Stórbokkinn 2019

Stórbokkinn hefur verið galamót íslensku pókersennunar í gegnum tíðina og verður engu til sparað þetta árið.

Spilað verður í glæsilegu húsnæði Lækjarbrekku þann 18. maí nk. (Ath. breytta dagsetningu frá áður útgefinni mótadagskrá).  Innifalið í verði er sérvalin 3ja rétta Stórbokka matseðill.

Mótið verður allt hið veglegasta. Spilað verður lokaborð á sérsmíðuðu borði og verða dealerar á öllum borðum.

 

Þátttökugjald:  120k (100k+20k), matur innifalinn.

Re-entry:  100k (fer allt í prizepool).

 

Takmarkað sætaval, skráning fer fram hér.

Sævar Ingi er Smábokkinn 2019

Það var Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti titilinn Smábokkinn 2019 og 319.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Tomasz Kwiatkowski og í því þriðja Mindaugas Ezerskis.  Þeir 9 efstu sem komust á lokaborðið skiptu verðlaunafénu á milli sín og hér að neðan má sjá hvernig 9 efstu sætin röðuðust.

Alls tóku 59 einstaklingar þátt í mótinu og 10 þeirra kepptu bæði á degi 1a og 1b þannig að skráningar voru alls 69 talsins, sem er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra en þá voru skráningar 51.  Heildar þátttökugjöld voru 1.380.000 kr. og fóru 1.212.000 af því í verðlaunafé eða 87,8% og kostnaðarhlutfall því 12,2%.

Mótið fór fram hjá Spilafélaginu að Grensásvegi og þökkum við forsvarsmönnum þess kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins. Mótsstjóri var Már Wardum og auk hans sáu Inga Kristín Jónsdóttir og Einar Þór Einarsson um störf gjafara á lokadeginum. Það var mál manna að mótið hefði tekist vel í alla staði og þakkar stjórn PSÍ öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf og félagsmönnum fyrir góða þátttöku!

Sæti Nafn Verðlaunafé
1 Sævar Ingi Sævarsson 319000
2 Tomasz Kwiatkowski 289000
3 Mindaugas Ezerskis 165000
4 Branimir Jovanovic 125000
5 Gylfi Þór Jónasson 97000
6 Júlíus Pálsson 76000
7 Einar Eiríksson 59000
8 Guðmundur Helgason 46000
9 Dominik Wojciechowski 36000

 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

Staðan á Smábokka eftir dag 1

Það voru alls 69 skráningar sem bárust á Smábokkann 2019, 30 á degi 1a og 39 á degi 1b.  Þar af voru 10 sem léku báða dagana, þannig að það voru alls 59 einstaklingar sem tóku þátt.

Prizepoolið endar í 1.212.000 kr. og verður það kynnt í upphafi dags 2 á morgun hvernig það mun skiptast á milli verðlaunahafa.

Það voru alls 21 sem komust áfram á dag 2, sex komust áfram af degi 1a og fimmtán af degi 1b.

Mótið hefst að nýju kl. 13:00 á morgun, laugardag.  Upphafsstakkur var 40.000 og dagur tvö hefst á leveli 10, 1500/3000 með 3000 BB ante og meðalstakkur er þá 131k.

Hér má sjá röð þeirra sem komust áfram, raðað eftir stakksstærð:

1 Örnólfur smári Ingason 326000
2 Guðmundur Helgason 317900
3 Tomasz Kwiatkowski 258500
4 Saevar Ingi Saevarsson 257100
5 Mindaugas Ezerskis 250800
6 Branimir Jovanovic 200100
7 Júlíus Pálsson 141700
8 Gylfi Þór Jónasson 133700
9 Svavar Ottesen berg 127300
10 Hafsteinn Ingimundarson 101500
11 Þorvar Harðarson 94200
12 Einar Eiríksson 78300
13 Valdimar Johannsson 73600
14 Hafsteinn Ingvarsson 73500
15 Ívar Thordarson 68800
16 Ívar Örn Böðvarsson 61700
17 Trausti Atlason 55300
18 Viljar Kuusmaa 46600
19 Atli Sigmar Þorgrímsson 35300
20 Trausti Pálsson 34400
21 Dominik Wojciechowski 22400