2012-arniragnar
Fullt nafn?
Árni Ragnar Steindórss

Aldur?
32

Hvaðan af landinu kemur þú?
Sauðárkrók City

Uppáhalds íslenska íþróttalið?
Utandeildarkeiluliðið Steven Seagal og svo Tindastóll að sjálfsögðu!

Hvað gerir þú dagsdaglega?
Er í markaðsfræði í HR og vinn hjá Vodafone.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Byrjaði rétt fyrir aldamót.

Spilar þú reglulega í dag og hvar þá?
Get ekki sagt það, spilaði mikið áður fyrr en kannski 1 sinni í mánuði núna, ekki mikinn tíma fyrir þetta með skóla og vinnu.

Hver er þinn besti árangur í póker?
Veit ekki hvernig á að svara þessu.

Ertu hjátrúarfullur?
Smávegis kannski, á til að breyta ekki hlutum ef þeir ganga vel.

Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Allt of mörg, Skotveiði og Golf kannski helst. (ALDREI halda þetta mót á 2 síðustu rjúpuhelgum aftur!)

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Nei, en einn daginn mun ég fá Royal live!

Erfiðasti andstæðingur?
Þolinmæðin

Hefuru lesið einhverjar pókerbækur?
Las Doyle bækurnar fyrir ca 10 árum en get ekki sagt að þær hafi gert mikið fyrir mig.

Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Nei það geri ég ekki og hef ekki mikla skoðun á notkun þeirra, ef fólki finnst það þurfa sólgleraugu til að spila á spil þá má það bara gera það J

Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni eða skólanum?
Myndi íhuga það ef ég byggi annarstaðar en á Íslandi. Ekki heillandi vinnutími hérna, en svosem, ef það væri spilavíti hérna með opið á skrifstofutíma þá myndi ég alveg spá í það.

Uppáhaldsvefsíða?
www.stevenseagal.com

Hver er uppáhalds póker hendin þín?
Fjarki tvistur

Hver er þinn uppáhalds “Poker Pro” og afhverju?
Patrick Antonius, það er bara erfitt að vera mikið svalari held ég.

Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati?
Satt að segja spái ég lítið í öðrum en sjálfum mér þegar ég spila, en ef ég þyrfti að segja nafn þá finnst mér oft mjög erfitt að spila á móti Audda Blö, gæti reyndar verið afþví hann þekkir mig svo vel.

Ef þú gæti sest niður og spilað póker með hvaða 6 einstaklingum sem er í heiminum, hverjir yrðu fyrir valinu?
Steven Seagal, Patrick Antonius, Barak Obama, Phil Ivey, Steven Gerrard og Phil Helmuth.

Eitthvað að lokum?
Nei en ég vil nota tækifærið til að þakka Danna fyrir að pakka KK preflop fyrir tvistinum mínum fyrr í mótinu, væri sennilega ekki hérna hefði hann ekki gert það.