Agnar Jökull Imsland Arason (Aimsland) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 23:30. Agnar hefur náð frábærum árangri á mótum síðustu ára, bæði í net-heimum og raun-heimum. Hann varð Íslandsmeistari í póker árið 2023, í öðru sæti á ÍM 2021 og á lokaborði í báðum net-póker meistaramótunum 2023 auk þess að ná langt í fjölda annarra móta.
Agnar kom inn á lokaborðið með meðalstakk og var Rúnar Rúnarsson þá með yfirburðastöðu. Það var ekki fyrr en þrír voru eftir sem Agnar komst í forystu og náði að halda henni til leiksloka. Í öðru sæti varð Friðrik Falkner (MrBaggins) og Rúnar Rúnarsson (rudnar) í því þriðja. Í fjórða sætinu varð síðan Þórarinn Ólafsson Kristjánsson (GolliPolli) og hefur með því afrekað það að komast á öll lokaborð á öllum fjórum Íslandsmeistaramótum þessa árs.
Alls tók 36 þátt í mótinu og eru það tvöfalt fleiri þátttakendur en í fyrra (18) og mesti fjöldi sem vitað er um í þessu móti, Einnig varð nokkur fjölgun þátttakenda á ÍM í PLO sem fram fór í september og má etv. draga þá ályktun að áhugi á PLO sé að aukast. þátttökugjald í mótinu í kvöld var €100 og tryggði Coolbet verðlaunafé upp á €7500 í sárabætur fyrir ófarirnar sl. sunnudag og var því overlay upp á €1100. Verðlaunafénu var skipt á milli 9 efstu sem hér segir:
Aimsland – €2250
MrBaggins – €1500
rudnar – €1125
Gollipolli – €750
CASINOICE1 – €563
OtherFkr – €413
JesperSand – €338
Deingsi – €300
OkeyDude77 – €263
Við óskum Agnari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/12/agnar.jpg17602040Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-12-06 00:03:182024-12-06 00:22:47Agnar (Aimsland) vinnur sigur á ÍM í net-PLO
Íslandsmótið í net-PLO sem fór af stað sl. sunnudag kl. 18:00 misfórst því miður vegna tæknilegra vandamála hjá iPoker sem rekur poker netþjóna Coolbet. Um kl. 20 fór að bera á tengingavandræðum hjá nokkrum leikmönnum, sumir náðu að tengjast aftur en aðrir læstust úti og náðu ekki aftur inn. Um kl. 21:00 misstu flestir samband og um 21:30 var mótinu endanlega slaufað. Þegar skráningarfresti lauk í mótið voru 30 mættir til leiks sem er mesti fjöldi sem heilmildir eru til um í þessu móti frá upphafi.
Okkur þykir að sjálfsögðu mjög miður að svona skyldi fara en verðum samt að sýna því skilning að tæknileg vandamál sem þessi geta komið upp á bestu bæjum og er þetta í raun í fyrsta sinn sem einhver veruleg vandamál koma upp í móti sem Coolbet heldur fyrir PSÍ.
Stjórn PSÍ og fulltrúar Coolbet helltu sér í það strax í kjölfarið að gera það besta úr stöðunni sem mögulegt er. Coolbet bauðst til að endurgreiða öll þátttökugjöld og miða sem notaðir voru inn í mótið. Og fulltrúar Coolbet buðust einnig til að tryggja verðlaunafé upp á €7500 þegar mótið yrði endurtekið en það er 50% umfram það sem verðlaunapotturinn var kominn í þegar skráningarfresti lauk, þannig að það verður að teljast rausnarleg sárabót.
Haldin var könnun meðal félagsmanna um hentuga dagsetningu fyrir endurtekningu mótsins og hlutu miðvikudagur og fimmtudagur jafn mörg atkvæði og var því ákveðið að kýla á fimmtudaginn til að hafa aðeins lengri tíma til undirbúnings. Að sjálfsögðu er viðbúið að enhverjir sem tóku þátt á sunnudag komist ekki þegar mótið verður endurtekið og þykir okkur það að sjálfsögðu mjög miður en við vonum að með þessu séum við þó að velja þann kost sem flestum hentar.
