Fullt nafn?
Örn Þórsson
Hvað kalla vinir þínir þig?
Össi
Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Ég byrjaði að spila Texas Hold´em í byrjun 2008, þá var haldin mótaröð í vinnunni og ég var algjörlega blautur bak við eyrun þegar ég greip í mitt fyrsta spil.
Spilar þú reglulega í dag?
Ég spila kannski 1-2 í viku á stöðunum. Svo er ég í 8 manna pókerklúbbi með félögunum sem kallast „all-in“ deildin. Við hittumst alltaf síðasta laugardag í mánuði og spilum 2 turbo sit´n go mót sem gilda upp í stigamót sem gert er upp í lok 9 mánaða tímabils.
Uppáhalds pókerklúbbur?
Maverick og Kojack.
Hvort spilar þú mót eða peningaleik (cash game)?
Ég spila bæði en er samt sem áður töluvert betri mótaspilari.
Spilaru eitthvað annað en Texas Holdem?
Hef aðeins prófað önnur form af póker en Holdem er minn leikur.
Spilaru skák eða aðrar hugaríþróttir?
Nei, ekki að neinu ráði ( telst FIFA með J)
Hver er þinn besti árangur í póker?
Lokaborðið á Íslandsmótinu í póker 2011, ALL-IN meistarinn 2010, fastagestur á lokaborði í Maverick mótaröðunum og 2 sinnum á lokaborð í Kojack mótaröðunum.
Spilar þú á netinu, hvar þá helst, hvaða leik og hvað er nickið þitt?
Hef ekki mikið spilað á netinu undanfarið, hef annars mest spilað á Pokerstars og PartyPoker undir nickinu orto75. Spilaði þá aðallega 180 manna 2-11$ mótin á pokerstars og að mestu leyti 6 og 9 manna sit n go á Partypoker.
Giftur/Sambúð/Samband?
Ég er í sambúð með Björgu Önnu Kristinsdóttur.
Áttu börn?
Ég á 2 stráka, Daníel Helga 15 ára og Ísar Loga 8 ára. Svo á konan mín tvær stelpur, Svandísi Lilju 12 ára og Silju Kristínu 8 ára.
Ertu hjátrúarfullur?
Nei, get varla sagt það.
Hvar ertu búsettur og hvaðan ertu?
Ég flutti með konunni á Álftanes í sumar en hef alla mína tíð búið í Kópavogi.
Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Fótbolti, körfubolti, skvass og er græjunörd dauðans.
Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Ég gleymi því ekki þegar að ég datt út úr íslandsmótinu í fyrra með kóngapar á móti A 10 hjá Sigurði Helgasyni.
Floppið var j 2 6, turn Q og river K.
Ég byrjaði svo fyrsta kvöldið í Íslandsmótinu 2011 með Sigga á borði og við lentum strax í skemmtilegri baráttu á móti hvor öðrum þar sem ég hafði betur í flestum höndum J
Annars verður skemmtilegasta momentið örugglega þegar Pétur Birgisson félagi minn fær „Össi“ tattúverað á rasskinnina eftir að ég tek niður mótið á laugardaginn.
Er þetta fyrsta Íslandsmótið þitt?
Nei, datt út í 47 sæti í fyrra.
Skemmtilegasti spilari sem þú hefur spilað við?
Arnar Björnsson félagi minn sem ég tók út í 15 sæti, alltaf gaman að spila við hann og ég veit að hann verður á railinu á laugardaginn kemur.
Erfiðasti andstæðingur og ekki erfiðasti?
Ég verð eiginlega að fá að nefna nokkra meistara á nafn sem ég hef lent í ófáum skemmtilegum höndum með. Jón Steinar Tómasson, Jakob Ingason, Örvar Bjartmars, Haukur Zickread, skemmtilegir spilarar og án efa með þeim sterkustu á landinu.
Hefur þú spilað á móti erlendis?
Nei en það kemur að því.
Hefuru lesið einhverjar pókerbækur?
Eitthvað sem þú mælir með? Phil Gordon’s Little Green Book: Lessons and Teachings in No Limit Texas Hold’em by Phil Gordon, Howard Lederer and Annie Duke
Phil Hellmuth Presents Read ‘Em and Reap: A Career FBI Agent’s Guide to Decoding Poker Tells by Joe Navarro, Marvin Karlins and Phil Hellmuth
Harrington on Hold ’em Expert Strategy for No Limit Tournaments, Vol. 1: Strategic Play by Dan Harrington and Bill Robertie
Á einnig bindi 2 og 3 og kem til með að lesa þær í nánustu framtíð.
Ég mæli með öllum þessum bókum en Read ´Em and Reap er bók sem allir ættu að lesa oftar en einu sinni. Mun klárlega lesa hana aftur fljótlega.
Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Ég nota nánast aldrei sólgleraugu við borðið, mér finnst einfaldlega óþægilegt að spila með þau. Skiptir mig litlu máli hvort menn noti þau við borðið.
Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni?
Ég veit það ekki, það er nánast ómögulegt að lifa góðu lífi af póker á íslandi öðruvísi en að ná góðum árangri á netinu. Það krefst mikillar spilunar á netinu og það hentar ekki fjölskyldumönnum.
Besta bíómynd?
Þær eru alltof margar til að telja þær upp, er algjör kvikmyndanörd.
Uppáhaldsvefsíða?
52.is og Missingremote.com eru þær síður sem ég heimsæki oftast.
Uppáhaldsmatur/Drykkur?
Kalkúnn, Nautalund, grilluð dádýralund og góður hamborgari klikkar seint / Bjór og Bombay gin í tónik.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Michael Jordan
Hvernig síma áttu?
HTC Desire
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Willum Þór Þórsson, öflugasti knattspyrnuþjálfari landsins J
Hver er besti pókerspilari landsins?
Jón Steinar Tómasson er hrikalega öflugur mótaspilari.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Mig langar að þakka stjórn PSÍ fyrir frábært Íslandsmót sem lýkur með stórskemmtilegu lokaborði um næstu helgi, hvernig sem það fer.