Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 2. febrúar!

Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn verður fyrsti dagskrárliður í mótadagskrá PSÍ eins og fyrri ár og hefst sunnudaginn 2.febrúar! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5050 eða vel yfir 700þúsund ISK!!

Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.

Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Ganga þarf frá aðild að PSÍ fyrir upphaf þriðju umferðar til að stig telji. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop

PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu.

1. – 2. sæti: €1600 pakki á Coolbet Open í ágúst 2025 (miði á main event plús hótel)
3. – 4. sæti: €550 pakki á Coolbet Open í ágúst 2025 (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót)
5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€150)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.

Coolbet stefnir að því að halda hina frábæru pókerveislu Coolbet Open að nýju í Tallinn síðar á þessu ári en nákvæmar dagsetningar eða staðsetning liggur ekki fyrir. Stór hópur frá Íslandi sótti Coolbet Open í fyrra og var gríðarlega vel tekið á móti hópnum af forsvarsmönnum Coolbet og var einróma ánægja með ferðina.

.

Dagskrá mótaraðarinnar er að þessu sinni eftirfarandi:

2. feb. kl. 20:00 1. umferð
9. feb. kl. 20:00 2. umferð
16. feb. kl. 20:00 3. umferð
23. feb. kl. 20:00 4. umferð
2. mars. kl. 20:00 5. umferð
9. mars. kl. 20:00 6. umferð
16. mars. kl. 20:00 LOKABORÐ

4 bestu mót af 6 telja til stiga í stigakeppninni. Ath. að ganga þarf frá aðild að PSÍ áður en þriðja umferð hefst til að stig telji.

Nánari upplýsingar má finna hér á vef PSÍ.

Ársþing PSÍ 2025

Við óskum félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir frábæra þátttöku í mótum á vegum PSÍ á liðnu ári. Nýliðið ár var það sjöunda sem núverandi stjórn hefur leitt sambandið og þátttaka í öllum mótum ársins var sú mesta sem við höfum séð í okkar stjórnartíð.

Við hefjum nýja árið með föstum liðum eins og venulega en það er ársþing Pókersambands Íslands 2025 sem haldið verður sunnudaginn 2.febrúar kl. 14:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.


Uppfært 4.jan. 2025:

Helstu fréttir af ársþingi 2025:

  • Alls mættu 6 til fundarins sem haldinn var á Google Meet: Einar Þór Einarsson, Már Wardum, Jón Ingi Þorvaldsson, Halldór Már Sverrisson, Inga Kristín Jónsdóttir, Hilmir Vilberg Arnarson.
  • Aðalmenn í stjórn endurkjörnir en stjórnina skipa Már Wardum, Jón Ingi Þorvaldsson og Einar Þór Einarsson
  • Halldór Már Sverrisson kjörinn varamaður í stjórn.
  • Ottó Marwin endurkjörinn skoðunarmaður reikninga.
  • Í Laga- og leikreglnanefnd eru skipuð Einar Þór, Jón Ingi og Inga Kristín
  • Í Mótanefnd eru skipuð: Jón Ingi, Einar, Hilmir og Már
  • Ákveðið var að halda árgjaldi óbreyttu eða kr. 6000.
  • Lögð var fram tillaga að mótadagskrá undir liðnum önnur mál og hefur hún verið kynnt í FB grúppu.
  • Heildarvelta 26,5 mkr og rekstrarafkoma var jákvæð um 288þús, sem er að mestu leyti fjármagnstekjur. Innspýting í undanmót, þ.e. overlays og auka miðar (added) í undanmótum námu samtals um 450þús.
  • Hér að neðan má nálgast ársreikning PSÍ fyrir 2024 og afrit af yfirlýsingu skoðunarmanns reikninga um yfirferð hans á bókhaldi og ársreikningi: