Brynjar hlutskarpastur í Coolbet Bikarnum

Sjöttu og síðustu umferð Coolbet bikarsins lauk í gærkvöldi. Brynjar Bjarkason hafði þegar tryggt sér sigur í mótaröðinni fyrir síðustu umferðina en það var hart barist um hin þrjú verðlaunasætin sem eftir voru. Jón Ingi Þorvaldsson var í 5.sæti eftir fyrstu 5 umferðirnar og þurfti að ná einu af efstu sætunum í lokaumferðinni og hann tryggði sér 2. sætið í mótaröðinni með því að sigra lokamótið. Í þriðja sæti í mótaröðinni var Sævar Ingi Sævarsson og í því fjórða var Davíð Ómar Sigurbergsson.

Þeir fjórir efstu fá að launum miða á Coolbet Open sem fram fer í nóvember og Brynjar og Jón Ingi fá að auki gistingu á Hilton hótelinu sem er sambyggt Olympic Casinoinu þar sem mótið fer fram.

Röð 10 efstu í mótaröðinni var eftirfarandi:

NafnCoolbet IDStigVerðlaunafé
1.Brynjar BjarkasonWantToBeLikeGarri67€921
2.Jón Ingi ÞorvaldssonThorvaldz57€511
3.Sævar Ingi SævarssonIcepoker54€593
4.Davíð Ómar SigurbergssonThanh_durrrr53€608
5.Inga Kristín Jónsdóttirpingccc52€230
6.Árni Halldór JónssonStormur49€478
7.Atli Rúnar ÞorsteinssonAtli95044€0
8.Daníel Pétur AxelssonDanzel42€320
9.Egill Senstius SteingrímssonlligE40€261
10.Atli ÞrastarsonA_Beerbelly39€140

Við óskum Brynjari til hamingju með sigurinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með sinn árangur. Og svo þökkum við Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins og fyrir þessa veglegu aukavinninga!

Stefnt er að því að verðlaun verði afhent samhliða verlaunaafhendingu í Bikarmóti PSÍ, sem vonandi verður hægt að ljúka fljótlega eftir að samkomubanni verður aflétt.

Quarantine Cup hefst á mánudag!

Í ljósi þessara fordæmalausu aðstæðna þar sem ekki er hægt að koma saman og spila póker augliti til auglitis er augljóst að áhugafólk um póker mun flykkjast á netið til að taka þátt í viðburðum þar. Og þótt nægt framboð sé af slíkum viðburðum höfum við fengið fjölda fyrirspurna um hvort ekki sé hægt að skella í gang mótaröð fyrir íslenska spilara sérstaklega. Það er jú alltaf ákveðin skemmtun fólgin í því að spila við “kunnugleg andlit” jafnvel þótt það sé á netinu.

Við höfum því ákveðið í samstarfi við Coolbet að rigga upp 3ja vikna net-póker hátíð sem hefst núna á mánudaginn 23.mars og lýkur með veglegu aðalmóti í lok yfirstandandi samkomubanns þann 13.apríl. Við hvetjum alla til að taka þátt í sem flestum mótum og nota tækifærið til að velgja vinum og kunningjum undir uggum við hið stafræna pókerborð!

Hér má sjá dagskrá mótaraðarinnar eins og hún lítur út núna. Vinsamlegast athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara. Coolbet og PSÍ áskilja sér rétt til að birta raunveruleg nöfn vinningshafa í mótum. Dagskráin er aðeins aðgengileg á ensku, bæði þar sem vaxandi hluti félagsmanna er ekki íslenskumælandi, og einnig til þess að gera hana skiljanlega fyrir samstarfsaðila okkar hjá Coolbet. Við vonum að það valdi ekki óþægindum fyrir neinn.

Athugið að öll mótin eru sjálfstæð og ekki verður í gangi stigakeppni líkt og í Coolbet Cup mótaröðinni.

