Ársþing PSÍ 2025

Við óskum félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir frábæra þátttöku í mótum á vegum PSÍ á liðnu ári. Nýliðið ár var það sjöunda sem núverandi stjórn hefur leitt sambandið og þátttaka í öllum mótum ársins var sú mesta sem við höfum séð í okkar stjórnartíð.

Við hefjum nýja árið með föstum liðum eins og venulega en það er ársþing Pókersambands Íslands 2025 sem haldið verður sunnudaginn 2.febrúar kl. 14:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Ársþingið verður að þessu sinni eingöngu í net-heimum. Smellið hér til að tengjast fundinum.