Haustdagskrá PSÍ
Það er búið að vera erfitt að reyna að sjá í gegnum Covid-þokuna undanfarna mánuði og átta okkur á því hvaða starfsemi við getum haldið úti við þessar aðstæður sem uppi hafa verið. Við höfum því legið undir feldi og haldið að okkur höndum frá því í vor í þeirri von að línur myndu skýrast eitthvað þegar nær liði haustinu.
Og nú í vikunni kom stjórn PSÍ loks saman og réði ráðum sínum varðandi haustdagskrána og tók eftirfarandi ákvarðanir:
- ÍM verður haldið skv. áður auglýstri dagskrá, síðustu helgina í október, að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að reglur um sóttvarnir og aðrar aðstæður leyfi.
- Stórbokki verður felldur niður þetta árið.
- ÍM í PLO verður haldið laugardaginn 14. nóvember, með sömu fyrirvörum og áður er getið.
- Síðan endum við árið með sérstöku boðsmóti fyrir gjafara og starfsfólk móta undanfarinna missera, annað hvort laugardaginn 21.nóv eða 28.nóv, eftir því hvor dagsetningin hentar betur.
- Dagskrá net-móta verður óbreytt í lok nóvember og byrjun desember.
Stefnt er að því að koma undanmótum fyrir ÍM af stað á Coolbet í komandi viku. Ef svo færi að ÍM yrði á endanum aflýst verða þeir miðar sem vinnast á Coolbet greiddir út í inneign þar. Einnig vonumst við til að geta komið af stað live undanmótum í samstarfi við pókerklúbba sem fyrst líka. Og það sama gildir þar að ef ÍM verður ekki haldið þá verða slíkir miðar greiddir til baka í nóvember.
Við vonum að félagsmenn sýni því raski sem orðið hefur á starfsemi PSÍ á árinu skilning og einnig ef þörf mun verða á frekari breytingum á dagskrá það sem eftir lifir ársins.