Eftir sem áður gilda sömu skilyrði fyrir þátttöku í mótinu:
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker rétt eins og öðrum mótum á vegum PSÍ.
Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir keppnisdag.
Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda það í tölvupósti á info@pokersamband.is
PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.
Við vonum að flestir félagsmenn séu sáttir við þessa úrlausn mála og óskum öllum góðs gengis í mótinu á fimmtudag!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IM-i-net-poker-2024.jpg9651623Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-12-04 11:24:472024-12-04 11:24:48Endurtökum ÍM í net-PLO á fimmtudag
Jón Ingi Þorvaldsson (Thorvaldz) vann sigur á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 00:24. Jón Inga þekkja eflaust flestir betur í öðru hlutverki en hann hefur oftar verið í mótsstjórahlutverkinu í mótum á vegum PSÍ undanfarin ár heldur en við pókerborðið, og var m.a. mótsstjóri á nýafstöðnu Íslandsmóti í póker og einnig PLO Íslandsmótinu sem fram fór í september.
Hann hefur þó einnig aðeins stimplað sig inn á listann yfir sigurvegara í mótum á vegum PSÍ í gegnum tíðina, m.a. með sigri á Stórbokka árið 2017 og einnig í eina Bikarmótinu sem PSÍ hefur haldið árið 2020. Aðspurður segist Jón Ingi ekki mikið hafa spilað á netinu undanfarið, “ég hef verið mikið á ferðalögum erlendis undanfarin misseri og lítið náð að spila yfir höfuð, og síst á netinu. En ég tók þann pól í hæðina í þessu móti að spila mjög tight, jafnvel meira en ég er vanur. Eftir rúmlega hundrað fyrstu hendurnar í mótinu var ég t.d. með VPIP í kringum 10% og þegar leið á mótið sveiflaðist það á milli 15 og 18% sem er alveg í lægra lagi. En umfram allt spilaði ég bara alveg sérlega agað og það bar árangur.”
Jón Ingi kom inn á lokaborðið aðeins undir meðalstakk og náði síðan að halda stöðu sinni meira og minna í gegnum allt lokaborðið og síðan hægt og bítandi klóra sig upp listann. Þegar 5 voru eftir var hann kominn í annað sætið og þegar aðeins þrír voru eftir náði hann yfirburðastöðu og að lokum varð heads-up leikurinn mjög stuttur og snarpur.
Í öðru sæti varð Guðni Rúnar Ólafsson, sem netverjar þekkja betur sem GkiloGKILO og var hann með chip-lead þegar komið var inn á lokaborðið. Hann hafði verið í einu af efstu sætunum í gegnum allt mótið eftir að hafa strax í upphafi móts tvöfaldað sig með því að slá út “Höfðingjann”. Í því þriðja varð síðan Þórarinn Ólafsson Kristjánsson, betur þekktur á Coolbet sem Gollipolli. Þórarinn hefur verið að gera það gott á þessu ári en hann getur nú státað af því að hafa náð lokaborði á öllum Íslandsmótum það sem af er árinu, en hann varð í 9.sæti á nýafstöðnu Íslandsmóti í póker og í 4.sæti á ÍM í PLO í september.
Alls tók 51 þátt í mótinu sem er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra (34), þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €9282 sem skiptist á milli 8 efstu á eftirfarandi hátt:
Thorvaldz- €2970
GkiloGKILO – €1949
GolliPolli – €1392
rudnar – €937
flispeysupabbi – €705
doctorfree888- €520
galdrakall – €427
dsaliente – €381
Við óskum Jóni Inga til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_7812.jpeg13652048Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-25 02:24:322024-11-25 11:52:19Jón Ingi (Thorvaldz) er Íslandsmeistari í net-póker
Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 24.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200 og ekki er boðið upp á re-entry (freezout).
Haldin verða undanmót á Coolbet daglega frá miðvikudegi til laugardags kl. 20:00 og að lokum á sunnudag kl. 16:00.
Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 1.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €100 og boðið er upp á tvö re-entry.
Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða haldin síðustu dagana fyrir mótið kl. 20:00.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker en allir geta tekið þátt í undanmótum.
Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir hvorn keppnisdag.
Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda Coolbet poker ID í tölvupósti á info@pokersamband.is
PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.
