Jón Ingi vinnur Bikarmótið

Úrslitin réðust í Bikarmóti PSÍ nú í kvöld en þá fór fram 6. og síðasta umferð mótaraðarinnar. Alls tóku 29 þátt í einhverjum umferðum mótaraðarinnar en í lokin voru aðeins nokkrir sem áttu möguleika á verðlaunasæti og voru aðeins 5 keppendur í síðasta mótinu. Allir 5 áttu möguleika á sigri í mótaröðinni með því að vinna sigur í lokamótinu og það var á endanum Jón Ingi Þorvaldsson sem stóð uppi sem sigurvegari í lokamótinu og þar með mótaröðinni með alls 60 stig.

Í hverju móti voru teknar til hliðar 3500 kr. af hverju þátttökugjaldi í hliðarpott sem skyldi skiptast á milli þriggja stigahæstu keppenda. Það voru alls 283.500 sem söfnuðust í þann pott og skiptist sá pottur 46%/32%/22% á milli þriggja efstu.

Fyrir ótrúlega tilviljun þá urðu þeir fjórir sem voru í 2.-5.sæti jafnir að stigum með 53 stig og réði þá úrslitum hverjir höfðu náð betri árangri í einstökum mótum og varð röð efstu 5 í mótaröðinni eftirfarandi:

  1. Jón Ingi Þorvaldsson – 60 stig – 130.000 kr.
  2. Júlíus Pálsson – 53 stig – 91.000 kr.
  3. Trausti Pálsson – 53 stig – 62.000 kr.
  4. Daníel Pétur Axelsson – 53 stig
  5. Guðmundur Helgi Helgason – 53 stig

Allar upplýsingar um úrslit einstakra móta og heildarniðurstöður mótaraðarinnar má finna í þessu skjali hér.

Við óskum Jóni Inga til hamingju með sigurinn og öllum vinningshöfum til hamingju með frábæran árangur!

Við viljum einnig þakka Hugaríþróttafélaginu fyrir að útvega aðstöðu fyrir mótahaldið og styðja með því dyggilega við starfsemi Pókersambandsins.

Jón Ingi í PartyPoker Nordic Championship í Kaupmannahöfn í nóvember 2019

Úrslit í Bræðingi 2020

Leik var að ljúka á lokaborði í pókermótinu Bræðingur sem haldið var á vegum PSÍ í fyrsta sinn. Mótið hófst á Coolbet þar sem 22 leikmenn hófu leik og skyldu leika þar til 8 væru eftir og síðan klára mótið með live lokaborði. Það æxlaðist svo að tveir duttu út í sömu hendi á lokaborðsbúbblunni og því voru það aðeins 7 sem komust á lokaborðið sem fram fór núna í kvöld.

Það var Tomasz Mróz sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 3 klst. leik á lokaborðinu eftir ca. klukkustundar heads-up leik við Ólaf Sigurðsson sem varð í öðru sæti. Í þriðja sætinu varð Gunnar Ingi Gunnarsson og í því fjórða Dominik Wojciechowski.

Thomasz hlaut að launum 114.000 kr. í verðlaunafé og verðlaunagrip frá PSÍ. Hér má sjá röð efstu manna og verðlaunafé fyrir hvert sæti.

Gjafari á lokaborðinu var Rannveig Eriksen og mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir taka þátt í þessari tilraun með okkur. Svo óskum við Tómaszi til hamingju með sigurinn og þökkum Coolbet og Spilafélaginu kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd þessa móts!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

Bræðingur – Staðan eftir dag 1

Bræðingur fór fram í fyrsta sinn nú í kvöld kl. 20:00. Þátttakendur voru 22 talsins og var leikið til kl. 22:50 en þá stóðu 7 eftir þar sem tveir leikmenn féllu úr leik í sömu hendinni á lokaborðs-búbblunni.

Staða efstu manna eftir dag 1 er þessi:

Coolbet IDStack
Hilmar104233
GunniJR84042
Gianthead83194
Polskiman1166753
salmonella8864640
Thomsm8653358
Gvarri33780

Dagur 2 hefst síðan laugardaginn 13.júní kl. 16:00 og verður leikið augliti til auglitis í sal Spilafélagsins, Grensásvegi 8, gengið inn baka til og upp á 3.hæð (sjá meðfylgjandi skýringarmynd).

Alls voru tekin 5 re-buy og 11 add-on þannig að heildarinnkoma var (22+11+5) x €50 = €1900. Að frádregnum 10% sem Coolbet tekur fyrir framkvæmd mótsins standa eftir €1710 eða 260.000 ISK sem mun renna óskipt í verðlaunafé og skiptast á milli 4 efstu spilara.

Þess má geta að ekki var farið fram á PSÍ aðild vegna þátttöku í mótinu og PSÍ tekur ekkert af verðlaunafé í kostnað að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um stöðu efstu manna, skiptingu á verðlaunafé og strúktúr má finna í þessu skjali hér.

Við þökkum COOLBET fyrir frábært samstarf að vanda og öllum sem tóku þátt í mótinu og óskum þeim sem komust á lokaborðið góðs gengis á laugardaginn!

Bræðingur 2020

Pókermótið Bræðingur mun fara fram fimmtudaginn 11.júní en þetta er nýtt tilraunaverkefni þar sem við munum bræða saman net-póker og live póker með tveggja daga móti sem hefst á Coolbet og lýkur svo með 8 manna live lokaborði með gjafara laugardaginn 13.júní kl. 16:00 hjá Spilafélaginu, Grensásvegi.

Þeir sem komast á lokaborðið taka með sér stakkinn sem þeir enduðu dag 1 með á netinu (eða hlutfallslega jafn stóra stakka ef aðlaga þarf stærðir) og leika til þrautar.

Þátttökugjald er €50 og boðið verður upp á 1 re-buy og 1 add-on og verður late-reg fyrstu 10 levelin.

Boðið verður upp á 3 undanmót á Coolbet:

  • Sunnudaginn 7.júní kl. 20:00
  • Miðvikudaginn 10.júní kl. 20:00
  • Fimmtudaginn 11.júní kl. 18:00

Ekki er tryggt verðlaunafé í mótinu en PSÍ mun láta þátttökugjöld sem greidd eru til Coolbet (re-buys+add-ons) renna óskipt í verðlaunafé.

Við biðjumst velvirðingar á frestunum sem orðið hafa á mótinu í tvígang og hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt og prófa hið nýja pókerumhverfi Coolbet.