2012-vignir
Fullt nafn?

Vignir Már Runólfsson

Aldur?
35

Hvaðan af landinu kemur þú?
Grundarfirði

Uppáhalds íslenska íþróttalið?
Ætli það myndi ekki vera fótboltaliðið í heimbænum mínum Grundarfjörður.

Við hvað starfar þú?
Ég er að vinna sem sjómaður á Grundarfirði.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Ég er búinn að spila póker með svona pásum inná milli í sirka 6 ár. Já þetta byrjaði allt saman þegar vinir mínir buðu mér í heimsókn til sín einn daginn en þá voru þeir einmitt nýbyrjaðir að hittast í heimahúsum til að spila póker um helgar sér til skemmtunar og ég ákvað að prófa þetta með þeim.

Spilar þú reglulega í dag og hvar þá?
Já ég spila svona oftast myndi ég segja á pókerklúbbnum 53.

Hver er þinn besti árangur í póker?
Það myndi sennilega vera á íslandsmeistaramótinu 2010 en þá endaði ég í 6.sæti.

Ertu hjátrúarfullur?
Nei ég get nú ekki sagt það.

Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Ég er víst með ólæknandi bíla og mótorhjóladellu.

Áttu einhverja skemmtileg sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Þegar vinkona mín var búin að fá sér full mikið í glas eitt skiptið og hrækti óvart framan í félaga minn við spilaborðið er alltaf skemmtileg saga og eftir að hafa verið stjarfur í svona 5 mínútur þá segir hann að það væri nú vaninn að hrækja á eftir fólki til að veita því lukku en ekki framan í það held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á ævinni. Minnistæðasta augnablikið mun klárlega vera höndin sem ég spilaði núna á íslandsmeistaramótinu þegar 13 manns voru eftir og ég var allur inn fyrir flopp með kóngapar á móti ásapari og floppinu kom ás sem þýddi að ég átti 0,1% líkur á því að vinna pottinn og var mjög líklega dottinn út úr mótinu þar sem ég þurfti að fá báða kóngana sem eftir voru í stokknum. Þegar ég er staðinn upp frá borðinu á leiðinni í burt heyrist þessi þvílíku öskur í öllum salnum þá sný ég mér við og sé að það hafi komið kóngur á turn og river sem gaf mér vinninghendina. Þetta var stærsti potturinn í mótinu og ég mjög líklega búinn að tryggja mér sæti á lokaborðið.

Erfiðasti andstæðingur?
Á voða erfitt með að nefna einhvern einn sérstakann þar sem við eigum orðið svo mikið af góðum spilurum í dag.

Hefuru lesið einhverjar pókerbækur?
Já ég las einhvern tímann bækur sem heita Dan Harrington on holdem.

Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Nei hef aldrei notað svoleiðis enda finnst mér asnalegt að vera með sólgleraugu innandyra. Hef samt ekkert þannig séð á móti því fólki sem vill nota sólgleraugu í póker ef það telur það hjálpa sér.

Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni eða skólanum?
Það færi voða mikið eftir því hvaða vinnu eða skóla ég væri í augnalbikinu en eins og staðan er í dag þá væri ég alveg til í að ferðast um heiminn og hafa atvinnu af áhugmálinu.

Uppáhaldsvefsíða?
youtube

Hver er uppáhalds póker hendin þín?
Kóngpar allan daginn í dag.

Hver er þinn uppáhalds “Poker Pro” og afhverju?
Það eru eiginlega 3 spilara í dag sem ég get ekki gert uppá milli en það eru Phil Ivey vegna hversu mikið hann lagði á sig til að vera staddur þar sem hann er í dag. Tom dwan fyrir ótrúlega hæfileika sem hann hefur og hvernig hann nálgast leikinn. Síðan má ekki gleyma Phil Galfond sem er algjör ofurheili þegar kemur að því að spila leikinn og skýra hann út fyrir venjulegt fólk.

Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati?
Erfitt að segja þar sem við eigum svo marga sterka spilara í mismunandi leikjum en ef ég ætti að nefna eina manneskju þá ætla ég að segja Garðar Geir Hauksson.

Ef þú gæti sest niður og spilað póker með hvaða 6 einstaklingum sem er í heiminum, hverjir yrðu fyrir valinu?
Phil Ivey, Tom Dwan, Tony G, Phil Galfond, Johnny Chan frænda minn og síðan má ekki gleyma snillingnum honum Sammy Farha.

Eitthvað að lokum?
Já vil bara þakka fyrir mig og þeim sem studdu mig á íslandmeistaramótinu í ár þetta er alveg búið að vera meirháttar gaman.