Íslandsmótinu í póker lauk kl. 20:08 í kvöld með sigri Hafþórs Sigmundssonar eftir nokkuð langa heads-up viðureign við Óla Björn Karlsson. Í þriðja sæti varð Andrés Vilhjálmsson. Það er skemmtileg tilviljun að þeir þrír skipuðu efstu þrjú sætin eftir dag eitt, en Hafþór kom síðan inn á dag 3 með minnsta stakkinn og náði að vinna hann upp jafnt og þétt allan daginn.
Heildarfjöldi þátttakenda var 125 og er það mesti fjöldi þátttakenda síðan 2015. Degi 1 var skipt í tvennt og tóku 66 þátt í degi 1a og 59 á degi 1b og komust samtals 69 þeirra á dag 2. Á degi 2 var leikið til miðnættis en búið var að ákveða að stöðva leik á miðnætti eða þegar komið væri niður í lokaborð og aðeins 9 eftir. Á miðnætti stóðu 10 eftir og höfðu þá leikið í meira en hálfa klukkustund hand-for-hand og var þá staðar numið og hófu þessir 10 leik á sunnudeginum. Það tók rétt rúma klukkustund að komast niður í 9 manna hópinn sem skipaði lokaborðið 2024. Það tók síðan tæpar 6 klukkustundir að leika mótið til þrautar þar til sigurvegarinn stóð einn eftir.
Þetta var í fyrsta skipti sem mótið var kynnt lítillega í alþjóðlegum grúppum pókeráhugamanna, m.a. í grúppu þeirra sem flakka um heiminn til þess að safna flöggum á Hendon Mob vefnum, eða svokölluðum “Flaghunters”. Á endanum komu 4 slíkir frá fjórum mismunandi löndum og þeirra á meðal var Lars Jurgens sem kemst nú í efsta sæti á þeim lista en hann hefur unnið til verðlauna á pókermótum í samtals 51 landi. Auk þess komu þrír leikmenn frá Kanada og tóku þátt í Íslandsmótinu og hliðarmótum. Það vakti einnig athygli skipuleggjenda að í mótinu voru að þessu sinni leikmenn búsettir á Íslandi frá amk. 11 öðrum löndum þannig að alls voru keppendur af 16 mismunandi þjóðernum í mótinu.
Heildarverðlaunafé var 8.620.000 og skiptist það á milli 20 efstu sæta. Kostnaðarhlutfall var 13,8% sem er það lægsta sem náðst á Íslandsmóti með því fyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið síðustu 7 ár að reka mótið án hagnaðar eða taps, enda lækkar hlutfallið eftir því sem fleiri taka þátt í mótinu.
Eftirfarandi skiptu með sér verðlaunafénu og sá sem endaði í 21. sæti (búbblusætinu) fékk í sárabætur miða á ÍM 2025:
1
Hafþór Sigmundsson
1.800.000
2
Óli Björn Karlsson
1.350.000
3
Andrés Vilhjálmsson
1.000.000
4
Óskar Aðils Kemp
750.000
5
Jesper Sand Poulsen
580.000
6
Árni Gunnarsson
450.000
7
Mario Galic
370.000
8
Sigurjón Þórðarson
300.000
9
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson
250.000
10
Sigurður Þengilsson
210.000
11
Seweryn Brzozowski
210.000
12
Ívar Örn Böðvarsson
180.000
13
Steinn Thanh Du Karlsson
180.000
14
Garðar Geir Hauksson
180.000
15
Vignir Már Runólfsson
150.000
16
Börkur Darri Hafsteinsson
150.000
17
Adam Óttarsson
150.000
18
Yuri Ishida
120.000
19
Branimir Jovanovic
120.000
20
Ingólfur Lekve
120.000
21
Fionn Sherry
Miði á ÍM 2025
Samhliða lokaborðinu var leikið 30K re-entry hliðarmót þar sem 29 tóku þátt og voru entry í mótið samtals 41. Verðlaunafé endaði í 1.045.000 og stóð til að skipta á milli 5 efstu sæta en leikmenn gerðu með sér samkomulag um að bæta við 3 auka verðlaunasætum. Það var Bjarni Þór Lúðvíksson sem bar sigur úr býtum í því móti og hlýtur að launum 390.000.