Sérstakir aukavinningar verða fyrir fjögur af mótunum (#4, #9, #13, #14) en sigurvegarar í þeim fá að auki €55 í mótið Bræðing sem ráðgert er 19. apríl.

Coolbet gefur einnig sérstaka aukavinninga til hvers sem tekst að vinna tvö mót í hvorum helmingi mótaraðarinnar. Ef þér tekst að vinna tvö af mótum 1-7 annars vegar eða 8-14 hins vegar færðu €250 bónus sem nota má í Casino/Sports hluta Coolbet.

PSÍ mun síðan veita sérstakan verðlaunagrip til sigurvegara €215 aðalmótsins sem fer fram 13. apríl.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!!


Due to the extraordinary circumstances where we’re unable to meet and play poker face-to-face it can be expected that poker enthusiasts will flock to online poker sites. We have received several enquiries about setting up special online tournaments for the Icelandic player base, as it’s always more fun to play with “familiar faces”, even if it’s online.

To respond to that we have, in cooperation with Coolbet, set up a 3 week online poker festival labeled Quarantine Cup, that will start on Monday 23rd March and run until the end of the current ban on large gatherings on Monday 13th April.

Click here to view the tournament schedule and information on additional prizes. Please note that the schedule is subject to changes without notice. Please also note that Coolbet and PSÍ will reserve the right to announce the actual names of tournament winners.

Note that each tournament is a separate individual tournament and players do not collect points for each tournament as in the Coolbet Cup.

Special prizes that will be added include a ticket to “Bræðingur”, which is a €55 online/live tournament scheduled on April 19th. A ticket to that tournament will be awarded to the winners of tournaments #4, #9, #13 and #14.

Coolbet will also add a special €250 Casino/Sports bonus to anyone who manages to win 2 tournaments in each half of the festival (tournaments #1-7 or #8-14).

The Icelandic Poker Federation (PSÍ) will also award the winner of the €215 Main Event on 13th of April with a trophy.

Have fun and best of luck!!

Mótahaldi frestað um óákveðinn tíma

Bikarmót frestast

Í ljósi aðstæðna neyðumst við til að leggja árar í bát í live mótahaldi næstu fjórar vikurnar þar sem samkomu banni hefur verið komið á næstu 4 vikurnar.  Tæknilega séð hefst samkomubannið ekki fyrr en aðfararnótt mánudags en við reiknum með að flestir séu komnir í sjálfskipaða einangrun frá umheiminum hvort sem er og þeim tveimur umferðum sem eftir eru í Bikarmóti PSÍ er því frestað um óákveðinn tíma. 

Staðan skýrist vonandi um miðjan apríl og við munum þá senda nánari upplýsingar um þau mót sem eru á dagskránni í apríl og maí en vonandi verður hægt að halda þau skv. áætlun.
 

Coolbet bikarinn heldur áfram

Hins vegar höldum við ótrauð áfram með net-mótaröðina Coolbet Bikarinn.  Þar er bara ein umferð eftir og fer lokamótið fram sunnudaginn 22. mars. 

Hins vegar hefur Coolbet Open sem fara átti fram í byrjun maí verið slegið á frest og munu fjórir efstu í mótaröðinni hjá okkur fá miða á næsta Coolbet Open sem ráðgert er í nóvember 2020.  

Við hvetjum alla til félagsmenn áfram til þess að gæta að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og hugsa vel um eigin heilsu og ykkar nánustu.

Sjáumst vonandi aftur við pókerborðið flótlega!

Lifið heil!

Sveinn Rúnar bætir öðrum titli í safnið

Það var Sveinn Rúnar Másson sem bar sigur úr býtum á Smábokkanum sem hófst á fimmtudag og lauk kl. 19:30 í gærkvöldi. Þórður Örn, sem varð í öðru sæti, og Sveinn Rúnar áttust aðeins við í nokkrar mínútur heads-up áður en úrslitin lágu fyrir.

