Örn Árnason (Orninn) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet á sunnudagskvöld og lauk kl. 22:29. Örninn er íslenskum pókeráhugamönnum að góðu kunnur og hefur verið fastagestur á flestum mótum á vegum PSÍ á undanförnum árum og hann sópaði t.a.m. til sín flestum vinningum á Coolbet Mystery Bounty upphitunarmótinu fyrir ÍM í fyrra, en þar var meðfylgjandi mynd tekin af kappanum.
Í öðru sæti var Brynjar Bjarkason (makk) sem tvisvar hefur unnið sigur á ÍM í net-póker og einu sinni unnið Coolbet bikarinn. Og í þriðja sæti var Ragnar Þór Bjarnason (RitcXX).
Alls tók 18 þátt í mótinu og eru það helmingi færri en í fyrra (36) en jafn margir og árið þar áður, Endurkaup í mótið voru 17 þannig að heildarfjöldi entry-a var 35, en boðið er upp á tvö re-entry í mótið. Verðlaunafénu var skipt á milli 6 efstu sem hér segir:
Orninn – €1178
makk – €796
RitcXX – €478
galdrakall – €319
NaomiOsaka – €239
Goodevening – €175
Við óskum Erni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/09/IMG_0687-scaled.jpg17482560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-09-08 23:43:022025-09-08 23:43:05Örninn vinnur sigur á ÍM í net-PLO
Guðjón Ívar Jónsson (GoodEvening) vann sigur á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 00:13.
Guðjón kom inn á lokaborðið með næststærsta stakkinn en lenti í miklum rússibana þegar leið á lokaborðið og var lengi vel með minnsta stakkinn þegar þrír til fjórir voru eftir. Þegar heads-up leikurinn hófst var á brattann á sækja þar sem hann var með helmingi minni stakk og þótt að heads-up baráttan hafi aðeins staðið í tæpar 13 mínútur þá fór forystan fram og til baka nokkrum sinnum, og hafði Guðjón á endanum betur.
Í öðru sæti varð Remigiusz Krzysztof Krupa, sem notast við heitið Remek1802 á Coolbet, og kom hann inn á lokaborðið með rétt um meðalstakk. Þegar þrír voru eftir tók hann út vidare90 og hóf því heads-up leikinn með góða forystu. Í þriðja sætinu varð síðan Viðar Einarsson, sem gengur undir nafninu vidare90 á Coolbet.
Alls tók 41 þátt í mótinu sem er aðeins færra en í fyrra, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €7462 sem skiptist á milli 7 efstu á eftirfarandi hátt:
Goodevening – €2612
Remek1802 – €1679
vidare90 – €1119
Aimsland – €746
NaomiOsaka – €560
Stjanki – €410
Ingi – €336
Við óskum Guðjóni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
Guðjón Ívar á sjónvarpsborði á Coolbet Open 2023
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/09/541028470_2183011708807327_6404851292758279433_n.jpg9171670Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-09-01 00:29:412025-09-01 01:41:14Guðjón Ívar (GoodEvening) er Íslandsmeistari í net-póker 2025
Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 31.ágúst og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200 og ekki er boðið upp á re-entry (freezout).
Undanmót hafa verið alla sunnudaga kl. 20:00 og auka FREE-buy undanmót verða haldin á laugardag kl. 20:00 og á sunnudag kl. 16:00.
Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 7.sept. kl. 18:00. Þátttökugjald er €100 og boðið er upp á tvö re-entry.
Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða haldin alla daga í næstu viku kl. 20:00.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker en allir geta tekið þátt í undanmótum.
Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir hvorn keppnisdag.
Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda Coolbet poker ID í tölvupósti á info@pokersamband.is
PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.
Það var Sigurður Þengilsson sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir heads-up viðureign við Einar Þór Einarsson sem varð í öðru sæti. Þegar þeir voru einir eftir gerðu þeir með sér samning um að skipta jafnt verðlaunafénu fyrir efstu tvö sætin og spila síðan upp á titilinn og verðlaunagripina.