Mótsstjórar voru þeir Jón Ingi Þorvaldsson, sem einnig sá um skipulag og undirbúning mótsins, og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru Alexander, Rannveig, Nikulás Kai, Berglind, Korneliusz, Edward, Berglaug, Erika, Silla, Bjarni Veigar, Kristján Bragi, Bart og Þorbjörg. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir frábær störf.
Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir þá frábæru aðstöðu sem félagið veitti okkur til að halda mótið og auk þess fyrir frábæra undanmótaröð í allt haust en alls komu 80 miðar út úr undanmótum, þar af 52 úr mótum á vegum Hugaríþróttafélagsins. Einnig komu 24 miðar út úr undanmótum á Coolbet sem hefur eins og fyrri ár reynst okkur ómetanlegur bakhjarl og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábært samstarf.
Að lokum minnum við á að mótadagskránni er ekki alveg lokið enn. Íslandsmótin í net-póker eru eftir en þau fara fram á Coolbet í lok nóvember og byrjun desember.
Við óskum Hafþóri til hamingju með titilinn og öðrum verðlaunahöfum helgarinnar til hamingju með árangurinn, þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_1149-scaled.jpg25602414Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-18 01:46:062024-11-18 13:11:20Hafþór er Íslandsmeistari í póker 2024
Leik á degi 2 lauk núna rétt fyrir miðnættið og stóðu þá 10 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.
Hér er listi yfir þá sem eftir standa auk stakkstærðar:
Jesper Sand Poulsen, 1.583.000
Mario Galic, 966.000
Andrés Vilhjálmsson, 728.000
Óli Björn Karlsson, 630.000
Óskar Aðils Kemp, 586.000
Árni Gunnarsson, 476.000
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 406.000
Sigurður Þengilsson, 353.000
Sigurjón Þórðarson, 312.000
Hafþór Sigmundsson, 220.000
Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 17.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 19 sem var nýhafið en blindar eru 8k/16k/16k.
Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 44 þátt og voru endurkaup 41 talsins og endaði verðlaunafé í 1.445.000 sem skiptist á milli 8 efstu, sem síðan ákváðu að setja 30K í búbblusætið fyrir miða í sunnudags hliðarmótið.
Það var Edvinas Cesaitis sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Benjamín Þórðarson. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:
Edvinas Cesaitis, 440.000
Benjamín Þórðarson, 300.000
Bjarni Þór Lúðvíksson, 195.000
Björn Þór Jakobsson, 150.000
Trausti Pálsson, 120.000
Atli Þrastarson, 90.000
Kristján Bragi Valsson, 70.000
Jónas Nordquist, 50.000
Hafsteinn Ingimundarson, 30.000
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_0961.jpeg11622254Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-17 01:52:072024-11-17 02:25:44ÍM 2024 – dagur 2
Alls tóku 125 þátt á Íslandsmótinu í póker sem fram fer núna í vikunni. Degi 1 var að ljúka og eftir standa 69 keppendur og takast á um 8.620.000 kr. verðlaunapott. Þetta er besta þátttaka á ÍM síðan árið 2015 og stærsti verðlaunapottur síðan í árdaga þegar næstum tvöfalt fleiri tóku þátt í fyrstu Íslandsmótunum.