Sveinn Rúnar vann einnig Stórbokka titilinn sl. vor og er því fyrstur til að vinna bæði Stórbokka og Smábokka og annar af tveimur til þess að vinna tvo titla í live mótum á vegum PSÍ. En Aníka Maí Jóhannsdóttir varð fyrst til þess er hún vann ÍM 2012 og síðan ÍM í PLO árið 2014 eins og sjá má í þessu yfirliti hér.

Þeir 9 efstu sem komust á lokaborð skiptu með sér verðlaunafénu sem var samtals 1.280.000 kr. með eftirfarandi hætti:

1Sveinn Rúnar Másson364.000
2Þórður Örn Jónsson256.000
3Micah Quinn180.000
4Hafþór Sigmundsson138.000
5Egill Örn Bjarnason104.000
6Jón Ingi Þorvaldsson80.000
7Hafsteinn Ingimundarson62.000
8Brynjar Bjarkason52.000
9Halldór Már Sverrisson44.000

Viktor Lekve sá um mótsstjórn af sinni alkunnu snilld og í hlutverki gjafara voru þau Alexander, Dísa Lea, Kristjana Rós, Þórunn Lilja, Ásta María og Berglaug Petra. Undirbúningur, skipulag og kynningarmál fyrir mótið voru í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ.

Að þessu sinni var einnig haldið 10k hliðarmót þar sem 20 tóku þátt og voru alls 36 entry í það mót. Þar skiptist 296.000 kr. verðlaunafé á milli 5 efstu á eftirfarandi hátt:

1Jón Ingi Þorvaldsson118.000
2Zbyszek Mrenca74.000
3Ovidijus Banionis48.000
4Guðmundur H. Helgason32.000
5Jón Gauti Árnason24.000

Við óskum Sveini Rúnari til hamingju með titilinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir virkilega vel unnin störf. Við þökkum einnig COOLBET og Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir frábært samstarf, bæði í kringum undanmót fyrir Smábokkann og aðstöðu fyrir mótið sjálft!

Staðan eftir dag 1 á Smábokkanum

Það voru alls 62 entry í Smábokkann að þessu sinni, 33 á degi 1a og 29 á degi 1b, og alls 49 leikmenn sem tóku þátt.

12 komust áfram af degi 1a og síðan 12 til viðbótar af degi 1b þannig að það eru 24 sem hefja leik á degi 2 sem hefst kl. 13:00 á morgun, laugardag.

Hér má sjá stöðu og sætaskipan í upphafi dags 2:

NafnStakkur eftir dag 1Borð Sæti
Halldór Már Sverrisson156.20056
Alexandru Marian Florea124.90058
Einar Þór Einarsson121.90055
Sveinn Rúnar Másson116.80051
Þórður Örn Jónsson109.30053
Örnólfur Smári Ingason108.20049
Micah Quinn107.20012
Júlíus Pálsson104.30047
Andrés Vilhjálmsson99.30019
Jón Gauti Arnason95.70014
Hafsteinn Ingimundarson77.00042
Örn Árnason70.60057
Guðmundur H. Helgason68.30054
Trausti Atlason67.80013
Brynjar Bjarkason63.30044
Trausti Pálsson63.20046
Jón Ingi Þorvaldsson54.50015
Egill Örn Bjarnason53.10017
Ingvar Sveinsson47.60043
Hafþór Sigmundsson44.40011
Friðrik Guðmundsson39.60045
Einar Eiríksson37.30018
Ívar Örn Böðvarsson15.50052
Sævaldur Harðarson14.60041

Verðlaunafé er samtals 1.280.000 kr. og mun skiptast á milli þeirra 9 efstu sem komast á lokaborð.

SætiVerðlaunafé
1364.000
2256.000
3180.000
4138.000
5104.000
680.000
762.000
852.000
944.000
1.280.000

Við óskum öllum góðs gengis á degi 2 og megi sá heppnasti/besti vinna… 😉