti síðasta bet eða er fyrsti spilari vinstra megin við dealer button þurfa að sýna höndina sína og ekki má “mucka” höndinni ef hann á að sýna fyrstur þrátt fyrir að “vita” að hann sé ekki með bestu höndina. Gjafarar munu umsvifalaust snúa höndinni við í þeim tilvikum sem menn mucka og sýna hendina. Dæmi: Spilari A bettar 10000 á river og Spilari B kallar. Spilari A á og verður að sýna hendina sýna, ef hann muckar fær han aðvörðun og viti ef þetta gerist aftur. Ef hann muckar hins vegar og ekki er hægt að finna hendina hans verður spilari B að sýna til þess að claima pottinn ef hann muckar líka þá er choppott og báðir fá aðvörun. Annað dæmi. Ef spilari A bettar 10.000 á river og Spilari B kallar. Spilari A sýnir betri hendi en spilari B er með þá má afsjálfsögðu spilari B mucka.

31. Þegar chippað verður upp í mótinu og spilarar eiga ekki samtals peninga upp í value sem sett verður inn þá verða þeir peningar sem eftir verða teknir inn í miðju borðsins og settir í pott þar sem að gefið verður eitt spil á alla stackana sem létu eitthvað chip í pottinn og sá sem hæsta spil fær, fær pottinn og því svo chippað upp í hærra value, ef að það nær svo ekki upp í það value sem chippað er upp í verður það námundað niður og tekið úr umferð.

Ef að tveir spilarar fá jafn hátt spil verður gefið annað spil á viðkomandi spilara og sá sem fær hærra spil í það skiptið vinnur pottinn.

– Dæmi: Ef að þú átt 250 og það er verið að chippa því út færðu 2 x 100 chippa og svo fer 50 í pottinn.

– Ef spilari á t.d 50 í stakk þá mun þessi 50 fara í sama pott og hann fær því spil til að vinna pottinn en ef hann tapar svo þeim potti fær hann minnsta value sem spilað er með í mótinu, s.s. 1x 100. Spilarar geta aldrei dottið úr móti á Chip-up

32. Ölvun og óspektir verður að sjálfsögðu ekki liðin í mótinu og við áskiljum okkur rétt á því að refsa spilurum ef þessari reglu verður ekki framfylgt

33. Ef að eitthvað „chop“ (verðlaunfénu skipt) á milli tveggja eða fleiri þáttakenda að þá verður að minnsta kosti 300.000kr sem skilið verður eftir til að spila upp á fyrir sigurvegara mótsins. Þetta er gert svo að það verði Íslandsmeistari krýndur og er þekkt í mörgum stórum mótum eins og t.d. Sunday Million.
34. Ekki nægir að tilkynna hendina þína í showdowni, vinsamlegast sýnið hendina ykkar. Að tilkynna að fólk eigi „Ás“ í showdowni er ekki nóg. Að tilkynna getur valdið ruglingi og við síendurtekinn eða gróf brot verða veit víti.
35. Slowroll. Ef fólk sýnir röð og þú ert með flush vinsamlegast sýndu hendina þína strax og ekki vera óþarfalega lengi af því. Þetta er talinn vera einn mesti dónaskapur sem finnst í póker og hæfir ekki pókerspilurum.

Dauðar hendur

Hendin þín er dauð ef

– Þú foldar eða segir að þú sért að folda þegar búið er að veðja.
– Þú hendir hendinni þinni fram eins og þú sért að folda og sleppir spilunum sem veldur öðrum til að gera á eftir þér.
– Ef klukkan er ræst á þig og þú ákveður þig ekki áður en tíminn rennur út.
– Ef spilari sýnir öðrum spilara hendina á meðan hann er í spili er höndin dauð, ekki má fá ráðleggingar frá öðrum meðan menn eru að spila.
– Spilum sem eru hent til annars spilara hvort sem þeim er snúið niður eða upp eru dauð.
– Ef spil frá öðrum búnka uppgötvast í hendi þá er öllum peningum skilað og hendinn dæmt ógild.
– Spil sem er „flashað“ af gjafaranum er notað sem sýnilegt spil og ekki notað í spilinu.
– Spil sem er „flashað“ óvart eða viljandi af spilara er það notað í spilinu en þeir sem sýna viljandi spilin án þess að höndin er farin í showdown geta átt von á því að fara í víti í eina eða fleiri hendur.
– Ef viðkomandi missir spil á gólfið þá verður hann samt að nota það.
– Spilari þarf að sýna bæði spil til að geta unnið pottinn ekki bara annað.
– Týpísk gjafara mistök

Vitlaust gefið
Eftirfarandi kringumstæður valda endurgjöf

a. Fyrsta eða annað spilið í gjöf fyrir flop er sýnt af gjafaranum.
b. Tvö eða fleiri spil eru sýnd af gjafaranum fyrir flopið.
c. Tvö eða fleiri auka spil hafa óvart verið gefin fyrir flop.
d. Spilari er gefin of mörg spil.
e. Gjafari ruglar röðinni á gjöf fyrir flopp
f. Fyrsta spilið gefið á vitlausan mann.
g. Dealer pökkurinn á vitlausum stað
h. Spil eru gefið á tómt sæti sem enginn er í.
i. Gjafari gleymir að gefa einstaklingi spil

– Ef fyrsta eða annað spilið sem gefið er sést eða snýst við þá er gefið aftur. Gjafarinn stokkar aftur öll spilin og skiptir búnkanum. Ef eitthvað annað spil heldur en fyrsta eða annað spilið sést á meðan gjöf stendur þá er haldið áfram að gefa. Sýnda spilið er notað sem brennt spil og sett ofan á stokkinn. Ef tvö eða fleiri spil sjást á meðan gjöf stendur þá er gefið aftur.
– Ef floppið er sýnt áður en menn eru búnir að veðja eða að floppið innihélt of mörg spil þá er stokkað aftur og búnkanum skipt og gefið. Brennda spilið er ekki stokkað með.
– Ef gjafarinn gleymir að brenna spil áður en floppið, turnið eða riverið kemur þá er spilið sýnt öllum og svo tekið úr umferð, rétta spilið er svo sett út.
– Ef gjafarinn setur út fjórða spilið (turn) eða fimmta spilið (river) áður en búið er að veðja þá er spilið sem kom tekið úr umferð, gjafarinn stokkar þá spilin að frátöldu brennda spilinu og gefur síðan út nýtt spil án þess að brenna þegar umferð veðmála er búin.

Þessi mistök verða að vera tilkynnt áður en litli eða stóri blindur gera eftir það er ekki hægt að heimta endurgjöf.