Það er Óli Björn Karlsson sem kemur með stærsta stakkinn á dag sem hefst í dag, laugardag kl. 13:00. Röð þeirra 69 sem eftir standa og stakkstærð er sem hér segir:
1
Óli Björn Karlsson
268.500
2
Hafþór Sigmundsson
252.200
3
Andrés Vilhjálmsson
231.000
4
Seweryn Brzozowski
222.900
5
Sigurjón Þórðarson
201.700
6
Haraldur Pétursson
201.000
7
Mario Galic
192.100
8
Arnór Einarsson
183.300
9
Steinn Thanh Du Karlsson
172.300
10
Garðar Geir Hauksson
171.600
11
Sæmundur Árni Hermannsson
165.800
12
Branimir Jovanovic
162.100
13
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson
160.400
14
Sigurður Þengilsson
141.600
15
Gunnar Páll Leifsson
132.900
16
Óskar Aðils Kemp
128.000
17
Adam Óttarsson
126.300
18
Fannar Ríkarðsson
124.400
19
Jesper Sand Poulsen
121.200
20
Sigurður Reynir Harðarson
120.300
21
Halldór Már Sverrisson
108.200
22
Sigurður Baldvin Friðriksson
104.700
23
Fionn Sherry
101.500
24
Ingólfur Lekve
101.000
25
Árni Gunnarsson
100.400
26
Lars Jurgens
97.900
27
Eiríkur Garðar Einarsson
96.300
28
Ívan Guðjón Baldursson
87.200
29
Brynjar Bjarkason
85.700
30
Alexandru Marian Florea
81.200
31
Yuri Ishida
72.800
32
Róbert Örn Vigfússon
71.800
33
Kalle Gertsson
70.000
34
Vignir Már Runólfsson
67.300
35
Freysteinn G Jóhannsson
66.600
36
Sæmundur Karl Gregory
65.800
37
Örn Tönsberg
64.800
38
Jón Aldar Samúelsson
64.200
39
Sigurður Dan Heimisson
62.600
40
Sebastian Jagiello
62.100
41
Þorbjörg Hlín Ásgeirsdóttir
57.600
42
Kristján Bragi Valsson
57.500
43
Brynjar Þór Jakobsson
55.400
44
Andrew Leathem
53.500
45
Halldór Gunnlaugsson
52.500
46
Klara Rún Kjartansdóttir
51.800
47
Sveinn Rúnar Másson
51.000
48
Börkur Darri Hafsteinsson
48.000
49
Óskar Páll Davíðsson
46.900
50
Atli Þrastarson
45.600
51
Jóhann Eyjólfsson
43.100
52
Óskar Örn Eyþórsson
42.600
53
Kristján Dagur Inguson
41.900
54
Bjarki Þór Guðjónsson
41.000
55
Rúnar Rúnarsson
40.500
56
Atli Rúnar Þorsteinsson
37.600
57
Róbert Blanco
37.100
58
Kristófer Daði Kristjánsson
37.100
59
Júlíus Símon Pálsson
36.700
60
Khoi Nguyen Thi Nguyen
36.700
61
Ívar Örn Böðvarsson
35.800
62
Benjamín Þórðarson
33.300
63
Hafsteinn Ingimundarson
26.500
64
Örn Árnason
26.500
65
Snorri Már Skúlason
21.900
66
Már Wardum
21.300
67
Dmytro Kalitovskyi
20.900
68
Egill Þorsteinsson
20.800
69
Kyle Kellner
10.100
Búið er að draga um sætaskipan á degi 2 og er hún sem hér segir:
Aðrir keppendur í mótinu voru eftirfarandi:
Aðalbjörn Jónsson
Alfreð Clausen
Andri Björgvin Arnþórsson
Andri Guðmundsson
Andri Már Ágústsson
Árni Hrafn Falk
Arnór Már Másson
Ásgrímur Karl Gröndal
Atli Már Gylfason
Bjarni Þór Lúðvíksson
Björn Þór Jakobsson
Daniel Jacobsen
Daníel Pétur Axelsson
Davíð Þór Rúnarsson
Derrick Law
Einar Már Þórólfsson
Finnur Hrafnsson
Friðrik Falkner
Friðrik Guðmundsson
Gizur Gottskálksson
Guðgeir Hans Kolsöe
Guðmundur Helgi Sigurðsson
Guðmundur Kristján Sigurðsson
Gunnar Árnason
Gunnlaugur Kári Guðmundsson
Hannes Guðmundsson
Hjörtur Davíðsson
Hlöðver Þórarinsson
Hörður Harðarson
Inga Kristín Jónsdóttir
Jóhann Pétur Pétursson
Jóhannes Karl Kárason
Jón Ásgeir Axelsson
Jón Óskar Agnarsson
Jónas Nordquist
Karol Polewaczyk
Kelly Kellner
Kristinn Pétursson
Kristján Freyr Óðinsson
Kristján Óli Sigurðsson
Kristjana Guðjónsdóttir (Jana)
Logi Laxdal
Martin Schamaun
Matte Bjarni Karjalainen
Orri Örn Árnason
Steinar Edduson
Steinar Snær Sævarsson
Sunna Kristinsdóttir
Þór Þormar Pálsson
Þorgeir Brimir Harðarson
Tómas Arnarson
Tomasz Janusz Mroz
Trausti Pálsson
Vytatutas Rubezius
Wilhelm Norðfjörð
Ægir Þormar Pálsson
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_0697-scaled.jpeg9222560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-16 03:00:202024-11-16 03:04:57ÍM 2024 – Staðan eftir dag 1
Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum í gærkvöldi en þeirri nýbreytni var vel tekið að taka eitt hliðarmót til upphitunar. Upphitunarmótið var Mystery Bounty mót með 40k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Alls tóku 54 þátt í mótinu og voru re-entry alls 35 talsins. Verðlaunapotturinn endaði í 1.510.000 og skiptist á milli 11 efstu. Að sama skapi fór Bounty verðlaunapotturinn í 1.510.000 og skiptist hann í 9 umslög með misháum upphæðum á bilinu 50.000 til 300.000 og að auki voru tveir aukavinningar, annars vegar €1600 pakki á The Festival í boði Coolbet, og hins vegar aukamiði á ÍM í póker. Það voru því 11 vinningar í Bounty pottinum og var fyrsta umslagið dregið af þeim sem sló út búbblusætið.
