Einar (f.m) byrjar lokaborðið með 151.000 spilapeninga

Einar (f.m) byrjar lokaborðið með 151.000 spilapeninga

Fullt Nafn? Einar Már Þórólfsson

Aldur? 28 ára

Hvaðan af landinu kemur þú? Húsavík

Ert þú í vinnu eða námi? Vinn sem húsasmiður.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Spilaði póker fyrst árið 2010 minnir mig. Pakkhúsið á Húsavík hélt pókerkvöld og ég ákvað að prófa og slysaðist einhvern veginn til þess að komast í verðlaunasæti. Fékk þá mikinn áhuga og fór að kynna mér þennan leik nánar.

 

Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)? Hef aldrei spilað stórmót erlendis. Hef hins vegar búið bæði í Noregi og Danmörku og spilaði reglulega þar á pókerklúbbum og spilavítum.

Hver er þinn besti árangur í póker? Klárlega að komast á þetta lokaborð.

Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Var alltaf hrikalega aggressívur en er orðinn töluvert rólegri og þolinmóðari í dag. Ellin farin að færast yfir.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinn besti árangur? Tók þátt í fyrsta skiptið í fyrra og datt þá út á fyrsta degi. Þannig að minn besti árangur er núna.

Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi? Held að ég verði að segja AQ á móti Jóhanni Klemenz í byrjun dags 3. Falleg 9 datt á river og sem gaf mér röð og hann kallaði stórt bet frá mér. Risapottur sem að kom mér almennilega inní mótið.

En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Erfitt að segja einhvern einn en borðið mitt á degi eitt var fáránlega sterkt. Þrír af lokaborðinu frá í fyrra voru þar og þar á meðal Eysteinn Íslandsmeistari.

Hvaða spilara mundiru vilja spila heads up við og afhverju? Ef þú ert að meina af þeim sem eru á lokaborðinu myndi ég segja Steini Pé. Þekki hann og hans spilastíl langbest.

Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? Á voðalega erfitt með að folda 10-J í spaða fyrir flop. Eitthvað við þá hönd sem heillar.

Hver er besti pókerspilari landsins að  þínu mati? Sævar Ólafsson

Einhver önnur áhugamál en póker? Fótbolti er sennilega númer 1,2 og 3. Hef mikinn áhuga á skotveiði líka.

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik? Gerðist í einu homegame á Húsavík. Það var foldað að mér í litla blind og ég fór all in. Steingrímur Þór Ólafsson aka Strandarinn í stóra blind snapkallaði með 9-4 (eða eitthvað álíka) og riveraði að sjálfsögðu tveim pörum og sló mig út. Ég spurði brjálaður hvernig honum dytti í hug að kalla með þetta rusl. Þá svaraði hann ”ég var bara að bluffa”. Held að hann hafi þar með fundið upp nýtt hugtak í póker, svokallað bluffkall.
Hans vegna er kannski vert að taka það fram að hann var búinn að fá sér mjög hressilega.

Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker (ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Luffi verður að teljast líklegastur en annars getur allt gerst.

Eitthvað að lokum? Bara takk fyrir frábæra helgi í Borgarnesi. Er strax farinn að hlakka til næsta árs þó svo að mótið í ár sé ekki enn búið. Veit líka að Guðmundi Óla Steingrímssyni er farið að hlakka til að komast í cash game þar aftur.