Lokavikan fyrir ÍM 2019!

Það verður mikið um að vera í þessari viku.  Þrjú undanmót eru eftir og auk þess fer COOLBET í gang með veðmál á leikmenn í mótinu nú í vikunni.

Dagskrá vikunnar er í megindráttum þessi:

Þriðjudagur 29.okt.

19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu.  Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on!

Miðvikudagur 30.okt.

19:30 – Undanmót hjá Spilaklúbbi Norðurlands, Akureyri, Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on!

20:00 – On-line undanmót á COOLBET.  Ótakmarkað €33 re-buy í 60 mín. 10 mín level!

Fimmtudagur 31.okt.

19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu.  Ótakmarkað 3k re-buy með 3k add-on!

Föstudagur 1. nóv.

17:00 – Íslandsmótið í póker hefst á Hótel Völlum, Hafnarfirði.  Allar nánari upplýsingar hér.

 

Við minnum á að þátttökugjaldið á ÍM hækkar í kr. 65.000 kl. 12:00 á hádegi á föstudag.  Þeir sem ekki ná í miða á undanmótum vikunnar eru hvattir til þess að ganga frá skráningu fyrir þann tíma.  Við hvetjum einnig alla til þess að nota DEBET kort frekar en kredit kort ef þess er kostur.  Það eru lægri færslugjöld af þeim þannig að það er öllum félagsmönnum til góða.

 

Allir sem hafa unnið miða í undanmótum eða hafa skráð sig á netinu áður en mótið hefst eru sjálfkrafa skráðir í mótið.  Það eina sem þið þurfið að gera er að ganga úr skugga um að búið sé að ganga frá árgjaldi til PSÍ þetta árið.  Síðan er bara að mæta á staðinn með skilríki með mynd (ökuskírteini/vegabréf) til að fá afhent mótsgögn.

Smellið hér til að ganga frá skráningu!

Gangi ykkur vel!

 

 

Undanmót fyrir ÍM 2019

Fyrstu online undanmótin hefjast á morgun sunnudaginn 6.október kl. 20:00. Það er Coolbet sem sér um það fyrir okkur í ár, rétt eins og í fyrra. Mótin verða með €33 buy-in og hægt verður að kaupa sig inn aftur ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Undanmót verða á Coolbet hvern sunnudag og miðvikudag kl. 20:00 fram að Íslandsmóti og verður einn miði tryggður í hverju móti.

Í fyrsta mótinu er sérstakur kaupauki fyrir þá sem skrá sig en með skráningu fylgir frímiði á mót sem fram fer á miðvikudag kl. 18:00 að íslenskum tíma. Í því móti verða m.a. í verðlaun pakkar á Premier League leik að eigin vali á tímabilinu Okt-Feb. Sjá nánar hér.

Hugaríþróttafélagið lætur ekki deigan síga og verður með undanmót alla fimmtudaga fram að ÍM og svo bætast einnig við mót á þriðjudögum síðustu vikurnar.  Mótin hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast kl. 19:00.

Við hvetjum alla félagsmenn til að freista gæfunnar bæði á Coolbet og hjá Hugaríþróttafélaginu næstu 4 vikurnar. Það stefnir í frábært Íslandsmót en nú þegar eru mun fleiri komnir með miða á mótið en á sama tíma í fyrra!