Það var enginn annar en Örninn, Örn Árnason sem endaði í fyrsta sæti og sópaði að auki til sín þremur Bounty vinningum.
Röð ellefu efstu var eftirfarandi (Bounties innan sviga):
Íslandsmótið í póker 2024 verður haldið dagana 13.-17. nóv. og mun það fara fram í sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4. (Google Maps link)
Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og undanfarin ár, dagur 1a fimmtudaginn 14. nóv. og dagur 1b föstudaginn 15. nóv. Leikur hefst kl. 17:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 16. nóv. og lokaborðið (dagur 3) verður leikið sunnudaginn 17.nóv.
Við byrjum að þessu sinni á upphitunar hliðarmóti, miðvikudaginn 13.nóvember og einnig verða hliðarmót á laugardag og sunnudag, 20k re-entry á laugardeginum og 30k re-entry á sunnudeginum.
The Icelandic poker championship will be held 13-17 Nov 2024 at Hugaríþróttafélagið, Mörkin 4, Reykjavik (Google Maps link)
Day 1 will be played on Thursday and Friday at 17:00, Day 2 will commence on Saturday at 13:00 and the final table will be played on Sunday.
We will start with a warm-up side-event on Wednesday 13th. Other side-events will be available on Saturday and Sunday, ISK 20k re-entry on Saturday at 15:00 and ISK 30k re-entry on Sunday at 14:00.
Registration and buy-in will only be available through our website with credit/debit card payments (www.pokersamband.is/shop)
Buy-in for the main event is ISK 80k. Late registration (after 12:00 GMT Thursday 14th Nov): ISK 88k.
Coolbet and Hugaríþróttafélagið will be running weekly satellites according to the schedule below.
Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk rétt eftir miðnætti í gær með sigri Arnórs Más Mássonar. Í öðru sæti varð Vignir Már Runólfsson og í því þriðja varð Freysteinn G Jóhannsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í salarkynnum Poker Express. Þátttakendur voru 23 talsins og keyptu 9 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 32 entry í mótið sem er mesti fjöldi frá upphafi. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 1.090.000 og skiptist það á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:
Arnór Már Másson 400.000
Vignir Már Runólfsson 285.000
Freysteinn G Jóhannsson 195.000
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson 130.000
Daníel Pétur Axelsson 80.000
Mótssjórn, undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ, og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Rannveig og Þorbjörg.
Við óskum Arnóri til hamingju með sigurinn, hans fyrsta sigur í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Poker Express fyrir að útvega okkur þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og Coolbet og Hugaríþróttafélaginu fyrir vel heppnuð undanmót og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!
Arnór með lokahöndina í ÍM í PLO 2024Arnór og Vignir heads-up á ÍM í PLO 20245 efstu á lokaborðinu á ÍM í PLO 2024 í þungum þönkum.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/09/IMG_8213_cropped-scaled.jpeg17482560Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-09-08 12:20:512024-09-08 12:21:10Arnór er Íslandsmeistari í PLO 2024