Alls tóku 30 þátt í mótinu og er þetta fjölmennasta Stórbokka mótið síðan 2016. Endurkaup voru 12 talsins þannig að heildarfjöldi skráninga (entries) í mótið var 42. Verðlaunaféð endaði í 5.040.000 og kostnaðarhlutfall 15%. Ráðgert var að skipta verðlaunafé á milli 6 efstu en þegar 7 voru eftir var gert samkomulag um að borga 7. sætinu einnig. Þeir sem unnu til verðlauna voru:
Sigurður Þengilsson 1.405.000
Einar Þór Einarsson 1.405.000
Egill Þorsteinsson 770.000
Róbert Gíslason 560.000
Jón Óskar Agnarsson 400.000
Friðrik Falkner 300.000
Guðjón Ívar Jónsson 200.000
Mótið var haldið í sal Hugaríþróttafélagsins sem hluti af póker hátíðinni Midnight Sun Poker 2025 og kunnum við þeim Hugar-mönnum bestu þakkir fyrir að hýsa mótið og einnig fyrir vel heppnuð undanmót vikuna fyrir mót. Í matarhléi var farið með alla þátttakendur og starfsfólk í 3ja rétta máltíð á veitingastaðnum Vox.
Það voru þau Alexander, Dísa, Erika, Berglaug, Bart og Korneliusz sem sáu um gjafarastörfin af sinni einstöku fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins og sá um mótsstjórn.
Við þökkum öllum sem komu að Stórbokka þetta árið, starfsfólki, þátttakendum og gestgjöfum fyrir að gera gott mót með okkur, og einnig Coolbet fyrir að halda undanmót fyrir okkur, og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!
Einnig fór fram 20K turbo hliðarmót þar sem 17 tóku þátt og endurkaup voru 8 talsins og verðlaunafé fór í 420.000 sem skiptist á milli 6 sæta eftir samninga sem gerðir voru á milli leikmanna á lokametrunum. Það var Kanadamaðurinn Dominick French sem hreppti fyrsta sætið eftir hörku heads-up viðureign við Árna Gunnarsson og eftirfarandi skiptu með sér verðlaunafénu:
Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku í Smábokka sem lauk núna kl.23:00 í kvöld en. Alls tóku 53 þátt í mótinu og voru endurkaup í mótið 25 talsins þannig að alls voru 78 entry í mótið. Verðlaunaféð endaði í 1.989.000 og var námundað upp í sléttar 2.000.000 sem skiptist á milli 9 efstu leikmanna. Kostnaðarhlutfall mótsins var slétt 15%.
Það var Steinar Edduson sem stóð uppi sem sigurvegari annað árið í röð eftir hálftíma heads-up viðureign við Brynjar Bjarkason. Það út af fyrir sig er sögulegur árangur að vinna mótið tvö ár í röð en ekki síður í ljósi þess að hann hóf dag 2 með aðeins 4 BB.
Mótið var í þetta sinn haldið sem hluti af pókerhátíðinni Midnight Sun Poker 2025, þar sem Bræðingi, Smábokka og Stórbokka er slegið saman í 5 daga póker veislu ásamt nokkrum hliðarmótum. Hátíðin var lítillega kynnt á erlendum vettvangi og komu 5 erlendir gestir á mótið, þar af 4 í top 20 á lista Hendon Mob yfir svokallaða “flaghunters”.
Það var Steinar Edduson sem stóð uppi sem sigurvegari annað árið í röð eftir hálftíma heads-up viðureign við Brynjar Bjarkason. Það út af fyrir sig er sögulegur árangur að vinna mótið tvö ár í röð en ekki síður í ljósi þess að hann hóf dag 2 með aðeins 4 BB.
Þeir sem skiptu verðlaunasætunum með sér voru:
Steinar Edduson, 565.000
Brynjar Bjarkason, 400.000
Daniel Jacobsen, 280.000
Steinar Geir Ólafsson, 215.000
Gunnar Árnason, 165.000
Karol Polewaczyk, 125.000
Rhonda Shepek, 100.000
Örn Árnason, 80.000
Daníel Pétur Axelsson, 70.000
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ sá um skipulagningu mótsins og mótsstjórn og í hlutverkum gjafara voru þau Alexander, Edward, Dísa, Rannveig, Tobba, Erika, Korneliusz og Bart.
Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir samstarfið og fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið en tíð undanmót vikurnar fyrir mótið voru tvímælalaust lykill að góðri þátttöku.
Að lokum óskum við Steinari til hamingju með þennan sögulega árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á lokamóti Midnight Sun Poker, Stórbokka sem hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudag!
Einnig fór fram mjög líflegt 20K re-entry hliðarmót samhliða degi 2 á Smábokka og þar sem 23 tóku þátt og endurkaup voru 22 talsins. Verðlaunafé var 765.000 og skiptist á milli 6 efstu sæta og það voru þeir Alexander Njálsson og Sigurður Þengilsson sem skiptu með sér efstu tveimur sætum og spiluðu svo upp á fyrsta sætið og hafði Alexander betur heads-up.
Alexander Njálsson 225.000
Sigurður Þengilsson 225.000
Koen Roos 120.000
Björn Þór Jakobsson 85.000
Rúnar Rúnarsson 60.000
Dominick French 45.000
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/06/IMG_1662.jpg9131623Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-06-08 00:17:042025-06-09 04:28:59Steinar er Smábokki annað árið í röð!
Það voru 53 sem mættu til leiks á Smábokka sem hófst kl. 18:00 föstudaginn 6.júní. Endurkaup voru 25 talsins og verðlaunapotturinn endaði í 1.989.000 og við námundum hann upp sléttar 2.000.000 og verður honum skipt á milli 9 efstu sætanna. Kostnaðarhlutfall mótsins er 15%.
25 komast áfram á dag 2 og er staða þeirra eftirfarandi í upphafi dags 2:
Nafn
Stakkur í lok dags 1
Daniel Jacobsen
260.000
Khoi Nguyen Thi Nguyen
196.500
Árni Gunnarsson
167.000
Daníel Pétur Axelsson
153.000
Gunnar Árnason
150.500
Jón Óskar Agnarsson
130.000
Dmytro Kalitovskyi
118.500
Örn Árnason
118.500
Brynjar Bjarkason
112.000
Hannes Guðmundsson
108.000
Már Wardum
77.000
Adam Óttarsson
76.500
Kristinn Pétursson
76.500
Ingi Þór Einarsson
74.000
Freysteinn G Jóhannsson
68.000
Egill Þorsteinsson
66.500
Halldór Már Sverrisson
60.500
Rhonda Shepek
58.500
Trausti Atlason
55.500
Ásgrímur Guðnason
53.500
Koen Roos
48.000
Steinar Geir Ólafsson
42.500
Karol Polewaczyk
29.500
Ástþór Ryan Fowler
28.000
Steinar Edduson
11.500
Við stokkum upp borðin fyrir dag 2 og borðaskipan í upphafi dags 2 verður eftirfarandi:
Leikar hefjast að nýju kl. 16:00 í dag, laugardag.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/06/Smabokki2025-scaled.jpg15412560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-06-07 00:55:312025-06-07 12:55:12Smábokki 2025 – Staðan eftir dag 1
Við hófum Midnight Sun Poker hátíðina með látum í kvöld með Coolbet Mystery Bounty mótinu. 38 mættu til leiks og voru endurkaup 17 talsins og endaði hvor verðlaunapottur fyrir sig í 935.000. Tveir veglegir aukavinningar voru einnig í pottinum, €1600 pakki á Coolbet Open í boði Coolbet og 150.000 miði á Stórbokka.
Það var Sigurður Brynjólfsson sem endaði í 1.sæti og hann og Már Wardum hreinlega sópuðu til sín öllum bounty-um sem í boði voru. Það voru 9 sem skiptu með sér verðlaunapottinum og það voru einnig 9 bounty í boði sem enduðu öll í vasa þeirra tveggja. Úrslit mótsins urðu þessi:
Mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ og sá hann einnig um undirbúning og skipulag mótsins.
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum félagsmönnum góða þátttöku og Hugaríþróttafélaginu fyrir frábæra aðstöðu sem endranær.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/06/IMG_1496-scaled.jpg14122560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-06-06 02:40:532025-06-06 02:42:47Sigurður Brynjólfs og Már rúlluðu upp Coolbet Mystery Bounty mótinu
Bræðingur var haldinn í annað sinn nú í vikunni. Mótið hófst á Coolbet sl. sunnudag þar sem leikið var niður í 9 manna lokaborð og hélt mótið síðan áfram í sal Hugaríþróttafélagsins nú í kvöld þar sem lokaborðið var leikið til enda. Það var Jesper Sand Poulsen sem stóð uppi sem sigurvegari eftir dágóða heads-up viðureign við Friðrik Falkner.
Það var Árni Gunnarsson sem kom inn á borðið með gott chip-lead eftir að hafa lent röð á river og kallað stórt blöff frá Jesper þegar 10 voru eftir í net-hluta mótsins. Jesper náði síðan að svara til baka þegar 5 voru eftir í mótinu og Jesper lenti lit á river og setti Árna all-in sem kallaði með yfirpar og var í ljósi þess sem á undan hafði gengið viss um að Jesper væri að blöffa. Árni var þar með úr leik í 5.sæti og Jesper kominn með gott chip-lead sem hann hélt allt til enda.
Alls tóku 40 þátt í mótinu og endurkaup voru 21 talsins. Það voru 400þús. kr. sem enduðu í prizepoolinu en þess má geta að í þessu móti tekur PSÍ ekkert fyrir að halda mótið og Coolbet tekur aðeins 9% fyrir að halda mótið fyrir okkur þrátt fyrir ærna fyrirhöfn þeim megin þar sem um mjög sérstakt setup er að ræða.
Verðlaunaféð skiptist á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:
Jesper Sand Poulsen – 140.000
Friðrik Falkner – 100.000
Jón Ingi Þorvaldsson – 75.000
Kristján Loftur Helgason – 55.000
Árni Gunnarsson – 40.000
Það var Einar Þór Einarsson, ritari PSÍ, sem var mótsstjóri á lokaborðinu og Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja mótið.
Við óskum Jesper til hamingju með sigurinn og þökkum félagsmönnum fyrir stórskemmtilegt mót og Coolbet sérstaklega fyrir að standa í þessu með okkur.
Bræðingur 2025 hófst í kvöld með net-hlutanum þar sem leikið var niður í 9 manna lokaborð. Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og voru endurkaup 21 talsins og prizepoolið endaði í €2775 sem námundast í slétt 400.000 kr. og verður skipt á milli 5 efstu sætanna.
Lokaborðið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins miðvikudaginn 4.júní og er einn af upphafsviðburðum pókerhátíðarinnar Midnight Sun Poker sem PSÍ heldur nú í fyrsta sinn.
Þeir 9 sem náðu á lokaborðið eru eftirfarandi:
Nafn
Coolbet ID
Stakkur
Árni Gunnarsson
kingbuddha
166500
Jesper Sand Poulsen
JesperSand
119500
Kristján Loftur Helgason
Blakaldur
78000
Jón Ingi Þorvaldsson
Thorvaldz
58500
Finnur Hrafnsson
tazzmadurinn
53000
Ragnar Þór Bjarnason
RitcXX
36500
Karol Polewaczyk
KarlitoJoker
34000
Steinar Edduson
kettlingurinn
34000
Friðrik Falkner
MrBaggins
29500
Leikmenn hefja leikinn á miðvikudag kl. 19:00 með sama stakk og þeir enduðu með í kvöld og leikur heldur áfram á sama leveli, eða 1000/2000 og verða leikin 20 mín. level á miðvikudagskvöldið skv. eftirfarandi strúktúr:
Þetta árið sláum við í fyrsta sinn saman þremur mótum sem hafa verið á mótadagskránni, Bræðingi, Smábokka og Stórbokka og gerum úr því 5 daga pókerhátíð með nokkrum hliðarmótum.
Bræðingur hefur aðeins einu sinni verið haldinn áður en í því móti bræðum við saman net-póker og live póker í skemmtilegri samsetningu sem hefst á Coolbet sunnudaginn 1.júní og lýkur svo með live lokaborði miðvikudaginn 4.júní.
Á fimmtudeginum verður veglegt 40k mystery bounty mót þar sem Coolbet og PSÍ gefa glæsilega aukavinninga. Coolbet gefur €1600 pakka á Coolbet Open og PSÍ gefur aukamiða á Stórbokka.
Föstudaginn 6.júní hefst svo Smábokki með sama sniði og í fyrra þar sem dagur 1 er leikinn í einu lagi og dagur 2 hefst síðan kl. 16:00 á laugardeginum 7.júní.
Hátíðinni lýkur síðan með Stórbokka sem verður hápunktur vikunnar. Þátttökugjaldið er 150.000 kr. eins og fyrri ár og hægt að kaupa sig aftur inn ótakmarkað fyrir 120.000 kr. Innifalið í Stórbokka er vegleg þriggja rétta máltíð í hléi.
Síðustu undanmótin fyrir Smábokka og Stórbokka verða leikin samhliða Bræðingi, sunnudaginn 1.júní.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/04/MSPbanner2025.jpg8111920Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-05-29 09:59:162025-05-29 09:59:36Midnight Sun Poker 2025